« PR menn | Aðalsíða | Smá breytingar »
Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?
Að undanförnu hef ég lent í samræðum við nokkrar mismunandi manneskjur um sama hlutinn. Nefnilega: "Eru allar stelpur á Íslandi á föstu?"
Einhver hugsar nú með sér: "Bull og vitleysa er þetta í Einari, hann er bara svona óheppinn að hann finnur ekki allar gellurnar, sem eru á lausu". Það má vel vera, en ég ætla að færa rök fyrir því að allar stelpur á Íslandi séu á föstu.
- Þegar ég fór á Ungfrú Ísland keppnina síðastliðið vor, fylgdi með miðanum mínum ágætis bæklingur um keppendurna. Þrátt fyrir að ég hafi nú verið með stelpu á þeim tíma, þá fór ég að forvitnast um það hver af keppendunum væri nú á lausu. Ég verð að játa það að ég fékk smá sjokk.
14 af 21 keppenda var á föstu! Semsagt, í litlum hópi af myndarlegum stelpum á aldrinum 18 til 20 ára áttu 67% þeirra unnusta. Reyndar var lang-sætasta stelpan, Helena Eufemía á lausu, þannig að kannski er einhver von enn í þessum heimi.
Ég nefndi það við systir mína, sem er félagsfræðingur, að það væri athyglisvert að kanna það á milli landa hversu stórt hlutfall af þáttakendum í fegurðarasamkeppni viðkomandi landa er á föstu. Ég efast um að mörg lönd myndu toppa Ísland.
- Allir vinir mínir eru á föstu. Og þá meina ég allir! Ég á kannski kunningja, sem eru á lausu, en allir mínir góðu vinir eru á föstu. Þetta er í hróplegu ósamræmi við mína bestu vini útí Bandaríkjunum. Þar eru allir á lausu. Þrátt fyrir það er þetta ekki ólíkt fólk. Flestir vinir mínir í báðum löndum hafa svipað menntunarstig, eru á svipuðum aldri, finnst gaman að djamma, og svo framvegis. Ég get ekki fundið neinn stórtækan mun á fólkinu. Hvernig stendur þá á því að allir íslensku vinir mínir eru á föstu?
- Ég hef ítrekað lent í því að reyna við stelpur á skemmtistöðum, sem eru á föstu (nota bene, ég kemst aldrei að því fyrr en eftir laaangan tíma). Síðasta kærastan mín var m.a.s. með strák fyrst þegar við hittumst. Þetta er gengið svo langt að ég er nánast sannfærður um að allar sætar stelpur á skemmtistöðum borgarinnar séu á föstu. Í raun er ég oft svo sannfærður að ég þori varla að reyna við stelpur vegna sannfæringar minnar um að þær séu allar á föstu. Hugsanleg lausn á þessu væri að merkja sérstaklega allar stelpur, sem eru á föstu, einsog ég hef áður lagt til.
- Í Bandaríkjunum voru allir steinhissa á því að ég væri í langtímasambandi þegar ég var 25 ára. Á Íslandi eru allir steinhissa á því að ég sé á lausu nú ári síðar.
Í flestum öðrum löndum myndi 26 ára karlmaður vera talinn á besta aldri og hann væri sennilega alltaf að djamma með hinum "single" vinum sínum. Síðan myndi hann flækjast í og úr samböndum næstu 5-6 árin, svo finna einhverja stelpu þegar hann væri um þrítugt og gifta sig 35 ára.
Á Íslandi virðast hins vegar margir halda að maður sé alveg einstaklega óheppinn að vera ekki kominn í langtíma samband þegar maður er 22 ára.
Ég tel að þetta sé dálítið óheppilegt. Fyrst og fremst vegna þess að samfélagið þrýstir á að allir krakkar finni sér maka og séu komin með eigin íbúð, bíl og 90% lán þegar þau eru orðin 25 ára. Ég vil meira að segja halda því fram að margir haldi áfram í óhamingjusömum samböndum, bara af því að allir aðrir séu á föstu. Fólk er hrætt við að þurfa að viðurkenna að sambúð hafi ekki virkað og því haldi það áfram í óhamingjusömum samböndum.
Erlendis gefur fólk sér betra tækifæri til að kynnast og búa á sitthvorum staðnum. Á Íslandi þarf fólk að flytja saman helst innan nokkurra mánuða.
