Ég held svei mér þá að það sé ekkert leiðinlegra en að mála ofna. Jedúddamía, hvílík hörmung.
Síðustu daga hef ég verið að klára að mála svefnherbergið mitt, sem er síðasti ómálaði hluti íbúðarinnar minnar. Reyndar var herbergið málað fyrir, en ég var ekki ánægður með litinn. Vegna þessarar vinnu svaf ég frammi á stofugólfi í nótt, sem var skringilega þægilegt.
Annars, þá er það eitthvað við málningu eða málningarvinnu, sem dregur úr mér allan lífskraft. Kannski ætti ég að opna fleiri glugga. Allavegana, get ekki hugsað eða skrifað um neitt nema málningu!! Þetta er hræðilegt! Ég veit að þetta er leiðinlegt umræðuefni, en ég er bara orðinn andlega og líkamlega tómur. Vonandi klára ég þetta á morgun, svo ég geti hafið nýtt líf án málningar.
Annars, þá var ég snjall og setti sjónvarpið við svefnhergishurðina á meðan ég málaði ofnana í herberginu. Þannig gat ég horft á Survivor. Markaðsmenn þess þáttar hljóta að vera í sjálfsmorðshugleiðingum þessa vikuna, því í síðustu viku var skemmtilegasti þáttakandinn kosinn burt og svo var eina gellan kosin burt í kvöld.
Og bæ the way, ef þið fenguð ekki minnisblaðið, þá virðast hattar vera komnir í tísku! (allar myndirnar teknar á einni helgi á Sólon!!). Er ég sá eini, sem er ekki alveg að fíla þetta?
Getur nokkuð verið að þetta séu sömu tveir hattarnir sem hafi gengið þarna manna á milli? :biggrin:
BTW hver er tjáningarlegur munur biggrin (:biggrin:) og biggrin2 (:biggrin2:), ég hef lengi verið að velta þessu fyrir mér …hef ekki enn komist að neinni haldbærri niðurstöðu!
Ég veit ekki með hattana, en ég held reyndar að sama gellan sé tvisvar þarna, í misjöfnu ástandi. 🙂
Reyndar fyndið að þú skulir minnast (eða, ég segi kannski ekki fyndið, en allavegana skrítið) á broskallana, því ég ætlaði að fara að skipta um þá. Er ekki sáttur við fýlukallinn 🙁 og svo er þetta biggrin dæmi náttúrulega alltof flókið.
Ég held að þessi græni :biggrin: sé svo glaður af því að hann er á lyfjum, en hinn er bara glaður af því að lífið er svo skemmtilegt þegar maður er búinn að klára síðustu umferðina á svefnherberginu sínu. :biggrin2: Eða var það öfugt.