Ðí Batselorette

Ó, ég elska raunveruleikasjónvarp! Núna er byrjað ný sería af The Bachelorette, þar sem nokkrir strákar keppa um hylli þessarar [þrítugu gellu](http://www.ruggedelegantliving.com/a/images/Elegant.Meredith.One.Rose.jpg). Ég missti af fyrsta þættinum vegna Liverpool fótbolta, en sá þátt númer 2 í gær. Hann var snilld! Gargandi snilld!

Í fyrsta lagi var það hálf scary að nokkrir þessir gaurar voru jafngamlir og ég, en þeir voru allir að pipra á lífinu og vildu helst ekki bíða stundinni lengur eftir því að eignast börn. Þeir voru allir ofsalega hrifnir af þessari Meredith og sáu hana fyrst og fremst sem eitthvað, sem gæti fært þeim þessi börn. Í þessum þætti fékk einn gaurinn prívat stefnumót, en hinir voru á hóp-stefnumótum.

Það voru í raun engin takmörk fyrir fáránlegum línum hjá þessum gaurum í þættinum. Fyrstan ber að telja gaurinn, sem Meredith fékk einkastefnumót með. Þau hittust í einhverri höll og áttu þar að borða saman. Meredith spyr hann þá hver séu áhugamál hans. Ég er ekki með svarið 100%, en það var eitthvað á þessa leið:

>I like to travel, but I’m not the outdoor-sy type. I’m still caught in the whole metrosexual thing. I love to take care of myself.

Vá! Þetta er eiginlega OF mikil snilld. Samkvæmt vísindalegum [könnunum](https://www.eoe.is/gamalt/2004/01/18/23.57.24/) á ég víst að teljast dálítið metró, en aldrei dytti mér í hug að monta mig af því við stelpu. Eru ekki stelpur fyrst og fremst að leitast eftir því að menn séu sæmilega vel lyktandi og snyrtilegir, en ekki að þeir geti talað um safnið sitt af húðkremum? Þannig ímynda ég mér þetta allavegana. Já, og þýðendur Skjás Eins þýddu metrósexúal sem “buxnaskjóni”!!!

Allavegana, gaurinn hélt svo áfram að sýna sig. Skyndilega kom svo inn þjónn og hellti vín í glösin þeirra. Gaurinn stoppaði þá þjóninn og sagði án efa bestu línu þáttarins:

>ahm, do you have some Californa Oak Chardonnay.

Halló. Í fyrsta lagi, þá biður enginn karlmaður um hvítvín! Í öðru lagi, hversu tilgerðarlegt er að biðja einhvern random þjón um einhverja ákveðna tegund af hvítvíni? Come on! Ef ég væri stelpan, hefði ég ælt nákvæmlega á þeirri stundu.

Allavegana, það voru samt fleiri, sem voru enn meira desperate. Til dæmis einn, sem lá uppí rúmi með Meredith og sagði: “Ég get ímyndað mér þig ólétta með barnið okkar”. KRÆST!

Já, og annar, sem loksins náði “one on one” tíma með Meredith og nýtti þann tíma til að segja: “I want something, I want Kids”. Hann fékk ekki rós. Ég veit ekki alveg hvort gaurarnir eru að tapa sér eða hvort þeir hafi lesið of mikið af bókum, sem segi að allar stelpur séu að leita sér að “commitment” eða einhverri ámóta vitleysu.

Ég hef áður haldið því fram að Bachelorette geti aldrei verið jafn skemmtilegur og The Bachelor vegna þess að strákar geta/nenna ekki að rífast jafn mikið og stelpur og því verður ekkert um slagsmál og rifrildi. Hins vegar eru þessir gaurar svo stórkostlega desperate að þetta lítur út fyrir að þetta verði verulega skemmtileg þáttaröð.

Já, fyrir utan það að ég veit hver vann. En auðvitað segi ég ekki frá því hér.

7 thoughts on “Ðí Batselorette”

  1. Snilld, þarf að líta á þetta næst.

    Varðandi vínið, var hann ekki bara að reyna heilla stelpuna um hvað hann viti mikið en segir í raun ekkert.

    Held hann ætti að lesa sig smá til og biðja næst um ákveðinn framleiðanda, eða dal fremur en að byrja um vín í eikartunnum.

    Annars er ég alltaf að bíða eftir wifebeater í Bachelorrett, það væri sjónvarpsefni. Hún myndi pottþétt velja hann, konur falla alltaf fyrir vonda kallinum.

  2. Jú, hann var auðvitað að reyna að sjarmera hana með því að sýna hvað hann væri mikill vín connoisseur. En þetta kom bara út svo hræðilega tilgerðarlegt 🙂

    Og Schweppes, ég var búinn að sjá myndbandið, sem þú ert (að ég held) að benda á. Ég er hættur að hneykslast á henni. Það er orðið svo augljóst að þetta er bara grín hjá henni. Hún reynir að koma með nógu fáránlegar setningar og við það eykst athyglin og hún selur fleiri bækur. Held að flestir séu hættir að taka þetta bull í henni alvarlega.

    Tucker er hins vegar fáviti. Og leiðinlegur í þokkabót.

  3. hahaha .. ég er svooooo sammála þér.

    Ef ég færi á deit með gaur og það fyrsta sem hann myndi tala um væru barneignir þá væri ég fljót að flýja .. þúst … djísús .. ég vil ekki kynnast ameríkana..

  4. Það, sem mér finnst magnað við þetta er að þeir virðast nota þetta barneignardæmi til að reyna að heilla stelpuna. Og það eftir að hafa þekkt hana í svona korter. Ég bara get ekki ímyndað mér annað en að stelpum finnist það hálf skrítið. Þótt mig langi til að eignast börn einhvern daginn, þá myndi mér bregða verulega ef að stelpa færi að tala um barneignir á fyrsta stefnumóti 🙂

  5. Ugh… æi… það virðist vera hægt að grafa upp ótrúlega mikið af vitleysingum.

    Neita annars að horfa á þennan þátt… ég þykist hafa standart.

    Strumpakveðjur 🙂

Comments are closed.