Á "Ég er" síðunni minni setti ég nýlega í gríni inn klausu neðst, sem les: "Ef þú vilt koma einhverju á framfæri við mig, eða ert ýkt sæt stelpa á aldrinum 18-25 og á lausu, endilega sendu mér tölvupóst."
Fyrir þessa klausu var ráðist á mig á reunion-i Verzlunarskólanema í síðasta mánuði. Ein ágæt stelpa hélt því þar fram að ég ætti ekki að takmarka mig við 18-25, þar sem ég væri nú einu sinni orðinn 26 ára. Ekki nóg með það, heldur vildi hún að ég myndi opna hug minn fyrir eldri konum og ætti því að vera að leita að konum á milli 18-30 ára. Ég hélt því þá fram við hana að það væri engin 26 ára stelpa á lausu á þessu landi. Meira að segja væri engin 20 ára stelpa á lausu. Við þessari fullyrðingu átti hún fá svör en hún og vinkonur hennar héldu samt áfram að kalla mig öllum illum nöfnum.
Eflaust eru einhverjar 25 ára gamlar stelpur á lausu. Það er hins vegar óhóflegur þrýstingur á þær stelpur á að vera í sambandi. Ég þekki til að mynda eina stelpu, sem ég er nokkuð viss um að sé í óhamingjusömu sambandi, sem heldur áfram í sambandinu af því að hún er hrædd við að vera single aftur. Það er nefnilega ekkert voðalega fínt að vera 25 ára stelpa á lausu á Íslandi í dag.
Sem er náttúrulega fáránlegt, því þetta er alveg pottþéttur aldur. Í hvaða vestrænni stórborg sem er, þætti þetta fullkomlega eðlilegur aldur fyrir stelpu til að vera ennþá að vera flakkandi á milli sambanda. En ekki á Íslandi.
En af öllu þessu sögðu, þá er ég samt kominn með leið á því að vera single. Stór hluti af því er náttúrulega þrýstingur frá umhverfinu. Allir aðrir eru á föstu. Einhvern veginn búast allir við að ég ætti að vera á föstu líka. Það er oft frábært að vera single, en gljáinn fer aðeins af því þegar maður er einn á djammi með tveimur hjónum, sem fara heim klukkan 3.
Ummæli (38)
Frábært að vera fyrstur til að kommenta á eigin færslu.
Ég er með aðra yfirlýsingu. Íslendingar eru sambandsóður og hafa enga tilfinningu fyrir því að vera sjálfstæðir. Svipað og þú sýnir núna með því að skrifa um þetta og að þú sért alltaf að reyna við stelpur á skemmtistöðum. Til hvers?
Afhverju ekki bara að njóta lífsin, fækka áhyggjunum og spara peninginn sem færi annars í þetta og finna sér nýjan stað til að fara á næst eftir St. Péturborg. Mætti ég mæla með Höfðaborg í S-Afríku og ferðast upp eftir vesturströnd landsins.
Sambönd eru skammtíma í besta falli.
Þetta eru áhugaverðar vangaveltur hjá þér… Ég þekki nú samt nokkuð margar sætar og skemmtilegar stelpur yfir tvítugu og mér hefur sýnst af skemmtistöðunum að það sé fullt af einhleypu fólki þarna úti.
En það er auðvitað glatað ef hjón fara snemma heim í háttinn. Við Unnur pössum að fara aldrei heim fyrr en okkur er hent út og ríghöldum okkur í barinn eða nærtæk húsgögn þegar þar að kemur, svona til að tefja heimförina enn frekar.
Hmmm… Daði, ég myndi nú halda að ég væri þokkalega sjálfstæður. En, samt þá langar mig í samband. Maður verður pínku ponsu þreyttur á því til lengdar að búa einn í Vesturbænum
Ég var aðallega að tala um að þrýstingurinn um að vera í sambandi leiddi oft til þess að fólk væri áfram í óhamingjusömum samböndum vegna þess að það þorði ekki að vera single. Ég þorði (og þori enn) alveg að vera single, en er bara orðinn pínku þreyttur á því.
Og Jói, já ég er prýðismaður.
Og Bjarni, þessar stelpur sem þú heldur að séu á lausu eru ábyggilega flestallar á föstu. Þess vegna myndu merkingarnar koma sér svo vel. Já, og hjónin tvö eru reyndar alveg æði, en úthaldið er eitthvað farið að gefa sig hjá þeim.
