Ok, jólin búin og því er ég búinn að taka niður jólaútlitið á síðunni. Smelltu á Refresh ef útlitið er eitthvað skrítið. Allavegana, þá ættu Vestmannaeyingar að geta glaðst á ný. Er ekki frá því að ég fíli gamla útlitið bara nokkuð vel eftir þessa hvíld yfir jólin.
Annars var ég að horfa á McWorld í beinni á netinu, sem er alltaf hátíð fyrir okkur Apple aðdáendur. Það var margt skemmtilegt kynnt. Aðallega nýjar útgáfur af forritum, sem ég nota mikið einsog iPhoto og svo voru kynntir litlir iPod: iPod mini, sem virka flottir.
já við Vestm.eyingar erum sko glaðir 🙂
Gott mál. Hvað gerir maður ekki til að gleðja Vestmannaeyinga? 🙂
hehe á ég að láta reyna á það ? 🙂
Ef þú vilt. Ég held að ég eigi meira að segja ættir að rekja til Vestmannaeyja, þó maður sé ekki að monta sig af því 🙂
það er nú samt alveg eitthvað til að monta sig af 😉
allavega ekkert sem þarf að fela…. 🙂