Er það bara ég, eða er röndótt í tísku?
Af einhverjum ástæðum finnst mér voðalega gaman að fletta í gegnum myndasöfn skemmtistaðanna eftir helgar. Ég veit ekki alveg hvað það er sem höfðar til mín.
Jú, það er gaman að skoða sætar stelpur, en þær eru flestar frekar fullar, svo myndirnar eru oft ekkert alltof góðar. Svo virðast ljósmyndarar sumra staða reyna að taka myndir án þess að neinn sjái. Þannig að fólk verður alltaf ýkt asnalegt og hissa á myndunum.
Og svo skoðar maður þetta líka til að sjá hvort stelpur (eða stelpan), sem maður er skotinn í, voru á djamminu og þá getur maður svekkt sig yfir því að hafa verið á vitlausum stað.
Myndirnar eru líka afskaplega villandi. Til dæmis eru alltaf sætustu stelpurnar á þessum myndum á Vegamótum. Það finnst mér hins vegar ekki vera raunin þegar ég er á staðnum. Fyrir því geta verið 3 ástæður:
- Sætu stelpurnar eru ekki þarna þegar ég er á staðnum
- Ljósmyndarinn á Vegamótum er betri í að finna fallegar stelpur en ljósmyndarar annarra skemmtistaða.
- Það er alltaf svo troðið á Vegamótum að maður sér aldrei lengra en á manneskjuna, sem er beint framan í andlitinu á manni.
Ég aðhyllist aðallega kenningu 3.
Er það óeðlilegt að hlakka til næstu helgar strax á mánudagskvöldi??
Nei! Það er ekkert að því! Hef staðið sjálfan mig að því að spyrja vini mína hvað planið sé næstu helgi á mánudegi…