Iss Bjarni, þú rígheldur þér ekkert, heldur ertu bara svona klístraður af bjór (og/eða Pepsí og/eða hnetusmjöri) að það þarf að toga þig lausann.
Áður en lengra er haldið vil ég segja að þessi skrif eru stórkostleg.
Í stað þess að velta sér upp úr vandamálinu vil ég benda á lausnir.
1) Gakktu í kór Mér er alveg sama hvort þú getur sungið eða ekki. Í kór eru stelpur. Í kór eru margar stelpur. Í hópi margra stelpna eru einhverjar single. Þó þær séu ekki sætar halda þær örugglega fleiri partí en þessar sem eru á föstu og þá eiga þær kannski aðrar single (og sætari vinkonur) sem heilla hagfræðinginn.
2) Gerðstu kennari Ég mæli með því að þú bjóðir Háskólanum í Reykjavík (eða HÍ) upp á krafta þína í kennslu. Í raun gildir það sama og í kórnum nema að við bætist “-ég-er-með-svo-sætan-kennara” töffarastig sem hjálpa. Ekki byrja samt að vesenast í nemendunum fyrr en eftir að önninni líkur. Hitt getur skapað vandamál. Þetta er því dálítið long term investment.
3) Gakktu í stjórnmálaflokk Taktu þátt í starfi stjórnmálaflokks. Nefna má að frambjóðandi í formann UJ er sæt stelpa og segir m.a. í skemmtilegu viðtali (http://geiri.01.is/vidtal/maggag.htm) sem ég las við hana að hún hafi gaman að því að ríða. Það er nokkuð hressilegt. Mér sýnist aðalfundur UJ sem er á morgun held ég sé nokkuð snjall leikur fyrir þig.
4) Vísindaferð Ég skal rífa þig með mér þegar ágætur vinnustaður minn dregur háskólanema niður í bæ eftir vísindaferð. Þá færðu smjörþefinn af íslenska háskólalífinu sem þú hefur aldrei prófað. Líklegt er að single stelpurnar haldi áfram eftir vísindaferðina en hinar fari frekar heim.
5) Gerðstu módel Hei… Þarf ég að útskýra. Gætir lent í skemmtilegum myndatökum (http://www.eskimo.is/userregister.asp)
6) Vertu frakkur þegar þú ferð að versla Talaðu við fólk sem þú hittir á fáránlegum stöðum. Spurðu sætu stelpuna sem er að skoða pastað við hliðina á þér hvort hún hafi prófað þetta eða hvort eitthvað vesen sé að elda það. Gætir jafnvel prófað að vera dálítið vitlaus en svo heillandi um leið.
7) Viðreynslurnar Vertu fókuseraðri í viðreynslum en áður. Gætir jafnvel tekið eina tvær helgar í röð þar sem þú spyrð bara “má ég reyna við þig” eða bara.. “ég er orðinn þreyttur á að reyna við stelpur sem eru á föstu. Áttu kærasta?”. Einnig væri hægt að taka frumlegri pikköp línur. Einn góður vinur minn tók einhverjar glyðrur á löpp tvær helgar í röð með “flottir skór - viltu ríða”. Það er þó líklega meira fyrir helgarsport en heimasætu. Ekki má gleyma muninum á eigulegum og ríðulegum kvenmanni.
..ok ég viðurkenni að þetta er fáránleg löng athugasemd og ég er klikkaður að skrifa svona mikið. Svo er líka málið að taka bjór við tækifæri.
kv bió
Hey hey hey!!!
Nú verð ég eiginlega að mótmæla. Í hvert einasta skipti sem við förum með þér á djammið bloggarðu um hvað við séum ómögulegir djammfélagar. Maður fer bara að taka þessu persónulega
En rétt skal vera rétt, við fórum heim klukkan að verða 5 en ekki 3, - fannst við alveg ógeðslega dugleg.
En varðandi stúlkuveiðar þá lítur allt út fyrir að fólksflutningar séu eina lausnin á vanda þínum, hmmm… frekar flókið mál. En þangað til þú snýrð þér að þeim viðskiptum verður þú bara að kúra á milli og sætta þig við að hanga með þessum hræðilega giftu og ráðsettu vinum þínum sem fara alltaf svo agalega snemma heim
Sorrí, Jóna. Ætlaði nú ekkert að vera að kvarta. Ég man nú ekki eftir að hafa bloggað um þetta áður. Maður má nú aðeins skjóta.
