Ja hérna, það dynja á manni áföllin í kvennamálum.
Fyrst tilkynnti Jens mér það fyrir nokkru að Natalie Imbruglia væri að giftast söngvaranum í Silverchair, sem er áströlsk rokkhljómsveit, sem ég hlustaði einu sinni á. Ég varð yfir mig hrifinn af Natalie þegar ég sá Torn myndbandið fyrst. Vá, hvað hún var mikið æði þá (ekki það að hún líti eitthvað verr út í dag). Þetta er allavegana gríðarlegt áfall fyrir mínar framtíðaráætlanir
Svo komst ég að því fyrir nokkrum dögum að Brooke Burke er líka gift og á m.a.s. tvö börn.
Ok, gott og vel. En ég hef þó allavegana Britney, hugsaði ég. Og þá dynur áfallið yfir. Hún giftir sig í Las Vegas einhverjum lúða með stór eyru. Sem betur fer þá er tilkynnt nokkru seinna að hjónabandið hafi verið ógilt.
Þannig að tæknilega séð á ég ennþá sjens.
Svo ekki sé nú talað um að Dorrit er búinn að giftast okkur báðum -og reyndar landsmönnum öllum.
Sá það í fréttunum í nótt að skilnaðurinn væri svo gott sem frágenginn hjá frú Alexander. Back in business baby!
Svo var fyndið að sjá eitthvað um að frú Alexander væri þarna “endanlega búin að ganga frá góðu stelpu ímyndinni”. Uh… ég hélt að hún hefði þurft að fá sjálfa Madonnu til að hjálpa til að losna við hana.
Hvað um það, mér kom það samt á óvart að hún skildi giftast Jason Alexander. Sýnir kannski að uppstökkir, lágvaxnir, sköllóttir karlar eiga líka sína sénsa :laugh:
Ágúst,
veit ekki hvort þú vitir það en hún var ekki að giftast Seinfeld gaurnum…þótt hann beri óneitanlega svipað nafn.
Ooog þetta veit ég því ég er afar mikill áhugamaður um afdrif hennar Britney okkar
Það er reyndar mynd af gaurnum með fréttinni.
Annars hefði það náttúrulega verið miklu miklu fyndnara ef hún hefði verið að giftast “George Costanza”. Það hefði verið mjög súrealískt hjónaband 🙂
Já, þetta var nú meðvitað djók sko. Mér fannst bara svo fyndið að hann skuli heita nákvæmlega sama nafni og “George”.
Ég allavega get ekki losnað við þá mynd í huganum, af Britney og “George” (væri reyndar efni í enn einn “feitur heimskur karl sem er giftur beibi” þáttinn á Skjá einum) þegar ég heyri eða sé fréttir af þessu brúðkaupi.
B.t.w. Zsa Zsa Gabor á ennþá selebrití-metið fyrir styttsta hjónabandið, eitt af hennar entist í EINN dag.