Ja hérna, alltaf kem ég sjálfum mér á óvart. Ég varð að horfa á Ísland í Dag og ég var í fyrsta skipti sammála því, sem Sólveig Pétursdóttir var að segja!! Hún var að rökræða við Jónínu Bjartmarz um vændisfrumvarpsvitleysuna.
Reyndar, þá er Jónína framsóknarmaður, sem gerir það að verkum að þetta er ekki eins merkilegur viðburður. Ég held að ef að framsóknarmaður væri settur í rökræður við rimlagardínu, þá yrði ég sammála gardínunni.
Annars var það geðveikt fyndið að það var viðtal við Ólaf forseta á CNN um helgina. Við það viðtal voru sýndar myndir frá Reykjavík, sem voru það gamlar að Samvinnuferðir-Landsýn voru með skilti á Austurvelli. Þannig að allir, sem sjá þetta, halda að allir Íslendingar séu ýkt lummó enda allir í fötum frá 1990 eða eitthvað.
Og já, mynd af mér á Hverfisbarnum (í BBQ bolnum). Ja hérna! Ég var sko ekki að panta þessi staup. Held að það hafi verið stelpan, sem er að drepast þarna við hliðiná mér (þekki hana sko ekki).
Jamm og netkærastan fór bara á Serrano, þrátt fyrir yfirlýsingar um að hún fílaði ekki mexíkóskan mat. Hún segir að kjúklingaburrito númer 1 sé snilld! Ég er sammála, enda borða ég það alltaf 🙂
By the way, hvenær var þetta orð “mansal” fundið upp? Ég held að ég hafi aldrei heyrt það fyrstu 25 ár ævi minnar en svo 15 sinnum á dag síðasta árið.
uppfært: Þessi færsla hjá Jens er fyndin. Gaman að hann hefur meira álit á rökfærslum Jónínu en ég. Og svo er brandarinn um Davíð sniiiiilld.
1990 ER tískan í Bandaríkjunum, þannig Kaninn hefur a.m.k. ekki fattað neitt :tongue:
Hérna …uhh …ummm er þetta ekki þetta helv**** tequila sem þú pantaðir???
…ég er ennþá þunnur eftir þetta djamm og vill kenna tequilainu um! (takk samt fyrir …fallega hugsað?)
Það er svo sem ekkert að marka þar sem ég er alveg tíu árum eldri en (á meðan ég er með skeggið sjáðu til!)
Ég held að þetta sé í fyrsta skiptið sem ég kemst inn á svona myndasíðu …er það gott? Ég er að horfa beint í véina …en ég man ekkert eftir neinni myndavél né myndavélamanni? …kenni tequilAinu um!
þú verður að fara að laga MT hjá þér …þetta er algjört helv**** að kommenta hjá þér …samt ekki eins mikið helv**** og helv**** tekílað! (takk samt …aftur)
Ég ætlaði bara að bæta við að ég er búinn að hugsa aðeins minn gang og nú sé ég bara eitt í stöðunni, ég þarf að komast í mynd vikunnar …dugar ekkert minna.
Erum við ekki annars sæt?
Ehm… ég drekk ekki tequila. 🙂
En annars, þá var ég bara ekki baun þunnur í gær (ætli það sé ekki tequilanu að þakka, ég var allavegana aldrei þunnur í Mexíkó). Jamm og jæja og jibbíí. Emil var líka að deyja, þannig að þið eruð greinilega þynnkubræður.
Og til hamingju með að komast inná myndasíðuna. Ég held að við höfum reyndar einhvern tímann slysast saman inná Vegamótasíðuna.
Og já, ég þarf að laga þetta kommentadæmi, þetta er alveg fáránlegt
Þessi er líka voða sætur! Justin er líka voða sætur. Jens og Dísa eru samt flottust!
Munið X Jens …sem mynd vikunnar
…bara að minna á framboð mitt!
Ok, held að ég sé búinn að laga þetta kommentadót núna.
Og já, þú og Dísa eruð æði 🙂 Hvernig kýs ég?
Ég hef ekki hugmynd …mér bara svona datt það í haus!!! :biggrin2:
þú ert sætur og það er best að okkur finnist sami maturinn góður ekki satt;)
Æ takk :blush: Er það ekki undirstaða góðs hjónabands að fólk hafi sama matarsmekk. 🙂
Orðið mansal er samsett úr tveimur orðum: man, sem þýðir kona og orðinu sala. Þetta þýðir s.s. verslun með konur.
Því miður ert þú ekki sá eini sem velkist í vafa um merkingu orðsins því fréttamenn nota þetta jöfnum höndum um sölu á fólki af báðum kynjum.
Kveðja, GG