Frá því að [iTunes](http://www.apple.com/itunes/) byrjaði að telja hversu oft maður hefur hlustað á hvert lag, þá hef ég mikið spáð í þeirri tölfræði. iTunes telur í hvert skipti sem ég hlusta á lag bæði í Makkanum mínum, sem og iPodinum mínum.
Það væri vissulega gaman að getað haft þessa statistík fyrir allt mitt líf, en því miður byrjar þessi tölfræði ekki fyrr en fyrir rúmu ári, í byrjun árs 2003. Það er hins vegar athyglisvert að skoða hvaða lög eru vinsælust hjá mér á þessu ári. Ég ætla að setja hérna inn mest spiluðu lögin frá upphafi í iTunes og fyljgast svo með því hvernig þessi listi mun breytast eftir því, sem tíminn líður. Svona lítur þetta út í júlí 2004:
1. True Love Waits – Radiohead – 60 skipti
2. Last Goodbye – Jeff Buckley – 50 skipti
3. Senorita – Justin Timberlake – 50 skipti
4. Take Me Out – Franz Ferdinand – 46 skipti
5. Hurt – Johnny Cash – 46 skipti
6. Cry Me A River – Justin Timberlake – 43 skipti
7. Galapogos – The Smashing Pumpkins – 38 skipti
8. Everything’s not lost – Coldplay – 37 skipti
9. Reptilia – The Strokes – 36 skipti
10. Lose Yourself – Eminem – 32 skipti
Ég veit ekki hvort ég hef áður talað um True Love Waits, en ég uppgötvaði það lag fyrir sirka ári og það er æði. Eitt af uppáhaldslögunum mínum. Sem og Last Goodbye. Bæði frábær. Það kom mér ekkert á óvart að þau skyldu vera efst. Einnig er það ekki skrítið að Reptilia og Take me Out skuli vera ofarlega. Já og náttúrulega [Justin](https://www.eoe.is/gamalt/2003/09/13/13.39.49/).
**Uppfært**: Hólí krapp, [Gummijóh með snilldar skúbbb](http://www.gummijoh.net/#007717). Hann segir að Franz Ferdinand muni spila á Íslandi í desember. Það væri svoooooooo mikil schniiiiiilld. Það gæti alveg verið að ég myndi hoppa þegar þeir tækju Take Me Out! Ó hvað ég vona að þetta sé satt og rétt.
Minn listi er svo asnalegur úr Itunes því ég fæ alltaf svo fáránleg æði fyrir hinum og þessum lögum og þá er repeat í gangi í alveg nokkra daga.
Hann er þó svona:
1. Somewhere Only We Know – Keane, 186 skipti.
2. Float on – Modest Mouse,152 skipti.
3. Your Cover´s Blown – Belle & Sebastian, 66 skipti.
4. Good To Me – Brendan Benson, 65 skipti.
5. I´m Easy – Brendan Benson,57 skipti.
6. Autobahn – Kraftwerk, 53 skipti.
7. God Only Knows – Beach Boys, 51 skipti.
8. Sloop John B – Beach Boys, 49 skipti.
9. Wouldn´t It Be Nice – Beach Boys, 43 skipti
10. Metarie – Brendan Benson, 42 skipti.
Og já ég ætla rétt að vona að FF komi til landsins. Finnst þetta þó djöfulli góð heimild, söngvarinn sjálfur. :biggrin2:
Vá! 186 skipti! Það er helvíti magnað. Þessi tvö efstu hjá þér hafa reyndar verið á ágætis rípíti hjá mér að undanförnu, en ég efast um að ég hafi svona svakalega gott úthald.
Já, og svo er God Only Knows helvíti nálægt því að komast inná topp 10 hjá mér. 🙂
Þú ættir e.t.v. að tékka á audioscrobbler.com. Þar geturðu fengið lítið plug-in fyrir i-tunes sem heldur utanum þetta og birtir sjálfkrafa, auk þess sem þú getur skoðað hvað aðrir sem hlusta á það sama og þú eru að hlusta á líka… nokkuð sniðugt.
Jamm, Birkir ég vissi af þessari síðu. En í dag einsog síðast þegar ég reyndi, þá taka þeir ekki við nýjum skráningum :confused:
Well that’s shitty…
Ég ætla mér ekki að stofna til leiðinda eða neitt svoleiðis – en getið þið Gummi kannski sagt mér hvað það er sem gerir Franz Ferdinand að svona góðri/skemmtilegri/flottri rokksveit?
Ég bara fatta það ekki. Ég hlustaði á plötuna einu sinni yfir og heyrði bara latar gítarnótur, mónótónaðan söng (komm on, meira en eina tóntegund takk!) og leiðinlega/óspennandi/síendurtekna texta.
Þannig að ég spyr ykkur sem viljið eflaust útskýra það: hvað er það við FF sem heillar ykkur svo?
Ég er ekki að stofna til rifrildis hér, langar bara mjög að heyra álit aðdáanda sveitarinnar. Ég fatta þetta allavega ekki… 🙂
Ég veit það ekki. Þú gætir sagt nákvæmlega sama um The Strokes: “latar gítarnótur, mónótónaðan söng”. Samt það gerir ekki endilega lítið úr tónlistinni.
Strokes og Ferdinand eru bara svo fáránlega grípandi. Hlustaðu á “Take Me Out” með FF eða “Reptilia” með The Stroks, á rípít svona 5 sinnum. Ef þú byrjar ekki að fíla þessi bönd eftir það, þá erum við bara ekki á sömu bylgjulengd. 🙂
Franz Ferdinand og Room on Fire með Strokes eru bestu rokkdiskar síðustu mánaða að mínu mati.
FF eru helvíti góðir, sá þá síðasta laugardag. Mæti á þá í desember, sama þó að tónleikabudget áratugarins sé löngu búið.
Get ekki alveg tekið undir að þeir séu með latar gítarnótur. Mjög melódísk og grípandi lög, mörg flott riff. Kannski soldið minimalísk nálgun en það er alltaf gaman að sjá hvað maður kemst langt með slíkt. Enda þróa þeir tónlistina í eldhúsinu hjá einum meðlimi bandsins og hafa algjörlega afneitað stórum stúdíóum.
Smekkur manna er þó misjafn – sem betur fer…
Jamm, þá erum við víst bara á öndverðum meiði. Ekkert að því. :tongue:
Það er samt ekki mínímalisminn sem fer í mig. Ég fíla ótrúlega margar mínímalískar hljómsveitir (Eels, My Morning Jacket og A Perfect Circle detta mér í hug svona fyrirvaralaust) … það er frekar hægt að kalla þetta ’tilbreytingarleysi’. Hvert lag er öðru líkara hjá FF. Ég diggaði alveg ‘Take Me Out’ þegar ég heyrði það fyrst í útvarpi en eftir nokkrar hlustanir undraðist ég hvað það varð fljótt þreytt. Þegar ég svo heyrði alla plötuna þá fannst mér bara erfitt að klára hana – fannst eins og öll hin lögin væru bara ‘Take Me Out’ #2 og #3 o.sv.frv.
Ég veit það ekki. Smekkurinn er bara misjafn. Samt gaman fyrir ykkur að fá þá á klakann … 🙂 ég er búinn að fá Metallica þannig að ég get alveg liðið fólki að fara á góða tónleika án mín! :biggrin2: