Holy shit! Þvílíkur fjölbreytileiki á þessum framboðslista til formannkosninga í Heimdalli. Á þessum lista eru 12 manns. Hérna eru starfsvettvangar þeirra:
- Háskólanemar: 8 stykki, þar af 4 í lögfræði
- Bankastarfsmenn: 4 stykki!
Þannig að þessi breiði framboðslisti samanstendur af 8 háskólanemum og 4 bankastarfsmönnum. Með öðrum orðum: allir á listanum, sem eru í vinnu, vinna í banka! Gátu þeir ekki fundið að minnsta kosti einn, sem ynni ekki í banka? Bara einn?
Ekki það að ég hafi nokkurn skapaðan hlut á móti bankastarfsmönnum. Margir góðir vinir mínir starfa í bönkunum. En come on!
Nú læt ég afskiptum mínum af kosningamálum í Heimdalli lokið. Enda kemur þetta mér ekki rassgat við 🙂