Tímaskynið mitt er reyndar ekki alltaf með besta móti á djamminu. Þið voruð ýkt dugleg síðasta laugardag. Meira svona!!
Og Björgvin, ég held að þetta sé besta komment ever á þessari síðu. Stelpan í UJ er í sambúð. Þannig að ég held að ég sleppi þeim kosti. Plús að ég veit ekki hvort ég væri tilbúinn í að sitja einhverja langa fyrirlestra um glæpi, bara uppá sjensinn að hitta sætar stelpur.
Og ég held að þetta með að hitta stelpur útí matvörubúð virki bara í bíómyndum. Ég sé mjög sjaldan sætar stelpur að versla í Melabúðinni.
jæja já.. er maðurinn orðinn eitthvað örvæntingarfullur!! bara svona spurning…
p.s. dad eru ekki ALLAR sætar stelpur á íslandi á föstu… annars fer ég að taka þessu persónulega..
úff.. ætlaði nú ekkert að vera að kommenta hérna í hvert skipti… en það mætti halda að ég hafi skrifað þetta sjálf.. nema það að ég er örfáum árum yngri en þú ætla að fá að linka í þetta.. láttu mig vita ef ég á að taka það út
Þetta er einn af þessum pistlum sem fá hausinn á manni til að spila tónlist á meðan maður les.
Þetta sem þú segir um Ísland er náttúrulega algjörlega rétt. Það er ekki fyndið að 22 ára á fólk ekki aðeins að vera í föstu sambandi heldur er komin pressa á barneignir! Barneignir! Eins og það sé það sem heimur þarfnast, hnuss! 25 ára… þá er nú sko bara eitthvað að!
Þetta sem Verzlóskvísurnar sögðu (sem örugglega eru ALLAR í föstu sambandi) var reyndar alveg rétt. Þetta er léleg afsökun hjá þér, því þú greinilega höndlar ekki “eldri konur”. Verandi sjálfur 26 ára gamall ættirðu ekki að hræðast hitt kynið upp að þrítugu í það minnsta. Markaðurinn 25-30 er eins og internetbólan við hliðina á bjarnamarkaðnum 20-25.
Þarna ertu einmitt skrambi heppinn. Þú varst í sambandi hið myrkra æviskeið 20-25 og þarft ekki að upplifa þær miðaldir sem fólk fer í gegnum sem annaðhvort kemur úr sambandi á því skeiði eða er ekki í sambandi eftir framhaldsskólann.
M.ö.o. hættu að væla. Hlustaðu á Björgvin og gerðu eins og hann segir. Það einkennilega er nefnilega að þessi slepjulegu ráð hans gætu virkað - fyrir þig. Hvers vegna? Þú ert helvítis sjarmur, fjandinn hafi það.
Ég hef tvisvar sinnum farið með sitthvorri vinkonu minni á Serranos þegar þú varst að afgreiða og þær höfðu báðar orð á því hvað afgreiðslumaðurinn væri mikill sjarmur. Og þeir komast upp með ansi slepjuleg trix. Tala nú ekki um if you’ll hip the jackpot og lendir á single stelpu á hinu myrkraða æviskeiði (it could happen), því fjöldi lesbía er ekki ástæðan fyrir því hvað fáar single stelpur eru á þessum aldri, heldur það að flestir strákar virðast vera “fráteknir” á þessum aldri líka. Þær gætu því allt eins verið jafn desperate og þú
Hættu því þessu væli og breikkaðu sjóndeildarhringinn. Konur eru á primetime skeiði sínu 27-28 ára (síðan þú varst 18 fór að halla undan fæti, sorry), þótt þú fílir Rússa er algjör óþarfi að vera í einhverjum Nabokovskum pakka
…þ.e.a.s. ef þú virkilega heldur að þú þurfir nauðsynlega að breyta hjúskaparstöðu þinni.
Persónulega komst ég að því fyrir ekki svo löngu að mér þykir einfaldlega alltof vænt um mig, elsku mig, til að geta sætt mig við það á allra næstu árum að þurfa að komprómæsa við einhvern annan aðila og hugsanlega gefa upp á bátinn allt það sem mig langar að gera fyrir þrítugt!
