Eftir að ég sá endurhönnunina á Kottke, þá tók ég til að safna saman þeim færslum, sem ég hef kommentað á á öðrum síðum.
Ætla ég að taka upp þann sið að safna mínum kommentum saman og birta vísanir í þau á þessari síðu. Ég hef því komið upp síðunni “Kommentað annars staðar” (frumlegt nafn, ekki satt?). Á endanum stefni ég að því að setja þetta efni allt saman með raunverulegum dagbókarfærslum, en ég er bara ekki með það á hreinu hvernig það skal gert ennþá.
Ef að ummælin geta staðið án samhengis, þá vitna ég í þau á síðunni, en annars vísa ég bara í viðkomandi færslu.