Mblog pælingar

Ég er búinn að setja upp svona móðins [mblog](http://mblog.is/mblog/web?cmd=blogs&mboard=350075) á heimasíðu Símans. Þetta er reyndar vita gagslaust því þetta er hýst á einhverri síðu útí bæ. Mun skemmtilegra væri að hafa þetta á minni eigin síðu í hliðarstikunni.

Þannig að ég spyr hvort einhver hafi reynslu af þessu mblog-i og viti hvernig er hægt að gera þetta gagnlegra. Það sem mér dettur í hug:

1. Er hægt að fá RSS skrá útúr mblog.is?
2. Gæti ég einhvern veginn sent myndir bara beint inná mína heimasíðu í gegnum Movable Type?
3. Er hægt að blogga í gegnum SMS með Símanum (hef séð það gert hjá OgManUnited) inná mína heimasíðu?
4. Get ég eytt myndum útaf mblog.is?

Þetta gæti verið sniðugt dæmi ef að ég gæti einhvern veginn tvinnað þetta inní þessa heimasíðu. Hefur einhver reynslu af þessu? Veit einhver um einhverja skemmtilega fídusa, sem ég er ekki að gera mér grein fyrir?


Já, og svo legg ég til að Síminn í Kringlunni ráði fleira starfsfólk. Takk fyrir.

Ok, farinn útað hlaupa. Það er sko eins gott að það verði fáklæddar stelpur á línuskautum meðfram Ægissíðunni. Annars verð ég verulega vonsvikinn.

7 thoughts on “Mblog pælingar”

  1. Láttu mig vita ef þetta gengur upp hjá þér þar sem ég var nú í svipuðum pælingum 😉 og stel öllu af síðunni þinni sem ég get.

  2. Þú náttlega færð þér bara símanúmer hjá Og Vodafone 🙂 Þeir eru með mun betri MMS blogg þjónustu en Síminn. Þar geturðu skráð þína eigin blogg síðu sem host fyrir MMS bloggið svo framarlega sem hún sé frá einhverjum af eftirfarandi aðilum:
    Blogger
    Movable Type
    Barnaland
    Eplica
    Eplica (hexia)
    Hexia
    (blogger API)
    (meta WebLog)

    Þá geturðu bloggað annaðhvort með því að senda MMS á bloggið þitt, senda email með viðhengi og/eða texta á bloggið þitt… eða hringja í talblogg þjónustu og lesa inn skilaboð á bloggið þitt 🙂 (þá birtist lítið icon í bloggfærslu á síðunni þinni sem spilar hljóðfælinn sem þú last inn)

    Náttlega bara snilld

  3. Því miður, þá er það ekki möguleiki fyrir mig, þar sem síminn er skaffaður af vinnunni minni. Ég var áður hjá Tal, en þurfti að skipta um síma vegna vinnunnar.

    Finnst þetta slappt hjá Símanum að bjóða ekki uppá fleiri möguleika líkt og OgVodafone gera. Ef ég hefði frjálst val á milli símafyrirtækja, þá væru það akkúrat svona hlutir sem myndu gera það að verkum að ég myndi reyna að beina viðskiptum mínum til Vodafone.

  4. Af hverju er Gummi Jó ekki að svara þér? Maður skyldi ætla að hann væri með þetta á hreinu.

  5. hajj mitt blogg birtist nú á s´iðunni minni;) en e´g er líka með allskonar öðruvísi eins og að eiga katrin.mblog.is
    en það er hægt að eyða út, þú skráir þig inn og svo man ég ekki hvernig og nenni ekki að gá, það er eitthvað frekar augljóst, velur “mín mblogg” eða eitthvað þannig, þá er svona breyta/eyða fyrir neðan hverja mynd
    hafðu þetta!

  6. hex.is/simblogg virkar fínt og virkar fyrir bæði landssíma og fyrirtækið með ljótasta nafn í heimi.
    Þú getur sent myndir, sms og hljóð beint á síðuna þína og svo geturðu eytt því út og breytt að vild.

  7. Jamm, Nanna, ég uppgötvaði þetta hex dæmi í gær. Lenti í smá vandræðum með uppsetninguna og sendi þeim hjá hex email, sem þeir svara vonandi í vikunni.

    Mér sýndist þetta kerfi hjá þeim gera flest, sem ég vildi sjá. Þetta kostar um 3.000 kall á ári. Ég mun skrifa hérna hvernig það gengur að setja þetta upp.

Comments are closed.