100 Undur Veraldar (uppfært)

Ég er ofboðslega veikur fyrir heimasíðum um ferðalög og spennandi staði. Ég á sumarfrí í enda ágúst og er ég því farinn að spá í því hvað ég ætli að gera í því fríi. Allavegana fer ég ekki til Mallorca eða Benidorm 🙂

Ég rakst á [þessa frábæru síðu](http://www.hillmanwonders.com/) (via [Batman](http://www.batman.is)). Þarna eru listuð 100 helstu undur veraldar. Auðvitað er hægt að þræta um hvaða staðir eiga heima á þessum lista en þetta er nokkuð skemmtilegur listi.

Mér finnst ég alltaf hafa ferðast mikið um ævina, en ég á greinilega mikið eftir, því ég hef bara komið á 11 af þessum 100 stöðum. Þeir staðir, sem ég hef komið á eru eftirfarandi:

[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)

Mig vantar greinilega nauðsynlega að komast til Parísar (þar sem fjórir staðir eru), Ítalíu (þar sem heil 12 undur eru staðsett: [1](http://www.hillmanwonders.com/florence/florence.htm#_vtop) [2](http://www.hillmanwonders.com/pompeii/pompeii.htm#_vtop) [3](http://www.hillmanwonders.com/st_marks_basilica_campanile/st_marks_basilica_campanile.htm#_vtop) [4](http://www.hillmanwonders.com/ponte_vecchio/ponte_vecchio.htm#_vtop) [5](http://www.hillmanwonders.com/leaning_tower_pisa/leaning_tower_pisa.htm#_vtop) [6](http://www.hillmanwonders.com/sistine_chapel/sistine_chapel.htm#_vtop) [7](http://www.hillmanwonders.com/st_peters_basilica/st_peters_basilica.htm#_vtop) [8](http://www.hillmanwonders.com/canals_venice/canals_venice.htm#_vtop) [9](http://www.hillmanwonders.com/colosseum_of_rome_wonder/colosseum_of_rome_wonder.htm#_vtop) [10](http://www.hillmanwonders.com/amalfi_coast/amalfi_coast.htm#_vtop) [11](http://www.hillmanwonders.com/uffizi_gallery/uffizi_gallery.htm#_vtop) [12](http://www.hillmanwonders.com/portofino/portofino.htm#_vtop)) og svo til Asíu, þar sem ég hef ekkert ferðast.

Á listanum er fullt af stöðum, sem mig langar gríðarlega mikið að heimsækja. Ég tók saman þá helstu, sem ég er mest spenntur yfir að heimsækja.

1. [Píramídarnir í Egyptalandi](http://www.hillmanwonders.com/pyramids_of_egypt/pyramids_of_egypt.htm#_vtop)
2. [Taj Mahal](http://www.hillmanwonders.com/taj_mahal/taj_mahal.htm#_vtop)
3. [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) – það er meira að segja sjens á að ég sjái það í sumar.
4. [Angkor Wat í Kambódíu](http://www.hillmanwonders.com/angkor_wat/angkor_wat.htm#_vtop)
5. [Mecca](http://www.hillmanwonders.com/mecca/mecca.htm#_vtop) – Sennilega síðasti staðurinn sem ég mun heimsækja, þar sem maður á það á hættu að vera tekinn af lífi ef maður er ekki múslimi. Það gæti reynst vandamál.
6. [Bagan hofin í Búrma/Myanmar](http://www.hillmanwonders.com/bagan/bagan.htm#_vtop)
7. [Yangtshe áin í Kína](http://www.hillmanwonders.com/guilin_yangshuo_cruise/guilin_yangshuo_cruise.htm#_vtop)
8. [Potala Höllin – Tíbet](http://www.hillmanwonders.com/potala_palace/potala_palace.htm#_vtop)
9. [Ladakh – Indland](http://www.hillmanwonders.com/ladakh/ladakh.htm#_vtop)
10. [Kathmandu dalurinn – Nepal](http://www.hillmanwonders.com/kathmandu_valley/kathmandu_valley.htm#_vtop)
11. [Páskaeyja](http://www.hillmanwonders.com/easter_island/easter_island.htm#_vtop) – hefðum við bara átt aðeins meiri pening þegar við ferðuðumst um Suður-Ameríku, þá hefðum við lagt í ferðir á Galapagos og Páskaeyju. Því miður varð ekkert úr því.
12. [Great Barrier Reef – Ástralía](http://www.hillmanwonders.com/great_barrier_reef/great_barrier_reef.htm#_vtop)
13. [Viktoríufossar í Zimbabwe](http://www.hillmanwonders.com/victoria_falls/victoria_falls.htm#_vtop)
14. [Dubrovnik – Króatía](http://www.hillmanwonders.com/dubrovnik/dubrovnik.htm#_vtop)
15. [Mont-St-Michel](http://www.hillmanwonders.com/mont_st_michel/mont_st_michel.htm#_vtop)

