Á morgun mun ég halda fyrirlestur í Háskólanum (HÍ). Mun hann fjalla um stofnun eigin fyrirtækja. Þar ætla ég að miðla smá af minni reynslu varðandi stofnun og rekstur Serrano.
Ég svo sem ekki von á mörgum áhorfendum, þar sem 30 hræður mættu á fyrirlestur forsætisráðherra Namibíu.
Ég vona þó að einhverjir mæti. Ég ætla allavegana að reyna að hafa þetta áhugavert 🙂
Ég ætla aðeins að fjalla um stofnun Serrano og svo þau vandamál, sem við höfum rekist á. Hvet alla til að mæta. Fyrirlesturinn verður í Lögbergi í stofu L-103 á morgun, fimmtudag frá 12:15-12:45.
Hurðu Einar,
er einhver séns að þú getir komið þessari reynslu á blað (skjal/síðu) fyrir okkur heimskingjana.
Ég var sjálfur á kafi í vinnu þegar þessi fyrirlestur var, annars hefði ég komið.
Þetta væri afar áhugaverður lestur…
Bestu kveðjur,
Svavar
Jamm, kannski að ég geri það við tækifæri.