Ertu virkilega búinn að sjá og upplifa allt þarna úti sem þig langar til?
Ég held að málið sé að taka “útlensku” leiðina á þetta, “finna einhverja stelpu þegar þú ert um þrítugt og gifta þig 35 ára”.
Þinn (single) velunnari, The Lone Ranger
Úff ég verð að viðurkenna að ég las ekki öll kommenntin… En ég er mjög sammála þér. Farin að svara spurningunni um af hverju maður sé ekki í sambandi með orðunum: “Af því að ég er geðveik og með SVONA STÓR kýli á brjóstunum…” Að öllu gamni slepptu, þá er þetta stórgóður pistill hjá þér.
Og nú halda örugglega allir að ég sé að reyna við þig…
Gott innlegg í umræðuna Einar! Mér og mörgum í kringum mig finnst þetta einmitt skrítið. 20-25 ára aldurinn er að sumu að haga sér eins og 30-35 ára hópurinn gerir víða erlendis í Evrópu og Bandaríkjunum. Svo má náttúrulega færa öfgana inn í þetta og segja að ,,út á landi” (ég er þaðan ekki eitt ljótt orð frá neinum þetta er eins og með orðið n*gger, við megum segja svona en aðrir ekki
) þá er þetta ennþá neðar. 17 ára á föstu, var ekki tilviljun.
Ég veit það ekki, kannski er þetta veðráttan (kuldi og myrkur) eða þá einhverr arfur frá fyrri tíð. Mér finnst það bara sorglegt fyrir alla sem eiga í hlut þegar ungar konur (17-25 ára) sem vinna t.d. í frystihúsi sjá ekkert annað í stöðunni að ,,sleppa” frá þessum aðstæðum sínum annað en að ná sér í karl og verða óléttar.
Þannig að það sem Einar Örn sér á ,,djamminu” á sér kannski dýpri þjóðfélagslegar orsakir en virðist við fyrstu sýn. Þetta tengist kannski háu skilnaðarhlutfalli á Íslandi, hve algengt það er að mæður séu einstæðar og síðast en ekki síst þeim mikla fjölda fólks á Íslandi sem kann ekki einu sinni að búa með sjálfum sér því það var of upptekið við að komprómisera gagnvart einhverjum öðrum aðila.
Svona er Ísland í dag.
Margt gott í þessum pistli. Í þá gömlu góðu daga þegar ég var singull (er raunar frekar stutt síðan) fannst mér þessu einmitt vera öfugt farið. Allir sætir strákar voru á föstu. Heimurinn litast alltaf af gleraugunum sem maður setur upp!
Svo það er örugglega fullt af sætum singúl stelpum þarna úti sem eiga enga aðra ósk en að hitta þig
En það er nú alveg fatalt að óska eftir “ýkt” sætri stelpu á “Ég er” síðunni þinni. Þú veist væntalega að fæstar stelpur hafa raunhæft sjálfsmat
Án þess að hljóma of böggandi verð ég að koma einu öðru á framfæri. Af ummælum sumra hér að framan mætti halda að lífið hætti að vera skemmtilegt þegar maður eignast kærustu og þá sé bara ekki hægt að ferðast til fjarlægra landa. Ég og kærastinn minn ferðuðumst t.d. saman til Rússlands og það var mjög skemmtilegt!!
Það er ekkert samasemmerki milli þess að eignast kærasta/kærustu og fá sér íbúð og eignast börn. Og af virðingu við þá sem hafa gert það, þá þarf það að eignast íbúð og börn heldur ekkert að vera dauðadómur!!
Ég verð aðeins að bæta við, ég er nefnilega alveg sammála henni Siggu Sif bæði með gleraugun (þegar maður er á bláum bíl eru allir bílar sem maður mætir bláir o.s.frv.) og líka að þetta sé ,,dauðadómur”.
Það eru hins vegar ekki allir sem gefa sér tíma í samböndum til að njóta lífsins tvö saman, pressan frá umhverfinu og/eða hinum aðilanum til að breyta íbúafjölda heimsins er talsverður og gerist mjög fljótt eftir að sambönd komast á alvarlegt stig. Fæstir til dæmis gefa sér tíma til að ferðast saman tvö og njóta lífsins aðeins áður en það er farið í ,,allan pakkann”. Maður þarf jú ekki bara að gera réttu hlutina rétt heldur líka af réttum ástæðum
Ég tók hérna út eitt komment, þar sem það var nafnlaust. By the way, ef þið hafið eitthvað á móti mér, sendið mér email eða talið við mig. Ekki skilja eftir nafnlaust diss hérna. Það er heigulsskapur af verstu gerð! Sérstaklega ef það er einhver, sem ég hef þekkt.
