Davíð, Halldór, Írak og Ísland

ir-sol.jpgBlaðamaður The Economist hefur ferðast með bandarískri hersveit í Írak undanfarnar vikur.

Í síðasta blaði birtist [grein eftir hann](http://economist.com/displaystory.cfm?story_id=S%27%29%288%2EQQ%5B%27%21%40%213%0A). (úr blaðinu 7.janúar – hægt að sækja um eins dags passa til að sjá hana)

Þessi grein er mögnuð, hér eru nokkrir hlutar, sem *allir* ættu að lesa. Nota bene, þetta er THE ECONOMIST, hægri sinnað blað, sem studdi upphaflega stríðið í Írak:

>”There is only one traffic law in Ramadi these days: when Americans approach, Iraqis scatter. Horns blaring, brakes screaming, the midday traffic skids to the side of the road as a line of Humvee jeeps ferrying American marines rolls the wrong way up the main street. Every vehicle, that is, except one beat-up old taxi. Its elderly driver, flapping his outstretched hands, seems, amazingly, to be trying to turn the convoy back. Gun turrets swivel and lock on to him, as a hefty marine sargeant leaps into the road, levels an assault rifle at his turbanned head, and screams: ‘Back this bitch up, motherfucker!’

>”The old man should have read the bilingual notices that American soldiers tack to their rear bumpers in Iraq: ‘Keep 50m or deadly force will be applied.’ In Ramadi, the capital of central Anbar province, where 17 suicide-bombs struck American forces during the month-long Muslim fast of Ramadan in the autumn, the marines are jumpy. Sometimes, they say, they fire on vehicles encroaching with 30 metres, sometimes they fire at 20 metres: ‘If anyone gets too close to us we fucking waste them,’ says a bullish lieutenant. ‘It’s kind of a shame, because it means we’ve killed a lot of innocent people.'”

Blaðamaðurinn bendir einnig á eina vitleysu, sem George W. Bush, sem og aðdáendur hans á Íslandi, Davíð og Halldór, hafa endurtekið í sífellu. Það er algjört bull að meirihluti uppreisnamanna séu útlendingar. Nei, þetta eru Írakar að berjast á móti innrásarliðinu. Einsog segir í greininni:

>Of over 2,000 men detained during the fighting in Fallujah, fewer than 30 turned out to be non-Iraqi.

Einnig:

>It is impossible to mearure the insurgents’ power with much accuracy. Official American reports are absurdly sunny, prone to focus on deliveries of footballs to Baghdad’s slums rather than attacks on army patrols.

Og að lokum:

>”they detained 70 men from districts indentified by their informant as ‘bad.’ In near-freezing conditions, they sat hooded and bound in their pyjamas. They shivered uncontrollably. One wetted himself in fear. Most had been detained at random; several had been held because they had a Kalashnikov rifle, which is legal. The evidence against one man was some anti-American literature, a meat cleaver, and a tin whistle. American intelligence officers moved through the ranks of detainees, raising their hoods to take mugshots: ‘One, two, three, ji haa ad!’ A middle-tier officer commented on the mission: ‘When we do this,’ he said. ‘We lose.'”

Mögnuð grein.


do.jpgÞað er ansi margt við hrokann í Davíð Oddsyni, sem fer í mínar fínustu taugar. Samt, hefur hann eiginlega toppað sig alloft síðustu daga. Til dæmis endurtekur Davíð nú í sífellu að það sé hvergi í heiminum umræða um að taka nöfn landa af lista hinna staðföstu. Og af því leiði að við Íslendingar ættum ekki að vera að tala um “slíka vitleysu”. Semsagt, ef að útlendingar tala ekki um hluti, þá eigum við ekki að gera það hérna á Íslandi.

