Stefnuræða Bush

Ég var að enda við að horfa á State of the Union ávarp George W. Bush og ef eitthvað er, þá hefur álit mitt á Bandaríkjaforseta aukist enn frekar við það áhorf.

Neeeei, djók! Alveg magnað bull á köflum í þessari ræðu. Bush endurspeglar allt, sem ég þoli ekki við íhaldsmenn. Einlæg sannfæring hans um að hann einn hafi rétt fyrir sér og viti hvað löndum sínum fyrir bestu er með öllu óþolandi.

Bush mótmælti hjónaböndum samkynheigðra, en eyddi varla einni mínútu í að tala um umhverfismál. Hvaða máli skiptir það fyrir Bandaríkjamenn og okkur öll að hommar og lesbíur fái að giftast í friði?

Einnig finnst mér mögnuð sú ótrúlega kjánalega trú íhaldsmanna í Bandaríkjunum að hægt sé að predika skírlífi fyrir unglingum og að það sé einhvern veginn góð lausn á vandamálum kynsjúkdóma. Ekki minnst einu orði á smokka, en peningum skal þess í stað eytt í að predika skírlífi.

Ég spyr, hvernig í andskotanum á að vera hægt að predika skírlífi til handa 16 ára gömlum strákum? Eina skírlífið, sem sá hópur stundar, er ekki af sjálfsdáðum.

Annars fjallar Ágúst Fl. líka um ávarpið í ágætum reiðipistli

3 thoughts on “Stefnuræða Bush”

  1. hann minnti mig óhemju mikið á predikara frá Texas – bíddu jú hann býr í Texas – hmm ætli hann geti þá ekki örugglega fengið vinnu ÞEGAR hann tapar kosningunum í haust (wishful thinking) – hann myndi örugglega brillera þar!!!

  2. Í byrjun jan var Texas Season á Channel 4 hér í UK þar sem m.a. var heimildar mynd um “Texas Teenage Virgins” þar sem kom fram að krökkunum er sagt að smokkar virki ekki því það séu hvort eð er göt á þeim… maður bara vorkenndi þessum krökkum þau voru greinilega í einhverju algjöru rugli.

    Mæli með þessum þáttum ef þeir finna sér leið upp á klakann…. http://www.channel4.com/life/microsites/T/texas_season/texas_season_home.html

  3. Jamm, þetta er magnað. Man líka oft útí Bandaríkjunum að maður heyrði mikinn áróður fyrir því að smokkurinn væri aldrei nógu öruggur og að skírlífi væri eina vörnin gegn kynsjúkdómum.

    Annars, þá virðast þessir þættir (af vefsíðunni að dæma) vera mjög áhugaverðir.

Comments are closed.