Ég verð að segja að ég hálfpartinn dáist að fólki, sem getur pikkað út manneskju á djamminu, gengið uppað henni og hafið samræður um ekki neitt.
Ég fer á djammið vegna þess að mér finnst það skemmtilegt, en auðvitað er vonin um að finna einhvern líka partur af þessu. Það situr þó svo lítið eftir að kvöldi loknu. Í gær sá ég svo sæta stelpu á dansgólfinu að ég fékk í magann þegar hún dansaði rétt hjá mér. Hún var svo sæt að ég fann mig næstum þvi knúinn til að fara uppað henni og segja eitthvað glatað. *Næstum því!* En ég vissi ekki hvað það átti að vera, svo ég hætti við. Svo sá ég hana uppi talandi við einhvern strák og þar með var hún útúr mínu lífi. Og ég get ekki einu sinni lýst henni almennilega í dag. Kannski ef ég hitti hana aftur myndi ég muna eftir henni. Kannski ekki.
Svo sá ég aðra stelpu á dansgólfinu og sama sagan endurtók sig.
Það situr ekkert eftir í manni. Einu skiptin undanfarna mánuði, sem eitthvað hefur setið eftir í mér daginn eftir, var þegar ég hitti stelpur, sem ég hafði hitt áður. Hitti fyrir einhverjum vikum eða mánuðum stelpu, sem ég var með í skóla einu sinni en hafði ekki séð í langan tíma. Hún stóð uppúr í minningunni daginn eftir, en það gera ekki stelpur, sem maður hittir í fyrsta skiptið á djamminu. Svona er það bara.
En ég var samt á æðislegu djammi. Var með vinnunni á Thorvaldsen Bar í mat og drykk og fór svo með nokkrum á Pravda og seinna á Hverfisbarinn, þar sem ég var eitthvað frameftir. Dansaði mikið og skemmti mér æðislega.
Kom þó heim og setti Damien Rice á og sofnaði á sófanum. O er ekki beint plata, sem ég hlusta á þegar ég er í stuði, þannig að eitthvað var ég daufur í lok kvöldsins.
Vaknaði í morgun og fannst að ég hefði gert einhvern skandal, en fattaði svo að kvöldið hafði bara verið æðislegt og ég hafði hvorki sagt né gert neitt vitlaust. Labbaði niður í bæ til að sækja bílinn minn og hélt að ég hefði losnað við þynnkuna, en eftir fótboltagláp var ég orðinn svo slappur að ég ákvað að fara að sofa. Vaknaði um kl. 7. Drakk 1 lítra af Kristal og horfði á Simpsons frá því í gær. Settist svo niður hér og hugsa minn gang. Sá að ég hafði fengið email frá fóstursystur minni í Venezuela, og talaði svo við góðan vin á MSN. Sit núna og hlusta á Sea Change með Beck. Ég eeeelska þessa plötu! Líður einsog það sé sunnudagskvöld en er því feginn að það er bara laugardagur.
Mér finnst alltaf erfitt að koma aftur í vinnuna eftir hlé. Þegar maður er í vinnuferðum erlendis eiga verkefnin til með að hlaðast upp á meðan. Ég mætti í vinnuna á fimmtudag frekar þreyttur eftir að hafa komið heim seint í daginn áður. Það er eiginlega dálítið yfirþyrmandi að lesa svona mikið af tölvupósti á svo stuttum tíma. Í vinnupóstinum höfðu hlaðist upp um 90 skeyti og í prívat póstinum um 10. Maður verður kolklikkaður á að lesa svona mikið af pósti og tilfinningarnar verða fáránlega brenglaðar.