Annars, góður punktur Sigga, ég efast um að “ýkt sæt stelpa” finnist hún vera “ýkt sæt stelpa”
Og auðvitað þurfa pör ekki bara að setjast niður og eignast börn. Ég er ekki búinn að gera allt, sem ég hef gert og mig langar ekki í samband til að fara strax að eignast börn. Nei, maður á eftir að gera alltof margt. Og auðvitað getur maður get flestalla hluti þó maður sé í sambandi.
hey einar ég hélt ég væri kærastan þín! einar minn 2 ár: þá verð ég komin með master ég hef aldrei tekið lán (jú ok vara spá í að taka námslán eftir jól samt, er búnað sækja um þau en þúst.. 1,5 ár í námslán er ekki neitt mar ) verð búin að læra að þvo og elda
Já, en Katrín. Þú vildir byrja með mér, en fluttir svo bara til Danmerkur. Hvað átti ég að gera?
Ég veit ekki hvort ég get beðið tvö heil ár eftir þér.
Reyndar kann ég alveg að þvo og elda, ég er búinn að búa einn nógu lengi.
Alveg eins og talað úr mínu hjarta - nema hvað mér finnst allir karlmenn vera harðgiftir! Ég er reyndar 29, svo ég er væntanlega skelfilega over the hill í þínum augum (breytir það einhverju ef maður lítur út fyrir að vera 23-25 ára? )
Ég hefði engar sérstakar áhyggjur af þessum single status ef það væru ekki einmitt ALLAR vinkonur mínar í langtímasamböndum (og flestar giftar með krakka), og færu út að skemmta sér að meðaltali tvisvar á ári.
Annars versla ég oft í Melabúðinni og er sammála - það hefur aldrei verið reynt að pikka mig upp þar (það gæti reyndar verið af því að meðalaldur viðskiptavina þar er stjarnfræðilega hár).
En góðar pælingar hjá þér
já en minn kæri einar.. ég kem nottla heim í viku í nóvember og svo kem ég heim 17. desember og skólinn byrjar ekki aftur fyrr en í febrúar þannig ef ástin sem brennur í hjörtum okkar er nógu heit getum við látið þetta ganga.. með eldheitum msn samræðum og e-mail sendingum auðvitða.. zzzzzzzzz
Sammála mörgu sem hefur komið fram, sérstaklega Siggu og Dísu um alla harðgiftu gaurana Óþolandi hvað samfélagið þrýstir á mann, æskuvinkonur mínar eiga ALLAR maka og jafnvel börn og maður er eins og eitthvað frík í partýum með þeim…
Þó ég sé 26 ára þá er ég yfirleitt himinlifandi og hæstánægð með að vera enn ólofuð… setti hins vegar auglýsingu á bloggið mitt í gær þ.s. ég auglýsti eftir karlmanni, datt í hug í framhaldi af þessari færslu að þú gætir verið heppilegur… hehe… Gefur veitingahúsabransinn ekki annars vel af sér… híhíhíhí…
Jamm, Dísa svo sammála þér með Melabúðina. Ég þyrfti að fara að versla í búð með meira af yngra fólki. Varðandi aldurinn, þá er málið að ég lít út fyrir að vera 20 ára, eða svo segir fólk. Ætli það sé ekki stór ástæða fyrir því að maður horfir nær einungis á yngri stelpur?
Og Katrín, ég veit ekki alveg um þetta long-distance. Hef prófað það tvisvar og það er ekki ýkja gaman. Trúðu mér, það hefur í raun afar fáa kosti. Maður fer alltaf að sofa einn.
Ég veit nú ekki hvort veitingahúsabransinn sé að gefa alltof mikinn pening. En ég meina hey maður alltaf fær ókeypis mat. Sparar allavegana þau útgjöld.
