Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod

Fyrirlesturinn í hádeginu gekk sæmilega. Ég talaði blaðlaust, sem gekk fínt, þangað til að ég gleymdi gjörsamlega hvað ég ætlaði að segja og var einhverjar 10 sekúndur að muna hvað ég ætti að segja.

Allavegana, þá mættu einhverjir 15 manns á fyrirlesturinn, sem er ásættanlegt miðað við áhugann á fyrirlestri Namibíu forseta.


Ég fékk vægt sjokk þegar ég fór í IKEA eftir vinnu og sá að þeir eru hættir að selja fallega stellið mitt. Ég keypti 12 bolla, diska og slíkt á einhvern 2000 kall fyrir tæpu ári. Svo bara án þess að láta mann vita, þá hætta þeir að framleiða þetta. Ætli ég verði að byrja að safna nýju IKEA stelli? Emil var að kvarta yfir því hversu mikil læti væri í diskunum þegar hann drægi gaffal eftir þeim, svo núna er ég farinn að hlusta eftir skrítnum hljóðum á morgnana þegar ég borða Weetabix-ið mitt. Kannski ætti ég að prófa að hlusta á útvarp á morgnana?


Vissir þú að samkvæmt ríkisstjórninni þá er almenn sátt um íslenska landbúnaðarkerfið meðal íslensku þjóðarinnar? Ætli þeir trúi sjálfir þessari vitleysu? Hvar er Alþýðuflokkurinn þegar þjóðin þarf á honum að halda?


The Onion: Mom finds out about Blog (via Kottke). Sniðugt.


Já, og svo vil ég fá Rivaldo til Liverpool og A-Rod til Cubs. Þá verður Einar Örn glaður! Mjög glaður! Reyndar alveg í skýjunum!

5 thoughts on “Fyrirlestur, Rollur, IKEA, Rivaldo og A-Rod”

  1. Eru þeir með einhverjar rannsóknir eða skoðannakannanir sem þeir geta vísað í eða er þetta bara með öllu órökstutt?

    Annars, held ég að það sé fremur erfitt að fylgja einhverjum popúlisma í svona málefnum, t.d. hvað vita Reykvíkingar t.a.m. um vanda garðyrkjubænda? laxeldisbænda? svínabænda? sauðfjárbænda? osfrv?

    Ég held að tími þessa fyrirgreiðslukerfis hljóti að fara að taka enda?

    Það var gaman að hlusta á Ágúst Ó hjá Arnþrúði Karls á Sögu fyrir Landsþingið þar sem hann var að tala um landbúnaðarkerfið og hversu óásættanlegt það er. Það er ausað hundruðum milljóna ef ekki miljörðum inn í landbúnaðinn á hverju ári. Samt er verð á landbúnaðarvörum hérlendis í ruglinu og bændur eru einir mestu öreigar hérlendis, eiga varla til hnífs og skeiðar.

    Ágúst var með tillögur um að það ætti frekar að nota þennan pening til að bjóðast til að kaupa upp býli og rekstur, sameina, gera hagkvæmari rekstrareiningar osfrv. Auka samkeppnisstöðu greinarinnar og fella niður verndartolla.

    Mjög sniðug tillaga?

    Ætli Framsókn skrifi ekki blaðagreinar fljótlega um hvað þetta sé nú sniðugt hjá Samfylkingunni og að Samfó sé nú í raun að viðurkenna að stefna Framsóknar sé nú alveg æði og þeir séu eiginlega að fylgja henni?

    Hvað er ég að bulla um núna?

    Jú, ég las grein eftir Jónínu Bratmarz í Mogganum á Mán (minnir mig). Það sauð á mér þegar ég las þar sem hún var að gagnrýna Samfó fyrir að hafa stolið hugmyndum Framsóknar í heilbrigðismálum og presenterað sem sínar.

    Algjör steypa!

    Hvaða svívirða!

    Það er hafsjór á milli þess sem Samfó er að segja og Framsókn hefur gert. Þvert í móti hefur kostnaður aukist í heilbrigðiskerfinu á meðan þeir hafa farið með þetta ráðuneyti (síðan 1995), það ríkir fákeppni á lyfjamarkaði og í öðrum geirum þar sem Ríkið er særsti/eini kaupandinn og ekkert hefur verið gert til að stemma stigum við öllum þessum subbuskap í fjarmálum heilbrigðisstofnanna. Eins og fram kom í fréttum í kvöld fóru allar nema 3 (að mig minnir) stofnanir í heilbrigðisgeiranum langt langt fram úr fjárlögum á síðasta ári, rúmlega 80 stofnanir!

    Hvaða rétt hefur formaður heilbriðisnefndar Alþingis til að segja svonalagað?

    Svona gera menn/konur ekki!

  2. Sannast að segja þá er ég hættur að pirra mig á þessari vitleysu. Það er frekar að maður dæsi orðið – þungt.

    – – – – –

    Uh… er Emil nokkuð svona quasi-Rainman?

  3. En það er hræðilegt þegar menn einsog þú Ágúst gefast bara upp. Það má ekki láta þessa íhaldsstjórn bara drepa niður málefnin með einhverjum aulahúmor og upphrópunum. :confused:

    Varðandi þessa staðhæfingu (sem ég hef heyrt svona 5 sinnum síðustu tvo daga), þá býst ég við að þeir hafi einhverja skoðanakönnun, þar sem hægt hafi verið að túlka eitt svarið eitthvað á þennan veg.

    Spurning 1: Viltu eyðileggja byggð í landinu?Spurning 2: Viltu drepa alla bændur?Spurning 3: Viltu bara geta keypt sterasprautað bandarískt nautakjöt, eða fersktSpurning 4: Ertu kommúnisti?Ef þú svara nei við öllu, þá ertu ánægður með landbúnaðarkerfið.

    Ef allir væru upplýstir um gríðarlegan kostnað við landbúnaðarkerfið, þá væru ekki margir sáttir. Hvernig geta menn verið sáttir við kerfi, þar sem bændur eru fátækir, vörurnar fáránlega dýrar og ríkið dælir peningum í. Það er ekki í lagi með þetta. Hvernig getur þessi stjórn varið þetta kerfi með kjafti og klóm.

    Vonandi að Ágúst Ó. geti hafið einhverja umræðu þarna. Hann er einn af þessum góðu hægri krötum, sem hugsar (að ég held) frekar um neytendur en hagsmunahópa.

Comments are closed.