Sjaldan hef ég bundið jafnlitlar sigurvonir við Liverpool leik og ég geri fyrir leikinn við Chelsea á Stamford Bridge í kvöld. Ekki nóg með að Liverpool hafi leikið hræðilega undanfarið og að 6 leikmenn úr besta byrjunarliðinu (Kirkland, Finnan, Carragher, Gerrard, Baros og Owen) séu meiddir, heldur hefur liðið ekki unnið á Brúnni í 14 ár.
Ég býst alltaf við því að Liverpool vinni. Ég man aldrei eftir að hafa horft á Liverpool leik (jafnvel í verstu svartsýnisköstum), þar sem ég á ekki von á því fyrirfram að liðið vinni leikinn. Í kvöld held ég að ég komist ansi nálægt því að búast við tapi.
En samt er ég alltaf þessi óhóflegi bjartsýnismaður. Kannski lærir Danny Murphy að spila fótbolta, kannski kemst Hamann uppað vítateig andstæðinganna, kannski verður Owen með, kannski skorar Emile Heskey, kannski á Riise sendingu á samherja. Alltaf held ég í einhverja von.
Spá mín: Jú, 2-1 fyrir Liverpool. Heskey og Pongolle skora. Og hananú!
Ætla að hitta vini mína og horfa á leikinn, sem hefst eftir klukkutíma. Get ekki beðið!
hey, til hamingju með úrslitin… it wos about time.
Takk takk! Jamm, það var sko sannarlega kominn tími á góð úrslit hjá Liverpool 🙂
þú ert fáviti að vera að gefa upp svona upplýsingar um annað fólk. ég ´meina hvada pæla mar??? það er´bara syni þínum að kenna að honum var ræntr og þú ættir bara ekkert að vera að láta það bitna á öðrum!!!!!! það er tóm heimska……… 😡
Ha?
Ég er ekki alveg að skilja. Hvernig getur 8 mánaða gömul færslu um fótbolta gert fólk svona reitt? Ég á engan son, nema að þú sért með einhverjar fréttir handa mér. 🙂
Ertu kannski að rugla mér við [þessa síðu](http://www.dopsalar.blogspot.com/). 😯