Nöldur og Leh-Nerd Skin-Nerd

Þýðendur á RÚV eru margir hverjir snillingar. Til dæmis var þátturinn af “That 70s Show” áðan stórskemmtilegur.

Til að byrja með var orðið **”Burrito”**, sem ég þekki ágætlega, þýtt sem **”Hlöllabátur”!!!** Og nei, ég er ekki að grínast.

Einnig var setningin “Chap stick is not lipstick” þýtt sem **”Prjónn er ekki varalitur”**. Ætli þýðandinn hafi lesið yfir þessa þýðingu? Chap stick þýðir auðvitað varasalvi. “Chop Sticks” eru hins vegar prjónar notaðir til að borða mat.

Þetta var nöldur dagsins.


Mjög gott kvöld framundan. Hvað er betra til að koma sér í stuð en að hlusta á Lynyrd Skynyrd? Ég veit það ekki. Mæli með “I ain’t the One” af [Pronounced Leh-Nerd Skin-Nerd](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00005RIKI/qid=1097350035/sr=8-1/ref=sr_8__i1_xgl15/102-9937534-5255347?v=glance&s=music&n=507846), algjör snilld. Rokk gerist ekki mikið betra. I ain’t the One og Simple Man eru bæði stórkostleg lög og svo líka lokalagið. Hvað heitir það aftur? Já, [Freeee Bird](https://www.eoe.is/myndir/NewOrleans/source/zmyndir22.html)!

Er að klára að horfa á kappræður Bush og Kerry áður en ég fer út. Bush átti m.a. eitt snilldarkvót:

>There’s rumors on the internet**s**

Jammm, Bush er snillingur. Meira um þetta síðar.


Boston RedSox eru [komnir áfram](http://www.mlb.com/NASApp/mlb/bos/news/bos_gameday_recap.jsp?ymd=20041008&content_id=887527&vkey=recap&fext=.jsp) í bandaríska hafnaboltanum. Það er gott mál, enda eru þeir nú mitt lið eftir að Cubs duttu úr leik. Vonandi komast Yankees líka áfram, svo Boston geti unnið þá líka. Þá verða margar andvökunætur framundan hjá mér…

6 thoughts on “Nöldur og Leh-Nerd Skin-Nerd”

  1. Hérna hvernig er þetta… er það eitthvað markmið hjá þér að halda bara með liðum sem hafa einhverja langa baksögu af því að vinna aldrei aðaltitilinn? Úr Cubs í Red Sox!!!

    Strumpakveðjur 🙂

  2. Nei, það er svosem ekkert sérstakt markmið, en þetta virðist samt gerast. Öll þau lið, sem mér þykir vænt um í bandarískum íþróttum eru annaðhvort frá Chicago eða Boston.

    En reyndar er ég með eindæmum óheppinn í vali á íþróttaliðum. Uppáhalds hafnaboltaliðið mitt hefur ekki unnið í 90 ár, uppáhaldsfótboltaliðið hefur ekki unnið titil í 13 ár og svo framvegis :confused:

  3. Segðu mér Einar,

    Muntu geta séð/hlustað á Red Sox – Yankees leikina í beinni á mlb.com ?

    Ef svo er, hvernig ber maður sig að og kostar þetta eitthvað?

    Sammála þér í því að Boston vinni vonandi helvítis Yankees.

    Mets þó bestir til heiðurs Seinfeld.

  4. Jamm, Bjarni, það er ekkert mál að horfa á þetta. Að því gefnu að þú sért ekki í USA, Japan eða Karabíska hafinu (þar sem leikirnir eru sýndir í sjónvarpi), þá geturðu keypt þér aðgang að úrslitakeppninni á þessari síðu: [MLB.tv](http://mlb.mlb.com/NASApp/mlb/mlb/video/mlb_tv.jsp). Allir leikirnir í úrslitakeppninni kosta 15 dollara, eða um þúsund kall. En þetta er erlent niðurhal. Áætla má að hver leikur ef þú horfir á hann í heild sinni, sé um 3-400 mb.

  5. Veistu hvaða sjónvarpsstöðvar á norðurlöndum gætu verið að sýna þetta? Eða til að vera nákvæmur, veistu hvort það eru e-r sportbarir í Kaupmannahöfn? :o)

Comments are closed.