Á næturvakt

Vegna misskilnings, þá mætti einn starfsmaður ekki á næturvakt á Serrano í Hafnarstræti og þar sem Emil var kominn í glas þurfti ég að redda málunum. Þannig að kvöldið, sem átti að fara í andlegan undirbúning fyrir Liverpool-Arsenal varð aðeins viðburðarríkara.

Það er sumt gaman við að vera á næturvakt, en vanalega á ég erfitt með að höndla þær vaktir. Einfaldlega vegna þess að ég tek alla gagnrýni eða kvartanir á staðinn mjög inná mig. Ég stressast allur upp þegar einhver byrjar að kvarta. Og drukkið fólk kvartar mjög mikið útaf minnstu hlutum. 🙂

Allavegana, þá var ekkert vesen í gær. Hins vegar var vaktin mjög fyndin í samhengi við stelpufærsluna mína síðustu. Málið var að þarna kom stelpa utanaf landi og byrjaði ég eitthvað að spjalla við hana. Þá kom í ljós að hún var 18 ára gömul og trúlofuð! Mér fannst þetta einstaklega fyndið, sérstaklega í ljósi þessa komments frá Tryggva. Þegar ég spurði hana nánar útí þetta virtist hún ekki hafa hugmynd um það af hverju hún væri trúlofuð.


Annars losnaði ég af vaktinni um klukkan tvö og fór heim og horfði á síðustu loturnar í Cubs-Atlanta Braves, sem Cubs unnu 3-1 og þurfa þeir nú bara að vinna annan af síðustu tveim leikjunum til að komast áfram. Mark Prior er Guð!

Já, og mikið andskoti getur fótbolti verið ósanngjörn íþrótt! Ekki nóg með það að Liverpool tapi leik, þar sem þeir voru betri aðilinn nær allan tímann, heldur meiðist uppáhaldsleikmaðurinn minn! Er ekki bara kominn tími á að Diouf, Gerrard, Dudek og Kewell meiðist? Þeir hljóta að vera næstir.

Æji, annars það er laugardagur. Læt ósigurinn ekki hafa áhrif á mig. Djamm í kvöld. Gaman gaman! 🙂

2 thoughts on “Á næturvakt”

  1. Hey, ég hef ekkert á móti Red Sox. Vona að þeir vinni Yankees. Efa þó að Ramirez myndi vera valinn MVP. Hann er ekki einu sinni MVP í sínu eigin liði. Myndi frekar tippa á (gamla Chicago Cubs leikmanninn :sad:) Bill Mueller.

    Annars mun heimurinn sennilega farast ef að Cubs og Red Sox lenda saman í World Series.

Comments are closed.