Þegar Davíð ver Íraksstríðið og gjörðir sínar í tengslum við það, þá er hann að verja svo hræðilega slæman málstað að málflutningur hans verður býsna skrítinn. Til dæmis þegar hann gefur í skyn að andstæðingar stríðsins séu sjálfkrafa andstæðingar uppbyggingar í Írak. Þessi klása í [Moggafrétt](http://www.mbl.is/mm/frettir/innlent/frett.html?nid=1119699) er hreint mögnuð:

>[Davíð] sagði að ekki væri nokkur vinnandi vegur að láta ástandið í Írak vera óbreytt og öll þau ríki, sem lögðust gegn hernaðaraðgerðunum á sínum tíma, væru nú á skjön við umræðuna hér á landi því ekkert ríki vildi að hætt yrði við uppbygginguna í Írak. Spánverjar væru nú að leggja fram 20 milljónir evra til að tryggja að þingkosningar geti farið fram í Írak og Frakklandsforseti hefði sagt í gær, að kosningarnar í Írak verði að fara fram.

Þetta er svo mikill útúrsnúningur og rökleysa hjá Davíð að það hálfa væri nóg. Í fyrsta lagi, þá lætur hann einsog fólk, sem gagnrýnir hann og Halldór fyrir fyrir þeirra aðkomu að stríðinu, sé í raun að gagnrýna uppbyggingastarf í Írak! Það er náttúrulega algjör þvæla og Davíð veit það vel. Ég leyfi mér nánast að fullyrða að 100% Íslendinga styðji uppbyggingarstarf í Írak. Auðvitað! Það er það minnsta, sem þjóðir geta gert eftir innrás. Þjóðir einsog Frakkar og Þjóðverjar voru á móti stríðinu, en sýna samt mikinn dug með að taka þátt í að hreinsa upp ruglið eftir Bandaríkjamenn. Það að þessar þjóðir taki þátt í uppbyggingunni eftir eyðileggingu Bandaríkjamanna þýðir þó EKKI að þessar þjóðir séu að gefa sjálfu stríðinu sitt samþykki.

Þessi umræða hér á landi, sem Davíð talar um, snýst um að Íslendingar eru á móti þessu stríði, sem nafn okkar lands var lagt við. Hún snýst EKKI um að við séum á móti uppbyggingarstarfi í Írak. Þetta veit Davíð Oddson og því ætti hann að hætta þessum útúrsnúningi.

Davíð og Halldór drógu okkur inní þetta stríð. Við erum á lista hinna staðföstu útaf þeim tveim. Okkar nafn hefur ítrekað verið notað til að sýna að þetta stríð njóti stuðnings í heiminum, sem það gerir alls ekki. Til að réttmæta stríðið hefur George Bush margoft endurtekið það að fjöldamargar þjóðir séu á lista hinna staðföstu. Þess vegna hjálpar þáttaka Íslands Bandaríkjamönnum við að réttlæta þetta stríð. Það að nafn okkar skuli vera á þessum lista er til skammar fyrir Ísland. Davíð og Halldór *bera ábyrgð* á þessari vitleysu og það gera líka þeir þingmenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar, sem þora ekki að segja foringjunum til syndanna.

Nei, við erum ekki beinir þátttakendur í stríðinu, en við höfum auðveldað Bandaríkjamönnum verkið og nafn okkar á listanum hefur gefið stríðinu meira lögmæti. Því *er* Ísland ábyrgt fyrir því, sem er að gerast í Írak. Allar aðrar þjóðir heims mátu það svo að listi hinna staðföstu væri listi þeirra, sem studdu stríð. Þrátt fyrir að Davíð haldi öðru fram núna, þá er það samt svo.

Sem Íslendingur, þá skammast ég mín fyrir þessa ömurlegu ríkisstjórn. Það eina, sem ég get huggað mig við er að allavegana kaus ég ekki þessa flokka og mun sennilega aldrei gera.