Á tæpum klukkutíma komst ég að því að ég hafði móðgað eina manneskju verulega, fundur sem ég fór á fyrir nokkrum vikum – bar lítinn árangur, þessi aðili hafði verið að kvarta, þessi aðili er byrjaður á þessu, hinn aðilinn er byrjaður á hinu. Þessi er reiður, þessi er glaður og svo framvegis…
Það bærast svo margar tilfinningar með manni eftir allan þennan lestur. Maður er ánægður með einn hlut en fúll yfir öðrum. Allt saman var þetta eiginlega of mikið fyrir mig þann daginn, sérstaklega þar sem ég var svo þreyttur. Þannig að dagurinn varð allur hálf skrítinn. En svona er þetta.
veistu hvað.. ég held bara að þú ættir að láta þig hafaða og segja bara eitthvað glatað.. henni á hvort eð er ekki eftir að finnast það glatað nema hún sé merkikerti eða bara no good gella 🙂 og þúst þá viltu hana hvort eð er ekki
Jamm er sammála Katrínu. Taktu bara léttan Joey á þetta, settu þig í stellingar og segðu” How are you doing” 🙂 Annars veit ég ekki hvort að djammið sé endilega rétti staðurinn til að ná sér í feng. Þú gætir til dæmis prófað að eyða einum degi í matvöruverslunum víðsvegar um höfuðborgarsvæðið. Það er sagt að mörg sambönd hefjist þar, ekki spyrja mig hvernig það ferli fer fram. En þú gætir kannski fundið út hvar dansskvísan verslar og gripið um sama tómat og hún( eða eitthvað álika) og hafið samræður um hollustugildi tómata :biggrin2:
Sammála Katrínu. Mér finnst t.d. alltaf gaman þegar strákar koma upp að mér á djamminu og byrja að tala við mig…svo lengi sem þeir byrja ekki á að klípa í rassinn á mér eða í brjóstin og spyrja síðan hvort ég ætli ekki að koma með þeim heim.
Það hins vegar gerist alltaf. Ég hitti aldrei neina rómantíska stráka :confused: Ég held að þeir séu ekki til lengur, ég sver það!!!
Fyrirgefðu, Jóhanna, en hvernig í ósköpunum á maður að vera rómantískur á djamminu??? 🙂
Ég er reyndar ekki að leita mér að “one-night stand”, hef prófað það nokkrum sinnum og aldrei fengið mikið útúr því.
En auðvitað veit ég að maður á auðvitað að taka sjensana, en ég er snillingur að gera mér upp allskonar ástæður fyrir því að taka ekki af skarið. Plús það að í þau fáu skipti, sem ég geri eitthvað þá eru stelpurnar á föstu. Þetta er jú [Ísland](http://www.eoe.is/gamalt/2003/10/02/22.59.00). Svo var pointið hjá mér líka að það situr ekkert eftir. Ef að þetta væri manneskja, sem ég hitti reglulega þá væri ekkert vandamál en á djamminu hefur maður einhvern 5 mínútna glugga til að gera eitthvað og ef að það gerist ekkert þá, þá er það bara búið og gleymt eftir hálftíma.
Og ég sé aldrei neinar stelpur í Melabúðinni. Jú, nema ein, sem ég veit að er á föstu. 🙂
Annars átti þetta ekki að vera neitt kvart-blogg þrátt fyrir að það hafi endað þannig. Vildi bara koma því að hvað mér fyndist þetta furðulegt. Maður verður hrifinn af einhverri manneskju í 30 sekúndur og er svo búinn að gleyma henni.
Helst vildi ég bara að það kæmi inní mitt líf einhver manneskja, sem ég yrði hrifinn af og hefði tækifæri til að heilla. Einhver, sem myndi sitja eftir í hausnum á mér eftir að hafa hitt í einhver skipti. Það bara gerist ekki. Það er því dálítið fúlt að djammið skuli vera besta tækifærið til að kynnast fólki. :confused:
En úff, þetta er alltof mikið röfl!!! Mér líður helvíti vel, sérstaklega eftir þennan kaffibolla, sem ég var að klára.