Í sumarfríinu er ég að spá í að fara til Bandaríkjanna. Það eru vissulega staðir sem mig langar að fara meira á í augnablikinu, en þar sem ég er enn single þá er sniðugast að fara til USA, þar sem ég á fullt af vinum þar sem ég get heimsótt. Þrátt fyrir að það sé fínt að ferðast einn, þá er það oft skemmtilegra að hitta gott fólk á leiðinni. Einnig get ég fengið fría gistingu í fulltaf borgum, sem hjálpar náttúrulega 🙂

Ef ég fer til Bandaríkjanna ætti ég að getað séð þrjá nýja hluti á þessum lista: [Las Vegas](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop), [Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop) og [San Fransisco](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)


**Uppfært (13.janúar 2005)**: Jæja, eftir Bandaríkjaferð síðasta haust þá er ég kominn uppí 14 af 100. Listinn er því orðinn svona (við hann hafa bæst Las Vegas, Grand Canyon og San Fransisco).

[4 Grand Canyon](http://www.hillmanwonders.com/grand_canyon/grand_canyon.htm#_vtop)
[6 Machu Picchu – Perú](http://www.hillmanwonders.com/machu_picchu/machu_picchu.htm#_vtop)
[7 Iguazu Falls – Argentína og Brasilía](http://www.hillmanwonders.com/iguazu_falls/iguazu_falls.htm#_vtop)
[9 Amazon Rain Forest – Suður Ameríka](http://www.hillmanwonders.com/amazon_rain_forest/amazon_rain_forest.htm#_vtop)
[17 Acropolis – Grikkland](http://www.hillmanwonders.com/acropolis/acropolis.htm#_vtop)
[21 Teotihuacan – Mexíkó](http://www.hillmanwonders.com/teotihuacan/teotihuacan.htm#_vtop)
[47 Metropolitan Museum of Art – New York](http://www.hillmanwonders.com/metropolitan_museum/metropolitan_museum.htm#_vtop)
[48 Útsýni yfir Rio De Janeiro](http://www.hillmanwonders.com/rio_panoramic/rio_panoramic.htm#_vtop)
[68 St. Basil’s Cathedral – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/st_basil_cathedral/st_basil_cathedral.htm#_vtop)
[71 Kremlin – Moskva](http://www.hillmanwonders.com/kremlin_moscow/kremlin_moscow.htm#_vtop)
[73 Skýjakljúfar New York](http://www.hillmanwonders.com/new_york/new_york.htm#_vtop)
[85 San Fransisco & Flóasvæðið](http://www.hillmanwonders.com/san_francisco/san_francisco.htm#_vtop)
[88 Frelsisstyttan – New York](http://www.hillmanwonders.com/statue_liberty/statue_liberty.htm#_vtop)
[96 Las Vegas að næturlagi](http://www.hillmanwonders.com/las_vegas_strip/las_vegas_strip.htm#_vtop)

Allir þessir þrír staðir eiga svo sannarlega skilið að vera á listanum. Flóasvæðið í San Fransisco er með fallegustu stöðum, sem ég hef séð. Las Vegas er einstök upplifun og Grand Canyon nær ólýsanlegt.


**Uppfært (8.febrúar 2005)**: Jæja, þá er ég kominn uppí 15. Við bættist:

[15 Prague old town](http://www.hillmanwonders.com/prague_old_town/prague_old_town.htm#_vtop)

Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/gamalt/2005/02/08/21.10.04/).


**Uppfært (30.maí 2005)**: Kominn uppí 17. Við bættist:

[48 Hagia Sofia](http://www.hillmanwonders.com/hagia_sofia/hagia_sofia.htm#_vtop)
[75 Topkapi Palace](http://www.hillmanwonders.com/topkapi/topkapi_palace.htm#_vtop)

Sko, Topkapi höllin er alveg á mörkunum. Ég fór inní höllina og skoðaði mig aðeins um, en var þarna samt mjööög stutt. Set hana samt inn.

Sjá ferðasögu [hér](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/06/04/21.34.16/).

11 thoughts on “100 Undur Veraldar (uppfært)”

  1. Skemmtilegur listi og pælingar. Þó verð ég að segja að liður 7 og 14 í síðasta listanum eru nokkuð álíka! :biggrin2:

  2. Alltaf gaman að sjá ferða hugmyndir. Ég rétt vinn þig með 14 en mér finnst alveg vanta afríku en eins með þessa lista og aðra, maður er aldrei sammál þeim.

