Kappræður & djamm

Kláraði að horfa á Bush-Kerry kappræðurnar. Bush var umtalsvert betri en í fyrra skiptið, en að mínu áliti vann Kerry þetta aftur nokkuð örugglega. Bush var á tíðum pirraður og reyndi ítrekað að vera fyndinn, sem virkaði ekki alveg.

Gunni vinur minn benti á að Bush hefði virkilega vantað trommuleikara með sér. Þannig að í hvert skipti, sem hann reyndi að vera fyndinn hefði komið: “Da dam Tjissss”. Hann sagði alltaf brandarann og beið svo eftir að einhver myndi hlægja. Mjög fáir hlógu að bröndurunum, en þeir hefðu kannski virkað betur með trommunum.


Annars fór ég í gærkvöldi með vinum mínum útað borða og svo á Hverfisbarinn. Mjög skemmtilegt kvöld. Talaði við fullt af skemmtilegu fólki, þar á meðal [Soffíu](http://www.voffvoff.blogspot.com), sem ég hafði aldrei hitt áður og [Óla](http://www.obalogy.com/), sem ég held að ég hitti í hvert skipti, sem ég fer á Hverfis. Ég fékk mér nokkra bjóra í fyrsta skipti í langan tíma og fann aðeins á mér, en ekki alvarlega. Að lokum vil ég enn endurtaka þá kröfu mína um að stelpur á föstu verði sérstaklega [merktar](https://www.eoe.is/gamalt/2003/10/02/22.59.00/index.php) á íslenskum skemmtistöðum. Það væri mun þægilegra að fá að vita það fyrirfram í stað þess að það komi fram í [miðri setningu](https://www.eoe.is/gamalt/2003/08/15/23.07.50/index.php). Myndi án efa spara tíma og fyrirhöfn.

2 thoughts on “Kappræður & djamm”

  1. Takk fyrir síðast!! Ótrúlega gaman að hitta þig loksins 🙂 Ég hefði þó viljað koma betur fyrir, var hálf þvoglumælt og röflandi :blush: :biggrin2:

  2. Sömuleiðis! Annars, þá varstu ekkert þvoglumælt eða röflandi sko. Ég var ekki fullur, þannig að ég man þetta allt 🙂

Comments are closed.