Ég er undir einhverri svakalegri SPAM kommenta-árás. Eyddi 30 kommentum í hádeginu, en þau hafa komið jafnharðan inn. Það gengur ekki að setja inn MT-Blacklist hjá mér (fokking Windows server). Veit einhver hvað ég get gert?
Auk þessa er iPod-inn minn bilaður. Ég held hreinlega að ég fari heim og gráti mig í svefn.
Þeir, sem hafa hins vegar áhuga á að spila póker á netinu eða kaupa sér ódýrt viagra, geta fundið linka við sitt hæfi með flestöllum færslum á þessari síðu 🙂
Ég lenti í þessu fyrir áramót eins og þú veist, síðan krassaði í kjölfarið og ég lenti í þvílíku heavy þunglyndi.
Síðan var mér bent á gott ráð. Farðu inn í MT-stýrikerfið og lokaðu á öll komment í eins og einn dag. Sem sagt, “approve comment” dæmið þar sem þú þarft að samþykkja öll ummæli áður en þau berast á síðuna … ef þú virkjar það í eins og einn sólarhring þá hættir SPAM-árásin.
Ég veit ekki af hverju, en það virkar. Prófaðu það … við lifum alveg af án þess að kommenta hjá þér þangað til annað kvöld. 😉
Annað sem virkar vel er að breyta nafninu á commenta scriptinu, breyta sem sagt “comments.cgi” í “eitthvaðannað.cgi” og þá þarftu líka að bæta við línunni “CommentScript eitthvaðannað.cgi” í mt.cfg – þetta svínvirkaði fyrir mig þegar ég fékk þessi leiðinda spamcomment
Eitthvað að gagni hér?: http://www.jayallen.org/comment_spam/forums/lofiversion/index.php/t272.html
Takk, allir. Palli, þetta staðfestir bara að það er einhver böggur á að keyra þetta á Windows server. Ég er orðinn vanur að allt sniðugt dót virki ekki á Windows server.
Annars, áður en ég prófa lausnina hans Kristjáns, þá ætla ég að prófa lausnina hans Svenna 🙂
Endilega segðu mér hvort hún virkar. Þá nota ég hana næst líka … 🙂
Aðferðin hans Svenna virkaði semsagt ekki. Núna er ég búinn að verea með kommentabann í sólahring, svo það er spurning hvort það virki 🙂