    Varðandi ferðlag myndi ég nú frekar fara einn austur á bóginn en til ameríku en það er kannski vegna þess að ég er Anti.

    Nýja Lonelyplanet um San Francisco er mjög góð ef þú hefur áhuga…

  3. Mjög sniðug síða.

    Ég held ég haldi því ekki fram að ég hafi ferðast víðar en þú en ég næ samt 14 en sumt af þessu eru nú ekki jafn margbrotið og flest af því S-ameríska sem er á þínum lista. Ég hef svosem sagt það áður. Ég tek eina heimsálfur fyrir í einu. Evrópu er nánast búin.

    Akropólis
    Colosseum
    St. Peter’s Basilica
    Sistine Chapel
    Louvre
    Versailles
    Florence Cityscape
    Prague Old Town
    Uffizi Gallery
    New York Skyline
    Statue of Liberty
    Ponte Vecchio
    British Museum
    Eiffel Tower

  4. Jamm, ef ég hefði bara ferðast almennilega um Ítalíu, þá hefði maður náð 14 atriðum, þannig að þetta dreifist frekar ójafnt, sem er sennilega eðlilegt.

    Ég hef t.d. séð öll lönd S-Ameríku, en fyrir það uppskar ég bara 4 staði, sem eru einmitt jafnmargir staðir og í París 🙂

    En það er ofboðslega gaman að velta sér uppúr þessu öllu. Verst að maður fær alltaf alveg hrikalega löngun til að fara til útlanda. Núna!

  5. Já,
    svona listar eru góðir en ég er samt ekki að sjá skynsemina í því að sækja markvisst í að fylla svona lista.

    Það er ótrúlega margir staðir sem ég hef komið á sem mér finnst eiga meira erindi á svona lista en til dæmis skakki turninn í Písa til dæmis.

    Svo er líka ákveðið vestrænt stórþjóðasnobb í þessu. Það skal enginn segja mér að París eða Ítalía séu svona svakalega merkilegir staðir.

  6. Mér sýnist ég taka ykkur báða (eoe og bíó) með 16 staði. Ég hef séð:

    Colloseum of Rome
    Canals of Venice
    St. Peter’s Basilica
    Sistine Chapel
    Louvre Museum
    Metropolitan Museum of Art
    Florence Cityscape
    Pompeii
    Amalfi Coast & Drive
    St. Marks Basilica/Campanile
    New York Skyline
    Portofino
    Statue of Liberty
    Ponte Vecchio
    British Museum
    Eiffel Tower

  7. Ég held, Einar, að Petra í Jórdaníu sé með allra flottustu manngerðu stöðum á jörðinni. Það er allavega á topp 10 listanum hjá mér. Að sama skapi væri ég spenntari fyrir Abú Simbel í Egyptalandsför en Pýramítunum. Það er líka líklegast eini staðurinn á listanum sem hefur flutt.

    Ég er ennþá fúll yfir að hafa ekki komist til Dúbróvnik í Króatíuferðinni. Ég var án gríns kominn út í það að kanna prísinn á að leigja flugvél og flugmann og fljúga niður eftir. Fólk var ekki spennt fyrir 1800 km. akstri – skiljanlega.

  8. Já, ég hef verið að heyra svakalega hluti um Petra. Verð að viðurkenna að fyrir nokkrum vikum vissi ég nánast ekkert um staðinn.

    Ég hef bara heyrt svo oft þá sögu, að sama hversu miklar væntinegar fólk geri til píramídana, þá komi þeir alltaf á óvart. Auðvitað eru þeir dálítið mainstream, sko, en þetta er náttúrulega staður, sem maður *verður* bara að sjá 🙂

  9. Pyramids of Egypt
    Acropolis & its Parthenon
    Karnak Temple
    Colosseum of Rome
    Jerusalem old city
    Petra
    Canals of Venice
    St. Peter’s Basilica
    Egyptian Museum
    Valley of the Kings
    Sistine Chapel
    Prague old town
    St. Mark’s Basilica/Campanile
    Sphinx
    Suez Canal (siglt að mynni hans, keyrt yfir og meðfram)
    Nile river cruise – ekki ferjusiglingu eins og á þessum lista heldur sk. felucca fljótabáti (sem er opinn seglbátur og því væntanlega meiri snilli en eitthvað fljótandi hótel) í þrjá daga
    Dead Sea

    Ég tel 17 staði en þeir ættu með réttu að vera amk 19. Fór ekki inn í Topkapi höllina í Istanbúl. Þegar við skiptum um lest í París (ásamt örstuttu bæjarrölti þar) ákváðum við að vera global og fara þaðan án þess að líta Eiffel turninn augum, eiga það frekar inni. 🙂

Comments are closed.