Tja, það er nú margt rómantískara en að klípa í afturendann eða brjóstin á manni og lofa manni besta kynlífi ævinnar…
T.d. er það ágætt skref að kynna sig, horfa á andlitið, ekki neðar, bjóða henni drykk, kaupa rós handa henni, dansa við hana, bjóða henni spennandi gönguferð að vöffluvagninum eða eitthvað! Notaðu ímyndunaraflið! 😉
Fyrst smá kvart Jóhanna – ef þið viljið að við horfum í augun á ykkur á djamminu ættuð þið að hætta að klæðast flegnum fötum! Þið getið ekki bæði haldið og sleppt … þetta væri eins og ef ég væri út á dansgólfið allsber fyrir neðan nafla og væri síðan segjandi við allar konurnar, “væruð þið til í að horfa framan í mig?!?!?” 😡
Einar – ég var í Verzló og steig svona mín fyrstu alvöruskref í samskiptum við kvenfólk þar. Maður komst fljótt inn í menninguna sem þar var – s.s. að hössla á skólaböllunum og taka svo leigarann heim. Ég komst að því að ef maður reyndi nógu oft þá gekk yfirleitt eitthvað. Hins vegar komst ég líka að því að ef maður ætlar sér einhver góð kynni af kvenfólki sem mannverum, ekki bara kynverum, þá er dansgólfið sennilega síðasti staðurinn sem maður ætti að vera að leita á.
Það er einhvern veginn alltaf þannig að þegar ég hef verið einhleypur og langað til að kynnast einhverri hef ég oftast farið á djammið, og aldrei nokkurn tímann haft neitt alvarlegra en “one night stand” upp úr krafsinu.
Öll mín alvörusambönd hafa síðan hafist á þeim stöðum sem ég átti þess síst von á: á bensínstöð, á netinu, í bíói, í Elko for crying out loud! … og svo framvegis, og svo framvegis.
Þannig að ég hugsa – án þess þó að ég viti nokkuð um þína hætti – að ef þú ert að leita að einhverju nánara en one-night-stand þá sé djammið síðasti staður sem þú ættir að vera að leita á. Einkamál.is væri sennilega betri staður fyrir slík málefni, þar sem þú kynnist persónunni áður en þú sérð hvernig hún lítur út … annars væri það bara kaffihúsin eða eitthvað.
Lykillinn í þessu öllu saman er samt að koma sér til að tala við kvenfólkið, hvort sem það er í 5-sekúndna glugga á skemmtistað, 10-mínútna glugga á kaffihúsi eða með tölvupósti á Einkamál.is. 😉
Yfirleitt hefur það virkað best fyrir mig að segja eitthvað sem viðkomandi ætti enga von á, eitthvað sem er bæði hreinskilið og um leið sýnir að ég er ekki egóisti og tek sjálfan mig mátulega alvarlega. Þannig skoraði ég einu sinni stefnumót út á að ganga upp að stelpu við barborð og segja: “Hæ, ég heiti Kristján og ég er ekki lesbía… mætti ég bjóða þér í drykk og spjall?” og svo bara brosa 🙂
Það virkar allavega best fyrir mig. Chandler Bing-nálgunin, eins og ég kalla hana… :laugh:
Jæja, núna er þetta komið útí vitleysu þegar menn eru farnir að leggja til einkamal.is. Þetta átti alls ekki að hljóma svo illa hjá mér :biggrin2:
Og ég er nú ekkert að ganga mín fyrstu skref í þessum málum, en það má segja að ég sé kominn með leið á því hvernig maður hefur hagað þessum málum og kannski er maður að leita að ferskum vindum.
En annars er þetta náttúrulega ljómandi skemmtileg umræða. Ég geri mér ekki almennilega grein fyrir því hversu desperate þessi skrif mín hljóma fyrir þá, sem kannski þekkja mig bara í gegnum síðuna. En nei, ég er semsagt ekki að fara inní einkamal.is pakka. Alveg svo það sé á hreinu 🙂
Það er líka svo að af mínum alvöru samböndum, þá hefur bara eitt byrjað á skemmtistað og þá var ég kynntur fyrir stelpunni af sameiginlegum vini. Hin hafa byrjað á öðrum stöðum, hvort sem það var í gegnum skóla eða súpermarkað í Mexíkó.