6 thoughts on “Davíð, Halldór, Írak og Ísland”

  1. góður pistill hjá þér… alveg sammála því sem þú ert að segja í honum…

  2. Flottur pistill Einar. Ég er meira og minna svona 103,7% sammála þér. Hefði ekki getað orðað þetta betur sjálfur.

    Smá pæling samt: sástu Davíð í fréttum Stöðvar 2 í gær, laugardag? Þar sagði hann aðspurður um það hvort/af hverju þetta hefði ekki verið rætt innan utanríkismálanefndar, og hann sagði beisiklí:

    “Við vissum hvaða skoðun Steingrímur J. hefur á þessu máli, við vissum nokkurn veginn stöðu Frjálslyndra á þessari ákvörðun og við vissum að Samfylkingin hefði ekki neina ákveðna skoðun á þessu máli neitt frekar en öðrum málum, og því hefði það verið algjörlega tilgangslaust að ræða þetta mál í þessari nefnd.”

    Ég saup hveljur þegar ég heyrði hann segja þetta og hugsaði með mér, ég hlýt að hafa misheyrt eða misskilið það sem maðurinn sagði. Ég bíð ennþá eftir að sjá einhverja umræðu um þessi ummæli í fjölmiðlum, þar sem hann hreinlega getur ekki hafa sagt þetta.

    Eða hvað? Sástu þetta nokkuð, Einar?

  3. Já einmitt ég var að finna þetta sjálfur. Ótrúleg ummæli, og enn einn votturinn um þvílíkan hroka maðurinn hefur að búa yfir.

    Einnig, er það ekki hámark æðruleysisins að bera ákvörðunina um að fara í Íraksstríðið, sem hefur kostað þúsundir manna lífið, saman við ákvörðunina um að skella sér í uppskurð síðasta sumar?

    Þetta hlýtur að vera einhver lélegasta samlíking sem ég hef heyrt um… að af því að kallinn “tekur ekki til baka samþykki sitt” um að fara í uppskurð síðasta sumar, þá eigum við að sama skapi ekki að taka til baka samþykki okkar fyrir stríði?

    Ótrúlegur.

  4. Jamm, það er í raun með ólíkindum hvers lags bull hann fær að koma með í fréttirnar án þess að fréttamenn svo lítið sem biðji hann um smá útskýringu.

    Þessi samlíking með uppskurðinn er náttúrulega fáránleg. Annars í öllu þessu, þá finnst mér Ármann Jakobs koma með góðaa punkta í [pistli á Múrnum](http://www.murinn.is/eldra_b.asp?nr=1484&gerd=Frettir&arg=5):

    >Aldrei þessu vant er greinarhöfundur Múrsins frekar sammála Davíð og finnst hálfblætiskennt að tala mikið um þennan lista eða að leggja til að Ísland verði „tekið af“ honum. Enda er það tal að mestu bundið við nokkra stjórnarandstöðuþingmenn sem hafa gaman af að hlutgera málin. Þannig að það er full ástæða til að verða við áskorun Davíðs og hætta að tala um listann. Og kannski er ráð að bjóða Davíð samning. Að listinn verði ekki nefndur aftur gegn því að:

    >1. Ríkisstjórn Íslands og Davíð og Halldór persónulega viðurkenni að það hafi verið rangt að styðja innrásina í Írak.

    >2. Þeir hinir sömu menn biðji þjóðina afsökunar á að hafa byggt stuðning sinn á fölsunum og óígrunduðum áróðri í stað þess að hlusta á þá fjölmörgu sem vöruðu við þessari innrás.

    Í raun eru þessir tveir punktar aðalmálið í gagnrýninni.

  5. Já þetta er eins og talað út úr mínum munni. Þekki marga ágætis Sjálfstæðismenn, sem ég tel vera skynsama og klára, en þegar kemur að því að ræða Davíð, orð hans og gjörðir er eins og þeir heyri ekkert, sjái eða vilji bara ekki skilja. Hvað fer eiginlega fram á þessum fundum hjá Sjálfstæðisflokknum ég bara spyr? Einhverskonar heilaþvottur?Flokksmenn eru bara eins og hundar í bandi hjá formanninum, jánka öllu sem hann segir sama hversu vitlaust og siðlaust það er.
    Ég held að við getum alveg eins beðið eftir að himininn falli eins og að bíða eftir að Davíð og Halldór viðurkenni mistök sín og biðjist afsökunar.
    Góður pistill

Comments are closed.