Það er komið að því. Leikur 7 á milli New York Yankees og Boston Red Sox. Þetta verður rosalegt. Það er engin furða að ESPN spyrji sig hvort þetta sé “[The Most anticipated game ever](http://sports.espn.go.com/mlb/playoffs2004/columns/story?columnist=caple_jim&id=1905582)”
Ég ætla sko að vaka í nótt. Leikurinn byrjar á miðnætti og mun standa yfir til að minnsta kosti 3-4, kannski lengur. Boston og New York voru í svipaðri stöðu fyrir ári og þá vann New York eftir margra klukkutíma leik. Í ár unnu New York fyrstu þrjá leikina í einvíginu og allir héldu að þetta væri búið, en Boston hefur tekist hið ómögulega og unnið þrjá leiki í röð. Ef þeir vinna fjórða leikinn og þar með komast áfram verður það eitt merkasta afrek íþróttasögunnar. Eitthvað, sem menn munu aldrei gleyma.
Kona, sem [sendi Bill Simmons bréf frá Englandi](http://sports.espn.go.com/espn/page2/story?page=simmons/cowbell/041020), orðaði þetta vel
>Bottom line, if your team is out, you’re rooting for the Red Sox. I’m not staying up to 5:30 in the morning (London time) because my beloved Braves are one game away from the World Series. **I’m staying up till 5:30 because I want good to triumph over evil**. I want all those arrogant Yankees fans to eat crow. I want to hear all the whining about how the calls aren’t going the Yanks way (after years of calls going their way). And I DEFINITELY want Steinbrenner (*eigandi Yankees*) to throw an absolute fit — I mean, throw chairs, break windows, fire people, etc. Red Sox nation needs to understand this — I’m not alone. There are MILLIONS of fans around the globe rooting for the Sox. I walk the streets of London and I see blue caps with the red B everywhere I go. This series is bigger than just New England. This IS the most exciting series in my life, if not all time.
Þetta er það sem málið snýst um. Það er hreinlega ekki hægt að halda með Yankees. Öll þið, sem labbið um með Yankees húfur, takið þær niður. Yankees er lið djöfulsins. Allir, nema nokkrir óþolandi New York búar, hata liðið. Það verður að stoppa Yankees og Red Sox verður að vera liðið, sem stoppar þá.
Tveir af bestu vinum mínum í Bandaríkjunum eru Boston aðdáendur og ég veit að þeir eiga eftir að flippa út ef Boston tekst að vinna. Ég vona svo sannarlega að við munum hafa tækifæri til að fagna í kvöld.
Go SOX!
Það hafðist 😉
Lífið er gott :biggrin:
Kíkið á þennan kommentaþráð… as it happened:
http://nielsenhayden.com/makinglight/archives/005640.html#005640
Vá, þeim tókst það! Fjórir sigrar í röð gegn The Evil Empire! Snilld…