Ég veit að maður á ekki að hneykslast á Framsóknarmönnum enda hugsa þeir sennilega mjög mikið öðruvísi en við hin. Eeeeeen, þetta svar hjá Dagnýju Jónsdóttir við gagnrýni eðalkratans Ágústs Ólafs á málefni Háskólans er magnað (feitletrun er mín):
Í gær var afar sérstök grein í Morgunblaðinu um að ég hafi látið af sannfæringu minni gagnvart málefnum háskólanna. Ég ætla nú ekki að fara nánar út í efni greinarinnar, enda dæmdi hún sig sjálf. Það sem mér þótti skrítið var að stjórnarandstöðuþingmaðurinn sem hana ritaði virðist ekki gera sér grein fyrir að á þingi eru tvö lið og eins og staðan er núna er ég í stjórnarliðinu. Í þessu felst enginn hroki, bara staðreynd og maður fylgir sínu liði. Meirihlutinn hefur lagt fram tillögur til fjárlaga og fjáraukalaga og þar eru t.d. aukin útgjöld til menntamála.
Til hvers er þessi stelpa á þingi ef að hún lítur svo á að hún eigi bara að fylgja flokkslínunni? Æ, framsóknarpirr! (via Fréttir.com)
Ég held að svona ummæli séu soldið týpísk fyrir ungliða í flokk sem hefur ,,eiginlega” engar hugsjónir, aðrar en þær að vera í stjórn.
Annars, finnst mér ,,sell átið” vera að nálgast hámarki hjá meirihluta-liðinu um þessar mundir, Sigurður Kári og Pétur Blöndal ganga hvað harðast fram í að hækka skattana okkar (tilv. í bensínskattshækkunina).
Það er þá spurning hvort sé betra að vera með öllu hugsjónalaus og hlaupa milli hliðarlínanna á miðju vallar og passa sig að vera ekki fyrir eða hafa nokkur áhrif á gang leiksins, nú eða ,,þykjast” vera harðir hugsjónarmenn (eða svo ég haldi áfram með fótboltasamlíkinguna: framherji), segjum t.d. harðir frjálshyggjumenn og skora síðan þrennu …af sjálfsmörkum.
Eh! Annars held ég að landsbyggðarþingmenn framsóknarflokksins séu hluti af einhverskonar atvinnuskapandi verkefnum þess flokks á landsbyggðinni. Eða svo ég vitni til kjörorða flokksins: ,,landsbyggðin fyrir landsbyggðina” (tilvitnun mín!)
PS takk fyrir útskýringuna á biggrin-köllunum, leyfi einum að fljóta hér með: :biggrin: hef hann náttúrlega grænan, til heiðurs framsókn og gubbupest.
Já, ég varð fyrir miklum vonbrigðum með Dagnýju í þessu máli. Hingað til hef ég haft trölla trú á henni en ég er svekkt yfir þessu máli, hún virðist hafa greitt atkvæði gegn sannfæringu sinni!!!!!
Ekki ertu það blautur bak við eyrun að þú heldur þetta sé eitthvað nýtt?
Faðir minn heitinn var nógu óheppinn að vera Framsóknarþingmaður öll viðreisnarárin (það er kannske eitthvað lýsandi fyrir heppni fjölskyldunnar… nær einu ári sem Frammarar hafa ekki í stjórn) og mér skildist á honum að þeir í stjórnarandstöðunni hefðu komið eins og einu máli í gegn þessi 12 ár.
Er það annars ekki skárra að landsbyggðarþingmenn vinna þó alla vega fyrir sína umbjóðendur meðan Reykjavíkurþingmenn eru bara fastir í flokksmálunum?
Á meðan við erum í þeim pakka að allir kjósendur standa fyrir vali milli þingmannanna í baráttusætunum vil ég amk. að þeir sem ég fæ ekki ráðið um hvort fara inn eða ekki fylgi þó flokkslínunni sem er líklega meginástæðan fyrir hvað ég kýs.
Sýnir þetta ekki annars að það þarf kerfi sem sameinar jafnan kosningarétt (ólíkt UK) og einmenningskjördæmi þar sem hægt er að kjósa mann sem maður síðan treystir til að taka sjálfstæðar ákvarðanir og dansa ekki alltaf á flokkslínunni.
Björn Friðgeir, nú veit ég ekki hvort þessum orðum var beint til mín eða Einars, ég veit að það er rosalega mikið að gera hjá Einari að ditta að íbúðinni sinni þannig að ég leyfi mér að taka upp hanskann hér.
Þú spyrð:
Ehm, ég spyr á móti: er það ekki vandamálið að landsbyggðarþingmenn séu bara að vinna fyrir sína umbjóðendur?
Við treystum þingmönnum fyrir okkar skattfé og að setja lög og reglur. Ég held að það eigi ekki að vera hlutverk þingmanna á Alþingi Íslendinga að beina kröftum sínum að kjördæmapoti.
Við erum með heilbirgðismál og tryggingamál auk menntamála sem eiga meginþorra skattakökunnar, þetta eru liðir sem við hjótum flest að vera sammála um að þarf virkilega að skoða og stokka upp í
…ekki bara í menntaskólanum á Ísafirði eða fjórðungssjúkrahúsinu á Akureyri.