Annars vantar alveg að Óli kommenti á þetta allt saman. Ég held að hann hafi kommentað á flestallar færslur, sem fjalla um stelpur á þessari síðu.
jæja við getum þá bara verið saman þegar ég er heima og pásað þar á milli og hitt annað fólk það er allt sem gott samband hefur að bera uuuuuu hehe
Sko…
bíó sá ágæti maður er á föstu. Það skil ég ekki.
Go Einar
Ég ætla líka að fá að koma með langt komment
I. Varðandi ráð nr. 2 frá BIÓ skal það tekið fram að Háskólinn í Reykjavík er ekki pleis til að hitta single stelpur. Nóg er af kvæntum og trúlofuðum á aldrinum 21-25.
II. B.t.w. hefur matvörubúðin virkilega einhvern tímann virkað fyrir einhvern??
III. Varðandi þessar pælingar þínar með Ísland vs. útlönd finnst mér það alltaf jafn mögnuð “hagtala” að nánast hvergi utan þróunarlandanna er framleiðsla kvenna á börnum jafn mikil og á Íslandi. Ekki nema von, barnleysi um miðjan þrítugsaldurinn þykir merki um ófrjósemi á þessu klikkaða landi!
IV. Ég er sammála að þú þurfir að víkka “target-aldurinn”, hækka hann upp í ca. þrítugt. Reyndar virðast öll ný sambönd sem ég frétti af þessa dagana eiga það sameiginlegt að “hún” er 2-3 árum eldri so go with the flow
V. Ég er með hugmynd!!
Íslenskur batchelor. Ég gæti reyndar skrifað tugi blaðsíðna um hvað ég fyrirlít þá þætti en hey! það virðist virka fyrir þessa amerísku dúdda (ef menn sætta sig við undirgefnar, barmstórar stúlkur) og þetta væri allt í nefni góðrar skemmtunar og ókeypis sjónvarps
Allir sem styðja þessa hugmynd rétti upp hönd!
ég fatta ekki alveg kommentið hans Gumma…
“Sko…
bíó sá ágæti maður er á föstu. Það skil ég ekki.
Go Einar
“
Skilurðu ekki að ég nenni að gefa einhver glensráð hérna af því ég er á föstu eða skilurðu ekki að einhver vilji vera með mér?
…ég er ofsa fínn sko
Vil nú bara benda á það svona fyrst þið eruð m.a. að tala um barneignir á ,,unga” aldri eins og það sé næstum því félagslegt ,,vandamál”, að frjósemi kvenna, ólíkt því sem gerist hjá karlmönnum, er mest á milli 18 og 25, og líkaminn er þá í toppstandi til að ganga með barn, en eftir 25 fer að halla undan fæti og erfiðara verður með hverju árinu að geta barn. Það var mjög áhugaverður 60 minutes þáttur sem fjallaði um þetta mál, en þar kom fram að þetta er orðið vandamál í Bandaríkjunum þar sem að ungar konur fresta barneignum fram eftir aldri, þar sem þær halda að hægt sé að eignast börn auðveldlega fram undir fertugt eða fimmtugt, en það er víst alrangt. Eftir 35 ára aldur fer róðurinn að þyngjast verulega fyrir flestar konur og mjög oft eru fertugar konur algerlega komnar úr barneign, og tæknin getur ekki hjálpað nema mjög litlum hluta þessara kvenna.
Þú veist að það er verið að gera íslenskan bachelor þátt. Málið er bara að Batchelorinn er kani en stelpurnar íslenskar, einsog ég hef fjallað um áður. Við íslenskir karlmenn erum nefnilega ekki nógu góður fyrir íslenskar stelpur.
Já, og Björgvin, ég verð að játa að ég skyldi heldur ekki alveg kommentið frá Gumma Jóh. Kannski er hann bara hissa að þú skulir vera svona hugmyndafrjór þrátt fyrir að hafa verið lengi í sambandi.
“Lone Ranger”, þekki ég þig?
Og var þetta í alvöru Helena, sem var að kommenta hérna eða einhver misfyndinn vinur minn eða lesandi?
