Ok, ég fór sem sagt í smá ferðalag í síðustu viku. Var fyrst í nokkra daga á vörusýningu í Köln. Þar gerðist nú ekki margt spennandi. Skoðaði jú dómkirkjuna í borginni, sem er eina byggingin sem stóð eftir árásir bandamanna í Seinni Heimsstyrjöldinni.
Svo fór ég yfir til London, sem er bara fín borg. Það er náttúrulega erfitt að skrifa eitthvað spennandi um borg, sem allir hafa komið til. En ég gerði allt hefðbundna túristadótið: Fór í Westminster Abbey, Tower of London, að Trafalgar torgi, Piccadilly Circus, Camden og svo framvegis.
Ég gist hjá stystur minni, sem býr í Newington Green. Við fórum bara einu sinni á djammið, á laugardagskvöldinu. Vegna mismunandi kynhneigðar okkar; hún er sam-, ég er gagn- þá fórum við á gay klúbb: Heaven (sem er að eigin sögn frægasti gay klúbbur í heimi). Þar lofaði systir mín mér að væri “mixed” kvöld, það er bæði gagn- og samkynhneigðir væru á staðnum.
Eitthvað hefur þetta “mixed” concept farið á milli hluta því á staðnum voru svona 90% hommar, 5% lesbíur og 5% gagnkynhneigðar stelpur. Þannig að líkurnar á að finna sæta straight stelpu á lausu á þessum klúbb voru álíka góðar og að finna sæta straight stelpu á lausu á Hverfisbarnum 🙂
Allavegana, þá hef ég aldrei fengið jafnmikla athygli frá karlmönnum og þetta kvöld. Það er ágætis mælikvarði á djamm að ef að maður fær meiri athygli frá strákum en stelpum, þá sé það ekkert alltof gott kvöld. En svona var þetta allavegana. Við skemmtum okkur þó mjög vel. 🙂
Á fimmtudaginn kíkti ég á David Blaine, sem hékk þá í búri við Tower Bridge hjá Thames ánni. Þar hafði hann verið í 44 daga án matar.
Að mínu mati ætti þessi Blaine að láta skoða á sér hausinn vandlega. Hann fékk jú peninga fyrir þetta en hann var milljarðamæringur fyrir, svo ég sé ekki alveg tilganginn.
Einnig voru Bretar ekkert alltof skemmtilegir við Blaine, því fólk kepptist við að kasta eggjum og slá golfboltum í búrið. Einhver flaug meira að segja módelþyrlu að búrinu með mat til að freista hans. Einnig hélt fólk grillveislur fyrir neðan búrið og einhverjir voru með trommuslátt á nóttinni til að hann gæti ekki sofið. Sennilega var þetta ekkert alltof skemmtilegur tími hjá Blaine.
Allavegana, þetta var svo sem ekki merkileg sjón. Blaine lá allan tímann þegar ég var þarna og veifaði nokkrum sinnum til hópsins. Hann virtist nú frekar máttlaus greyið.
Annars verð ég nú að segja að stelpurnar í London voru alls ekki jafn slæmar og ég hafði gert mér hugmyndir um. Vissulega voru þær ekkert einsog í Moskvu (reyndar afar langt frá því) en samt þá var samt alveg fullt af sætum stelpum þarna. 🙂
Ég get lofað þér því að þessar sætu stelpur hafa ekki verið breskar!
Ég hataði London þegar ég var þarna síðasta, fyrir ári síðan og enn meira fyrir 3 árum og fannst þetta skítug borg með ljótum konum.
Köln er litlaus, hefðir átt að finna þér vörusýningu í Hamborg frekar. 😉