Þar sem að eldhúsið er að komast í lag og ég eldaði mínu fyrstu máltíð í langan tíma í kvöld, þá er ekki úr vegi að gera upp veitingastaðaflakk mitt á síðustu 3 vikum.
Ég er kannski að fara útá hálan ís, þar sem ég á sjálfur veitingastað en so be it. Tel mig vera ágætlega hæfan til að segja álit mitt á veitingastöðum, þrátt fyrir hagsmunatengsl 🙂
**Indókína**: Helvíti góður matur. Pantaði mér karrí eitthvað og núðlur. Núðlurnar voru sirka 300 sinnum betri en á Nings. Mæli með því
**Shalimar**: Ágætu indverskur matur, en samt ekki nógu gott. Eitthvað ódýrara en Austurlandahraðlestin, en verðmunurinn er ekki nógur til að vega upp gæðamuninn.
**Austurlandahraðlestin:** Æði. Rosalega dýrt, en það breytir litlu. Eina pirrandi er að það er ekki heimsending.
**McDonald’s**: Ég elska McDonald’s, en nýja Caprice samlokan er djók. Fáránlega lítil og ekki góð á bragðið. Svei mér þá ef þetta er ekki eini vondi rétturinn á McDonald’s, fyrir utan fiskborgara.
**Eldsmiðjan**: Pollo Loco pizzan er æði. ÆÐI! Besta pizza á Íslandi.
**Krua Thai**: Uppgötvun síðustu vikna. Fór þarna á leiðinni heim úr vinnu og keypti tvo rétti, sem ég man ekki nafnið á, en þeir voru báðir snilld.
**Pret-A-Manger**: Tók með mér samloku af Heathrow og ætlaði að borða í flugvélinni, en endaði á því að borða hana hérna heima, þannig að það telur með. Frábærar samlokur
**Quizno’s**: Fór þangað í fyrsta skipti í 3 ár. Umtalsvert betra en í minningunni. Bestu skyndibita samlokur á Íslandi, segi ég og skrifa.
**Salatbar 10-11**: Borðaðið þarna 4-5 sinnum. Fínt. Prófaði einnig nýjar Júmbó samlokur, sem voru góðar.
**Subway**: Veit ekki almennilega af hverju ég dýrkaði einu sinni Subway. Jú, þetta eru ágætis samlokur, en samt ekkert stórkostlegt. Kannski fékk ég bara leið. Allavegana, finnst Quizno’s núna betra.
**Serrano**: Ókeypis matur, sem er alltaf plús. Einhvern veginn þá fæ ég ekki leið á matnum á Serrano. Fyrir utan utanlandsferðir hafa aldrei liðið meira en 3 dagar á milli máltíða minna á Serrano. Alltaf jafngott 🙂
**Apótekið**: Frábær staður. Fékk lax og kálfakjöt. Snilld.
**Vox á Nordica**: Snilld. Með betri máltíðum, sem ég hef fengið á Íslandi.
Þannig er nún það. Fyrir þá, sem hafa ekki prófað þá, þá mæli ég með Hraðlestinni og Krua Thai.
Ágætis ástæða [til að kjósa John Kerry](http://www.ivillage.com/ivillage/election2004/pages/0,,613975_632829,00.html?arrivalSA=1&cobrandRef=0&arrival_freqCap=2):
>Favorite movie of the past year: Old School
[Old School](http://www.imdb.com/title/tt0302886/) er ekkert eðlilega fyndin mynd.
Skjár Einn er í ónáð hjá mér, þar sem þeir hafa þrjár vikur í röð lofað nýjum Queer Eye en svo sýnt gamla þætti. Legg til að við förum í kröfugöngu útaf þessu hræðilega óréttlæti.
Ókei, ókei, bíddu … er þetta djók eða?
Þetta eru 13 veitingastaðir sem þú nefnir þarna. Af þeim þá er einn í þinni eigu (Serrano) og þrír sem geta talist skyndibitastaðir (Quizno’s, Subway & McD). Síðan eru þetta níu veitingastaðir.
Ég hef farið fjórum sinnum út að borða í ár. Fjórum sinnum (ókei, nær þrjátíu skiptum ef við teljum Subway og American Style með, en samt… )
Hvernig nennirðu þessu? Í alvöru, það getur verið að ég sé rosalega sorglegur að segja þetta en ég er bara hneykslaður. Hvort ég er hneykslaður út í sjálfan mig eða þig er hins vegar erfitt að segja.
:confused: Ég þarf að bæta mig. Þrettán sinnum á þremur vikum.
Ok ok, byrjum á byrjuninni. Til að byrja með, þá er grundvallarmunur á okkur tveimur: Í fyrsta lagi, þá átt þú eldhús og í öðru lagi ert þú á föstu.
Þar að auki myndi ég stækka skyndibita skilgreininguna þína. Indókína, Shalimar, Krua Thai, Eldsmiðjan og Austurlandahraðlestin eru allir “Take Away” staðir, eða með heimsendingu. Þannig að einu alvöru veitingastaðirnir, sem ég fór actually á, settist niður og borðaðið voru Apótek og Vox. Á hinum tók ég matinn með mér.
En það breytir því náttúrulega ekki að þetta er stórkostlegt afrek hjá mér 🙂
Ó, þú settist niður á tveimur. Tókst rest með þér heim. Þá líður mér betur, þar sem ég hef sest inná tvo staði í haust. 🙂
Þú verður að prófa pizzu merkta “S” (Il meglio del pizzaiolo) á Eldsmiðjunni. Hún er SVAKALEGA góð.
… annars held ég að maturinn á Austurlandahraðlestinni sé með þeim allra bestu 🙂
Hvar nákvæmlega er Krua Thai?
Hann er á Tryggvagötu.
Krua Thai er gamla Stélið. Verð sjálfur að mæta þangað fljótlega. Er að heyra rosalega góða hluti um staðinn.
Uss, þeir taka ekki við þér jakkafatalausum :biggrin: