Jæja, ég er búinn að eignast nýja tölvu. Það eru viss stórtíðindi, þar sem gamla heimilstölvan var orðin meira en 4 ára gömul.
Gamla tölvan, sem var Apple Powermac G4 var orðin dálítið lúin, þrátt fyrir að hún hafi **aldrei** bilað. Hún var hins vegar orðin hæg í sumum vinnslum og ákvað ég að uppfæra.
Nýja tölvan mín er **fallegasta tölva í heimi**, [iMac með 20 tommu skjá](http://www.apple.com/imac/design.html). Öll tölvan er inní þessum æðislega skjá. Ég er alveg í skýjunum yfir þessari nýju tölvu (sjá mynd).
Núna hef ég loksins ekki afsakanir fyrir því að fresta ýmsum verkefnum, sem ég var búinn að taka að mér og er núna að uppfæra nokkra vefi, sem ég hef umsjón með. Er með dúndrandi hausverk, sem ég er búinn að vera með í allan dag, en reyni að láta það ekki hafa of mikil áhrif á mig. Þessi hamingjusvipur á myndinni er því frekar mikil tilgerð hjá mér, enda er ég alveg hræðilega þreyttur 🙂
Til hamingju með vélina! Ég er enn í skýjunum yfir Powerbookinni minni og get ekki tekið glottið af mér yfir hvað hún er falleg. 🙂
…til lukku með nýjasta fjölskyldumeðliminn…. 🙂
til hamingju með tölvuna. þið lítið voðalega vel út saman þarna.
hafðu það gott um áramótin.
*öfund*
lítið um það annað að segja.
kv, tobs
Vá mig langar gegt í svona tölvu 😉
hver þarf kærustu þegar maður á svona fína tölvu?
Vá, segi ég nú bara. Ég held ég sé ástfangin af skjánum þínum. Má ég koma í heimsókn og dást að honum, ég lofa að slefa ekki mjög mikið :biggrin:
Já, veistu Katrín, þótt að tölvan sé falleg þá er hún nú ekki svona góð.
HeiðaB, ekkert mál. 🙂
Og Gummijóh, ég er ennþá að jafna mig á þeirri tilhugsun að þú skulir vera orðinn Makka maður, en það er náttúrulega snilld 🙂
hmm já vantar kannski eitt krúsjal part sem hún getur aldrei uppfyllt :blush:
en annars!