Fínn pistill eftir Jensa á Pólitík.is: [Um afturvirkan pósitífisma](http://www.politik.is/?id=953). Greinin er mun skemmtilegri en titillinn gefur til kynna. Einnig er myndskreytingin við pistilinn án efa sú besta, sem birst hefur á íslensku vefriti. 🙂
Ég hef áður fjallað um “[A Grand don’t come for free](http://www.pitchforkmedia.com/record-reviews/s/streets/grand-dont-come-for-free.shtml) með snillingnum Mike Skinner, aka The Streets. Ég er ekkert lítið hrifinn af þessari plötu.
Hún hefur þann stórkostlega eiginleika að koma manni aftur og aftur á óvart. Í raun hefur álit mitt á plötunni breyst í hvert skipti, sem ég hef hlustað á hana:
Fyrsta skiptið: Alltof skrítið
3. skipti: Ágætis plata, en ekkert sérstaklega grípandi
5. skipti: Lögin verða meira og meira grípandi
10. skipti: Þetta er algjör fokking snilld
15. skipti: Í alvöru talað, þetta er ein af 10 bestu rapp plötum allra tíma!
Þannig að ef þið hafið hlustað á plötuna nokkrum sinnum og ekki verið hrifinn, verið róleg. Gefið honum sjens. Jafnvel þau, sem fíla ekki hefðbundið hip-hop, gætu orðið hrifin. Svo mikil er snilldin.
Ég er einmitt á þessu 3.skiptis-stigi núna, hef rennt þessari plötu tvisvar í gegn og hlustað á nokkur einstök lög oftar en mér finnst hún enn ekki vera jafn öflug og Original Pirate Material var fyrir tveimur árum.
En ég veit þó af reynslu að bestu plöturnar eru oft þær sem maður er lengi að komast inn í, þannig að ég held áfram að gefa henni séns. Skinner er samt algjör snillingur sko.
Ætli ég sé ekki einhvers staðar milli 5. og 10. skiptis, þetta er snilld en ekki ennþá fokkings snilld. Ég er einmitt ekkert sérstaklega hrifin af rappi (Quarashi undantekning) en þessi diskur er að koma sterkur inn 🙂