Núna er talið að Apple, yndislegasta tölvufyrirtæki muni [kynna nýja gerð af iPod í næsta mánuði](http://www.thinksecret.com/news/augustipods.html). Núverandi iPod-ar rúma 40GB af tónlist, en talið er að þeir nýju muni rúma allt að 60GB. Einnig er talið að þeir verði minni og fáanlegir í mörgum litum.
Núna er spennandi að sjá hvort að nýji iPod-inn verði nógu spennandi til þess að ég verði fársjúkur, reyni að selja iPod-inn minn og verði svo ekki í rónni fyrr en ég hef keypt mér einn af þessum nýju. Ég er nefnilega tækjasúkur.
Ég elska líka iPod-inn minn.
Ég elska hann, sennilega jafn heitt og hægt er að elska rafmagnstæki. Hann er ómissandi hluti af mínu lífi. Hann heldur mér á lífi í ræktinni og ég get varla hugsað mér ferðalög án þess að hann sé með í för. Ég hef átt hann í ár og það er hreint með ólíkindum að hugsa sér hversu miklu hann hefur breytt. Þetta litla [tæki](http://www.apple.com/ipod/) er æði.
ég held ég elski minn jafnheitt og hægt er að elska fólk..
Ég held ég elski minn janfheitt og ég elski sjálfan mig.
ohh tobbi ég hélt þú myndir segja jafnheitt og katrínu :tongue:
Neiiii…. seint held ég nú að maður elski iPodinn jafn mikið og Katrínu sína …
ps. (sorrý Einar að nota síðuna þína í ástarjátningar :blush:)
Þið hafið greinilega ekki lent í neinum vandamálum með tækið ykkar!
Sonur minn er að fara kaupa sér iPod, en ég stopaði hann, þar sem ég hef heyrt að fólk sé að kvarta yfir að iPod´inn sé að frjósa þegar verið er að tengja hann við tölvur og hljómflutningsgræjurnar !
Er þetta bara bull ?
Ps. það væri frábært ef þú gætir svarað mér sem fyrst, svo að ég geti gefið grænt ljós á þessi kaup :smile
Gætir þú kannski svarað mér á heimasíðuni minni :rolleyes:
Ég er latur og nenni ekki að skrá mig hjá þér, þannig að ég kommenta bara hér.
Ég mæli hiklaust með iPod. Eflaust er hægt að finna einhver dæmi þess að hann klikki, en hjá öllum, sem ég þekki, virkar hann fínt. Ég hef átt minn í 18 mánuði (30GB) og hann hefur aldrei klikkað. 7-9-13
iPod-inn er frekar dýr á Íslandi, þar sem Björn Bjarna lagði sérstakan skatt á óskrifaða geisladiska og tæki einsog iPod. Því er best að kaupa hann í fríhöfninni.