Köln

Ok, kominn heim eftir nokkra daga í Köln.

Það er svo sem ekki mikið að segja um þetta allt. Þetta var erfitt en gaman. Í raun voru þetta þrír dagar af nær stanslausu labbi um sýninguna og fundir með einhverjum 10 sælgætisbirgjum. Allt saman mjög fróðlegt.

Kvöldin voru líka bissí, þrjú kvöld í röð voru plönuð í boðum hjá erlendum fyrirtækjum. Þau voru öll fín. Síðasta daginn var svo seinni parturinn laus og verslaði ég því slatta, enda Köln flott verslunarborg. Samt skrítið að ég sá ekki eina einustu tónlistarbúð í öllu miðbænum.


Sá magnaði atburður gerðist í ferðinni að ég byrjaði að drekka sódavatn. Þar sem ég drekk ekki gos og vatnið í Þýskalandi er verra en hland á bragðið, þá greip ég til þess örþrifaráðs að drekka sódavatn (maður getur ekki drukkið bjór á fastandi maga og ég vakna alltaf svo þyrstur, svo þetta voru örþrifaráð).

Það magnaðasta við Köln fyrir utan vonda vatnið er hversu mikið er auglýst af hringitónum í síma. Auglýsingatímarnir á MTV eru nánast eingöngu fyrir hringitóna. Come on! Ég keypti mér reyndar síma útaf því að mínum síma var stolið um áramótin og tónarnir í honum eru svo hræðilegir að ég hálfskammast mín þegar hringt er í mig, en samt… Ég er m.a.s. búinn að læra þýska orðið yfir hringitón: Schicketon, eða eitthvað þannig.


Horfði líka á þýskt idol. Allir gaurarnir voru jafn glataðir og gaurinn, sem söng Maniac í World Idol. Einsog allir séu í áheyrnarprófi fyrir Westlife eða hvað þessi strákabönd heita öll.

Annars er ég geðveikt skotinn í Köln. Þetta er mjög skemmtileg borg, fínir veitingastaðir, frábær miðbær, og svo framvegis. Mæli með þessari borg.


Heimferðin var svo hreinasta martröð. Það var seinkun á fluginu frá Amsterdam til London og því misstum við af Icelandair fluginu heim. Þess vegna þurftum við að bíða í 7 tíma í London. Ég meikaði ekki að fara inní bæ, svo ég fann mér bara eitthvað horn, þar sem ég lagði mig á bekk í 4-5 klukkutíma. Borðaði svo vondan Burger King með köldum frönskum (hvað fólk sér við Burger King verður mér hulin ráðgáta um allar aldir. Að mínu mati ber McDonald’s höfuð og herðar yfir BK!!). Kom ekki heim fyrr en um 3 í gærnótt, eftir 20 fokking tíma ferðalag frá Köln.

Hérna heima er allt í hassi, enda var ég fárveikur tvo síðustu dagana á Íslandi áður en ég fór út. Ældi áður en ég fór í flugið og allt, þannig að kvöldið á eftir að fara í að reyna að koma hlutum í lag.

Kom svo heim og sá að þetta fokking sparisjóðamál er ENNÞÁ í fréttum. Kræst!

Já, og Patriots unnu (Jei!!!!) og ég missti af leiknum (hræðilegt!), Vona að Boston vinir mínir geti nú jafnað sig á 8. lotunni af Pedro í New York.

3 thoughts on “Köln”

  1. ég verð að vera sammála þér með köln, snilldar borg…
    og vá hvað “the sports guy” er fyndnastur :laugh:

  2. Óli, mér er skapi næst að eyða svona marklausum áróðri út! 🙂

    Og já Árni, Simmons er alger snillingur. Án efa besti sportpislahöfundur í heimi.

Comments are closed.