Ummæli #29 koma mér dálítið á óvart. Maður heyrir lítið af þessu nema það að ,,teenage pregnancy” sé vaxandi vandamál bæði hér heima og erlendis, til dæmis í Englandi. Hlutfall barna sem alast upp hjá einstæðum foreldrum á Íslandi hlýtur að vera vísbending um að eitthvað séum við að gera rangt. Nema það sé orðið hið nýja félagslega norm að vera einstætt foreldri og það hefur gleymst að láta mig vita, kæmi mér svo sem ekkert á óvart
Þetta er bara ekki satt….mér finnst einmitt allir á lausu og ég er nú einu sinni í Háskólanum í Reykjavík..sá einhverja umræðu um þetta hérna.. er ekki bara spurning um að taka bjórgleraugun niður og fara að líta í kringum sig…
Er sammála því að fólk er alltof snemmt að binda sig… Hvað liggur á þegar þú ert rétt komin yfir tvítugt????
ég er sammála henni ingibjörgu, ég er t.d 25 ára og singúl… og mér finnst ég nú langt frá því að vera á síðasta snúníngi, það er verra með að maður á það til að vera einmanna…. held að það sé málið frekar
Vil kannski taka það fram svona eftir á, að með ummælum #29 var ég engan vegin að mæla því bót að fólk væri að hlaða niður börnum í kringum tvítugt og færi að hegða sér eins og miðaldra hjón. Ég var einfaldlega að benda á staðreynd sem lítið er rætt um, sérstaklega þar sem hér var verið að taka t.d. Bandaríkin sem dæmi um land þar sem fólk lifir lífinu mun lengur en hérna á klakanum og lætur börn og maka og þann ,,pakka” bíða mun lengur en við. Ég er ekkert hissa á því að karlmaður hafi ekki heyrt talað um þetta, þar sem að þið getið nokkurn vegin átt börn fram í háa elli og þurfið ekki að hafa áhyggjur af svona hlutum. En þessar ,,líffræðilegu” staðreyndir sem ég minntist á eru kannski á einhvern hátt dæmi um að náttúran og sú samfélagsgerð sem við búum við í dag haldist kannski ekki fyllilega í hendur.
Þetta eru ótrúlega skemmtilegar umræður hjá ykkur sem ég datt einhvern veginn inná alveg fyrir tilviljun. Ég skil alveg hvað þú átt við Einar, þegar ég bjó í USA voru ansi margir vinir mínir single og samt ekkert ósvipað fólk og ég þekki hér en hérna er maður alveg einn á þessum báti - vinir manns allir annað hvort giftir eða harðgiftir - og eiga líka einhvern veginn bara gifta vini þannig að ekki kynnist maður sætum strákum í gegnum þá !!! Alveg vonlaust! En þó maður sé orðinn þreyttur á að sofa einn ætti maður ekki að gera neinar málamiðlanir….en ég meina hvar kynnist maður single karlmönnum sem eru ekki aumingjar….ekki á djamminu “that´s for sure” og það hefur heldur enginn reynt við mig í Bónus og það er aldrei að vita nema það myndi virka - bara að prufa - en á móti kemur að ég hef heldur aldrei reynt við neinn í Bónus þannig að ég hef svo sem ekki efni á því að kvarta!! En verð að segja að þetta er með skemmtilegri bloggsíðum sem ég hef séð kv. Inga Lilja
Er ekki bara málið að stofna single klúbb
sko það eru ekki nærri allar stelpur/konur á ‘Islandi á föstu . þega ég var til dæmis á lausu (hef verið á lausu sl. 2 ár) og þá hef ég þurft að leita geðveikt lengi að fínum strák sem er að leita að einhverju öðru en bara að ríða því að það er virkilega sjaldgæft að strákar vilja eitthvað meira en bara að ríða… og ég held meira að segja að ég hafi fundið hann…
Til hamingju með það, Hildur! En þú ert væntanlega ekki lengur á lausu, þannig að það styður kenninguna mína. Ég hélt því ekki fram að allar sætar stelpur á Íslandi hefðu aldrei verið á lausu síðan landnám hófst, heldur bara að akkúrat núna klukkan 1.41, 20. október 2003, þá eru þær allar á föstu.
Og hananú!
Og Inga Lilja, takk fyrir síðuhrósið. Ég er reyndar á því að það sé fræðilegur möguleiki að hitta almennilega stelpu eða strák á djamminu. En það er samanbland af heppni og einhverju öðru ef manni tekst það. Mér hefur tekist það einu sinni allavegana.
Ummælum hefur verið lokað fyrir þessa færslu
Humm hummm já.
Maður þekkir nú nokkrar prýðiskonur á þessu aldursskeiði sem eru á lausu. Spurningin er: ert þú prýðismaður