Jæja, í tilefni jólanna þá breytti ég útliti síðunnar í þetta yndislega hallærislega jólaútlit.
Ef þetta kemur þér ekki í jólaskap, þá er þér ekki er eitthvað mikið að! 🙂
(ef þið sjáið ekki jólalookið, ýtið þá á Refresh. Það á sem sagt að vera jólasveinamynd í staðinn fyrir strandamyndina eða Vestmannaeyjamyndina)
Þetta er smá jólalegt (þökk sé rauða litnum) en ehmmm…. líka dáldið stelpulegt… eða kannski hommalegt?! :laugh: 😉
Æi, athugasemdin að ofan virkar hálf móðgandi… :confused: átti alls ekki að virka þannig… þetta er voða sætt og jólalegt útlit sem kemur manni í jólaskap :biggrin2:
Ég tók þessu sko ekkert illa 🙂
Þessi bleiki litur er náttúrulega algjört æði!
vaaaaá en geðveikt jóló!:D mar kemst í jólafílinginn af þessu sko
Ekki nóg með að þú ert eini karlmaðurinn sem ég þekki sem er með “kerlingarlegri” sjónvarpssmekk en ég, heldur afhjúparðu núna þetta “jólaföndur” þitt…
Þú ert nú meiri kerlingin! :tongue:
En til hamingju, þetta er alveg óþægilega jólalegt útlit, maður heyrir bara í hreindýrasleðabjöllunum… eða er þetta síðan?
Kveðja,
Skröggur :rolleyes:
já flott útlit 😉 meira að segja þó að Vestm.eyja myndin þurfi að láta í minni pokann á meðan 🙂
Heyrðu nú mig, Ágúst. Ég setti þetta útlit sérstaklega til að koma þér í jólaskap og svo eru þetta þakkirnar, sem ég fæ 🙂