Gallinn við það að vera á viðskiptaferðalögum er að maður þarf oft að gista á hótelum, sem eru með einstaklega lélegt úrval af sjónvarspefni. Þetta á sérstaklega við um lönd einsog Þýskaland, þar sem valið stendur vanalega á milli CNN, BBC World og þýsks skemmtiefnis
Bæði CNN og BBC eru álíka leiðinlegar til lengdar, þar sem þar er endurtekinn sami klukkutíminn af efni allan sólahringinn.
CNN sker sig þó úr af einni ástæðu. Jú, á þeirri stöð er leiðinlegasti sjónvarpsfréttarmaður í heimi (og þó víðar væri leitað): [Richard Quest](http://www.cnn.com/CNN/anchors_reporters/quest.richard.html)
Ég þooooli ekki Richard Quest!
Ég veit ekki alveg hvernig ég á að lýsa hversu mikið ég hata Richard Quest. Hann er gjörsamlega óþolandi. [Á þessari síðu](http://www.mikeditto.com/archives/000165.php) er nokkuð góð lýsing á því að hlusta á Quest:
>The experinece of listening to Richard Quest, a CNN Europe anchor, is something akin to what it might be like to scrub my face with a cheese grater. I’m sure he’s a very intelligent guy, but he seems to have only one volume–yell. It seems he has been yelling for so long that he has blown his voice completely out, so he sounds like Harvey Fierstein doing an impression of a British soccer hooligan.
Nákvæmlega!
Ég er núna sífellt minntur á andúð mína á Quest, því ég er að fylgjast með þingi demókrata á CNN. Quest á greinilega að finna einhverjar fyndnar fréttir, en það eina fyndna við þessi skot er hversu hræðilegur hann er. Og í raun er það ekki fyndið, nema manni finnist fyndið að þjást hræðilega.
Annar þjáningabróðir fundinn. Ég hef aldrei þolað þetta gerpi. Hann er svo falskur að það nær ekki nokkurri átt. Ég held að hann hljóti að eiga metið sem mest óþolandi fréttamaður fyrr eða síðar.
http://www.bjossi.net…
Glæsileg heimasíða! Rambaði inn á hana. Er að íhuga ferðalag til Kanada og USA og jafnvel alla leið niður til Mexico og rakst á síðuna þína undir leitarorðinu “Kanada”. Sé að þú hefur komið ansi víða! Skoðaði “100 undur veraldar” síðuna og hafði komið til 24 staða þar! 🙂 Sama pakka og þú, er viðskiptafræðingur en með dellu fyrir að ferðast… tók mér síðasta ár frí og hef verið að flakka um evrópu og mið austurlönd undanfarið.
Hirru, ég er meina eina spurningu off-topic. Ég sá að þú last Lonely Planet bókina fyrir St Pétursborg. Er hún sæmilega up to date þó hún sé frá 2002? Ég var bara að spá upp á verð sem að þeir gefa upp í bókinni, veitingastaði, skemmtistaði etc, hlutirnir breytast frekar fljótt þarna. :biggrin2:
Ég var reyndar með Rússlandsbókina, þar sem ég fór bæði til Moskvu og St. Pétursborgar. Hún var mjög góð. Verðin voru í ágætu samræmi við það, sem var í bókinni en ég veit svo sem ekki hvernig verðlag hefur þróast í Rússlandi síðasta árið.
Og Huginn, þú verður náttúrulega að fara niður til Mexíkó. Ameríka verður ekki virkilega spennandi fyrr en þú ert kominn suður fyrir Rio Grande 🙂
Vil endilega taka undir þetta með Richard Quest, hann slær öll met með glottinu og sjálfumgleðinni. Jú, jú, maðurinn er eflaust skarpgreindur en framkoma hans skyggir bara svo á það…
Að sjá manninn á skjánum minnir mig alltaf að draga djúpt andann að einhverju með mjög sterkri piparmyntulykt.
Ekki það að CNN er í litlu uppáhaldi hjá mér almennt séð. Finnst BBC News ólíkt betri. Enda krónískur BBC-aðdáandi :confused: