Myndavesen – Smá hjálp

Ok, ég held að ég viti nokkurn veginn hvað vandamálið er varðandi myndirnar. Ég þarf að fá smá hjálp. Þarf að biðja einhvern, sem á við þetta vandamál að stríða um að prófa að slökkva á browsernum (eða gera hvað sem viðkomandi gerir vanalega til að fá myndir upp aftur), og kveikja aftur á honum og fara beint á www.eoe.is/test

Endilega látið mig vita hvort síðan lagast þá (myndirnar hérna til hliðar eiga þá að hverfa en Vestmannaeyjamyndin á að sjást áfram). Takk takk 🙂

3 thoughts on “Myndavesen – Smá hjálp”

  1. Jamm – vantaði hluta af myndunum neðst vinstrar megin og fékk ekki upp þessa einu mynd sem er á movabletype.org þegar ég fór þaðan frá þinni síðu.

    Skaut Explorerinn niður og fór beint inn á /test og þaðan inn á cnn.com og allt í fínasta lagi.

    Aftur á eoe.is – sama vandamálið með myndir (en það er nú líklega eðilegt… þangað til lausnin kemur)

  2. Ok, takk kærlega fyrir þetta!! Vandamálið er þá með myndirnar vinstra megin. Þarf núna bara að reyna að komast að því hvort vandamálið sé hvernig ég bý þær til (með Photoshop) eða hvernig ég “upload-a” þær (með Movabletype/ImageMagick).

    Gætirðu nokkuð sagt mér hvaða myndir vantaði neðst? Það er, hvað margar myndir komu upp. Grunar að vandamálið sé varðandi þær myndir, sem vantaði. Þetta hefur eitthvað með metadata, sem Photoshop skrifar í myndirnar og IE fríkar útaf. :confused:

  3. Akkúrat núna eru það 4 neðstu… en áðan sýndi browserinn þær tvær neðstu en ekki þær tvær næstu talið neðan frá…

    En mér finnst þessi metadata útskýring skrýtin… sem þarf ekkert að þýða að hún sé röng… bara skrýtin.

Comments are closed.