Ég hef nokkuð lengi leitað að svona síðu og fann hana loksins á Metafilter. Á síðunni getur maður sett inn þau lönd, sem maður hefur farið til og þá býr síðan til kort af heiminum með þeim löndum merktum inná.
Síðan er reyndar ekki fullkomin, þar sem kortið er heldur lítið. En allavegana, ég merkti inn mín 31 lönd (13% af heiminum) og útkoman var svona (smellið á kortið til að fá stærri útgáfu):
Ef þið prófið þetta sjálf, endilega skellið kortinu ykkar í ummælin.
Uppfært: Núna er búið að bæta inn korti, þar sem maður getur valið hvaða fylki í USA maður hefur heimsótt.
Hérna er mitt kort:
Assgoti magnaður árangur. Ég prufaði þetta og var þá óþægilega minntur á það hvað ég er illa sigldur. Ástandið skánar til mikilla muna þegar ég tek stöðuna einsog hún verður um mitt árið. Planið gerir ráð fyrir að 5 lönd verði heimsótt á næstu 5 mánuðum :biggrin:
B.t.w. hvenær á að “klára” Ameríku? 😉
Stefnan er að klára Mið-Ameríku sem fyrst. Helst væri ég til í að gera það núna í sumar.
Vandamálið er bara skortur á ferðafélögum. Þyrfti annaðhvort að finna mér kærustu einn tveir og bingó, eða þá að höfða til bandarískra vina minna (sem eru allir á lausu, ólíkt þeim íslensku :-))
Jæja, við prófuðum þetta. Ákváðum samt að svindla smá og bæta Bandaríkjunum við af því að veraum að fara þangað eftir 3 vikur. Eva er með fyndið kort þar sem löndin eru ekki mörg en ótrúlega dreifð og ég hef bara haldið mig á fremur afmörkuðu svæði með mörgum löndum en litlu landssvæði.
kv
bió
BIÓ
Eva
úfff mar.. ég hélt ég væri búin að ferðast svoo mikið .. (ca30 lönd) eeeen ef maður skoðar þetta á kortinu er þetta bara norðurhvel jarðar… úfff. ekki það að mig langi rosalega til afganistan þessa dagana.. 🙂 en ég verð að bæta úr suður ameríku.. aldrei komið þangað =/
ja og ef einhver hefur gríðarlegan áhuga á að sjá hvert að ég hef komið .. þá er þetta slóðin á kortið mitt…;)
hey, takk einar fyrir að laga þetta hjá mér… 🙂
gat það nefnilega ekki sjálf 😉
well.. farin til parísar..
þar bætist því miður ekki 31. landið við.. :biggrin2:
bless í bili….
Ekkert mál! Góða ferð 🙂
Þetta er soldið skemmtilegt kort og náttúrlega alveg æðislega ónákvæmt. Ég var að spá, ef maður hefði ferðast til fimm borga um ævina, Moskvu, Delí, Peking, Sidney og New York (bara svona til að segja eitthvað) þá væri þetta kort veeeel rautt hjá manni.
En engu að síður gaman að sjá hvað maður er fræðilega séð búinn að sjá mikið af heiminum, slumpaði á þetta í e-u bríeríi (er sjálfsagt að gleyma e-u) þá hef ég komið til 19 landa eða um 8% jarðarinnar!!! Af þessum 19 löndum eru stórveldin Mónakó og Lúxemburg þar á meðal. Síðan gat maður hakað við Grænland en ekki Færeyjar (sá það allavega ekki) -já og ekki heldur Skotland eða Wales? Hvaða reglu ætli þeir fylgi í þessum efnum?
Svona lítur þá kortið út!
Ég gerði reyndar líka þetta US kort og þar er ég talsvert betur settur með 25 fylki (þar af svona 2-3 plat, eins og Texas, þar sem ég hef bara eytt góðum tíma á flugvellinum í Houston). Best þótt mér þó að síðunni reiknaðist til að ég hefði komið til 25 fylkja sem væri jú 49% af heildinni -hvernig henni reiknaðist það til veit ég ekki.
Er mögulegt að það sé búið að innlima Ísland sem 51. fylkið sem riðli útreikningnum? Ég lærði (og þó) í barnaskóla að 25/50 væri eiginlega alveg bara alveg nákvæmlega helmingur eða 50%?
Ég sé að þú a.m.k. að gleyma 1 fylki …Virginiu. Við eyddum nú góðum tíma í t.a.m. Arlington, VA að skoða leiði dauðra frægra kalla!!!
Ok, ég fer sennilega að verða uppáþrengjandi en hefur þú ekki líka komið til St. Louis, MISSOURI?
Ekkert Missouri merkt inn? Nema þá að US landafræðin sé farin að bregðast mér?
Jú, ég hef greinilega gert nokkur mistök. Gleymdi til dæmis líka D.C., ásamt auðvitað Missouri og Virginia.
Er búinn að leiðrétta þetta og næ núna 23 fylkjum af 50, eða 16% 🙂 eða eitthvað þannig. Þessir prósentuútreikningar eru í hassi, einsog er bent á í MeFi umræðunum. Allavegana, USA kortið mitt er komið í lag, að ég held.
Ég þarf greinilega að fara að skoða Vesturströndina. Hún lítur ekkert alltof vel út hjá mér.
Annars eru mög ríkin, sérstaklega Suðurríkin, alger Drive-thru ríki hjá mér. Hef nánast ekkert skoðað þar, nema pöbba í New Orleans, tónleika í Houston og unglingafylleríisstaði á Florida. 🙂
Maður þyrfti bara að taka svona Master-Card túr um Bandaríkin, það er þræða alla baseball leikvangana á einu sumri. Vá, hvað það væri mikið æði!!!
Já!
Aham, DC er merkt sérstaklega inn. Ætli þar sé ekki skýringin á tölfræðiskekkjunni komin -allavega í mínu tilfelli? Ef þeir telja DC með þá eru ,,fylkin” orðin 51.
Við Jóna erum líka með góðan slatta af drive-thru fylkjum -sérstaklega frá því að við tókum túrinn frá NC til Chi-town.
Mér finnast slíkar heimsóknir þó skárri en flugvalla-stopp-over.
T.d. veit ég núna, eftir að hafa keyrt í gegn um þvert og endilangt Kentucky fylki, að þar er ekkert nema hvítar hesta-girðingar …og ég sá ekki einn einasta KFC stað! Svik og prettir!!! (var nefninlega búinn að ákveða að fá mér KFC í Kentucky) -ég sá allavega ekki fyrir mér að það væri hægt að gera nokkuð annað í þessu fylki. Jú svo eru þeir með einhverja hesta-sýningu sem er voða fræg en hún er bara eina helgi á ári. Ehm, afhverju er ég að tala svona mikið um Kentucky? Allavega, don´t go there! Já og svo er reyndar líka Vestur Virginia frekar vafasamur staður. Ég held allir íbúar þess fylkis séu geislavirkir og/eða stökkbreyttir.
Þó var náttúru-fegurð Appalachian fjallanna alveg þess virði að keyra þar í gegn. Mæli þó frekar með því að þræða þann fjallgarð í Norður Karólínu.
Tjahhh,
27 ríki, en verð að játa að þessi flugvallarstopp mín í USA auka litadýrðina mína þó nokkuð.
þetta kort þitt er að gera mikla lukku, maður fer orðið ekki inná bloggsíður nema að sjá svona kort 🙂
svo var ég að spá í 23 fylki af 50 =16%, er það ekki kannski meira svona 46% 😉