Það er líka asnalegt ef það er svo sem þú gefur í skyn að við búum við það kerfi að þinmenn höfuðborgarsvæðisins festist í stöfum sem gætu flokkast undir almannaheilli eða samgæði, þ.e.a.s. reskur og mótun á aðurnefndum liðum auk lagasetninga (það sem þú nefndir flokksmál?) Á meðan eru þingmenn landsbyggðarinnar að beina kröftum sínum að því að fá jarðgöng eða áver í fjórðunginn.
Það er spurning hvort sé betra fyrir t.d. Vestfirði að fá álver eða betri skóla og kennslu, þar sem góður hluti nemenda fellur ekki á samræmdum prófum? Skapa metnað til að mennta sig og festast ekki allt of gömlu fyrirgreiðslu-grýlu-kerfi framsóknar.
Ég skil ekki alveg þetta. En ef ég skil þetta eins og ég haldi að ég skilji þetta ertu þá að segja að þú viljir að þeir sem eru í öðrum flokkum en þú og eru í baráttusætum hafi það eitt að leiðarljósi að fylgja flokkslínunni? Slíkt er mjög and-lýðræðislegt og samræmist ekki 48. grein stjórnarskrárinnar:
,,Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.”
Hér er ekkert minnst á að neinar flokkslínur eða tryggð við þær!
Þessu var nú beint að bæði þér og Einari, svona hent inn í umræðuna.
Veistu ég er bara svo svartsýnn að ég held að það sé ekki hægt að vinna þetta án kjördæmapots og þ.h. Minnihlutahópar munu alltaf reyna að ná áhrifum, mér finnst þó skárra að um sé að ræða pot í þágu kjördæmis, en t.a.m. Big Sugar smbr greinar Carl Hiaasen um Flórídapólitík.
Nei, ég á hér við að þeir sem eru á listanum sem ég kýs og eru ofan baráttusætis eru þar ekki vegna þess eingöngu að ég gúttera þeirra sannfæringu, heldur vegna þess að ég er að gúttera stefnuskrá flokks þeirra.
Þetta er einmitt vandamálið sem ég var að reyna að lýsa lausninni á. Ekki að ég sjái hana fyrir. Þegar kallað er eftir einu kjördæmi verður vandamálið fyrst krítískt, þá á ég, né nokkur annar, möguleika á að hafa áhrif á allt að 50 þingmönnum, nema ég (og allir hinir) viljum taka þátt í prófkjörum.
Þ.a.l. myndu þessir þingmenn hafa enn minna umboð til að fylgja eigin sannfæringu eins og þeir einmitt eiga að gera (og ég kannast vel við þessa stjórnarskrár grein), heldur eru þeir þá á þingi af því að einhverjum í reykfylltu bakherbergi, eða í prófkjöri (lokuðu) þóknaðist að stilla þeim í öruggt sæti.
Ég vil nú bara líka taka fram að ég mælti Dagnýju ekki beinlínis bót, benti bara á að hún er bara að segja upphátt það sem allir hafa vitað að alltaf viðgangist, og það sem af ofangreindum ástæðum er kannske ekki alveg vitlaust, en mætti leita leiða út úr.
Svo ég minnist á Bretland, þá hafa sum helstu framfaramál, sér í lagi í mannréttindamálum, náðst fram af því að í atkvæðagreiðslum um þau á þingi voru þingmenn formlega leystir undan flokksaga.
Vona að lokum að íbúðardyttið gangi vel hjá Einari og þakka notkunina á sápukassanum hans.
Datt í hug að vísa á þetta -umræða annarsstaðar um sömu grein, með mis-málefnalegum kommentum. :biggrin:
Það er svo spurning hvort biggrin2 geti kannski heitað biggrin og biggrin (1) Guðni Ágústsson?
…nú eða Dagný Jóns?
P.S. hefur þig aldrei langað að setja preview f. komment -svona eins og er default í mt? Agalega þæginlegt fyrir lesblinda aumingja eins og mig sem sjá ekki stafsetninga- og innsláttavillur fyrr en það er of seint!
Ég var síðan að spá hvort það væri til eitthvað plögginn þar sem þeir sem kommenta geti modifyað kommentin sín, eftirá, líkt og á umræðuborðinu hjá Apple? Kannski er það of flókið í útfærslu?
Ég reyndi þetta Preview dæmi núna áðan en það var alltaf eitthvað vesen. Komu upp einhver villuskilaboð og ég nenni ekki alveg að fara að velta mér uppúr þeim. 🙂
Annars nota ég Preview fídusinn á öðrum síðum. Er bara ekki að virka hjá mér.
Málið er að nær allir ef ekki allir þingmenn gera það sem Dagný viðurkenndi að hafa gert. Ekki að það geri hennar hlið neitt betri, en hún viðurkenndi þó það sem ég man ekki eftir að þingmaður hafi gert áður. En hún hlýtur að læra að vera ekki með þessa leiðindahreinskilni, eflaust búið að taka hana vel í gegn hjá Frömmurum.
Og ég sé enga lausn á þessum síendurteknu eiðrofum þingmanna aðra en að taka upp einmenningskjördæmi, þó það myndi að sjálfsögðu ekki útrýma þessum leiða sið. En það myndi draga úr honum…