En þrátt fyrir að margir haldi annað, þá fer ég ekki á skemmtistaði með neinar væntingar, nema að skemmta mér vel. Alveg satt 🙂
Og er það ekki dálítið dapurlegt þegar að rómantíkin felst í því að klípa ekki í rassa eða brjóst. Ég verð nú að játa að ég held að ég hafi aldrei klipið í ókunna stelpu á skemmtistað þótt það hafi nú alloft verið klipið í mig 🙂
í Elko … sorry en ég gat ekki annað en sprungið úr hlátri!!
En annars eru þetta verðugar pælingar.. og mjög skemmtilegt að lesa um sjónarhorn karlkynsins í þessum málum.
Maður getur endalaust pælt í því og blótað sjálfum sér afhverju maður fór ekki að spjalla við þennan eða hinn .. en veistu .. það hefur ekkert uppá sig.
Það gerist þegar það gerist. Þegar þú átt síst von á. Það er amk mín trú, og sú trú sem ég hef kosið mér að trúa á .. annars lægi ég uppí rúmi alla daga í brjáluðum blús yfir hamingju allarra annarra í kringum mig.. (ekki það að ég sé ekki hamingjusöm .. er í þessu tilviki að tala um “kærasta-happínessið”)
Njóttu þess bara að vera síngúl á meðan það varir.
En annars finnst mér ótrúlegt að svona flottur strákur eins og þú eigir í vandræðum með að labba upp að stelpum á djamminu .. hefði haldið að fæstar myndu neita manni eins og þér .. nema auðvitað ef þær eru á föstu …
en þá er auðvitað eitt sem ég sé í stöðunni (minni amk .. við erum nú á svipuðum aldri). Það virðast allir á okkar “aldurs-zone-i” vera á föstu. Þá er spurningin um að færa sig aðeins neðar í aldursflokkinn (sem er reyndar ekki að virka fyrir mig, þar sem tvítugir strákar eru ekki með þann þroska sem ég sæki í) eða færa sig aðeins ofar (en í þeim tilfellum eru þeir oftast fráskilnir og með nokkur börn úr fyrra sambandi).
Hvort er betra? Tjah .. hvorugt í mínu tilfelli .. ég vil frekar vera ein 😉
Hversu miklu neðar í aldri leggurðu til? 🙂
tjah það er spurning. stelpur eru jú oftast mun þroskaðri en strákar .. hvað ert þú tilbúinn til að fara með unga stelpu í foreldrahús og kynna hana sem kærustuna þína ;)?? Held nú að 7 ár sé samt max (í báðar áttir) .. en það er kannski bara ég.
ég er að spá í að farað hang out í húsasmiðjunni.. þá ætti mar að geta fundið sér handlaginn ungan pilt.. 🙂
og með þetta einkamál þarna.. þá finnst mér nú algjört möst að vita hvernig manneskjan lítur út ÁÐUR en mar fer að tala við hana 🙂
og já ég myndi æla ef ókunnugur gaur á djamminu myndi kaupa handa mér rós
Er það mikilvægur kostur að menn skuli vera handlagnir? Ég held að sú staðreynd að menn séu í Húsasmiðjunni sé ekki nein trygging fyrir því. Ég er til dæmis oft í Húsasmiðjunni, en get ekki neglt nagla án þess að slasa mig eða eyðileggja einhverja hluti 🙂
Katrín – hefurðu komið inn í Húsasmiðjuna? Það er ekki eins og það séu einhver olíuborin vöðvatröll í nærbolum að bera spýtubunka og borvélar fram og til baka þarna inni sko … meira svona skólakrakkar í flíspeysum og mömmur í 60% vinnu… 🙂 efast um að þú finnir handlagna unga piltinn þinn þar.
Elko væri talsvert vænlegri kostur, að mínu mati. Þar finnurðu allavega karlmenn sem hafa vit á eldhúsáhöldum… 😉
Kristján, þetta er nú illa gert. Ég held að þú sért þokkalega að drepa á einhverja fantasíu hjá [netkærustunni](http://www.katrin.is/) minni 🙂
Jáhá, gaman að þið skulið bæði nefna Húsasmiðjuna og Elko hér í umræðunni. Fyrirtækin voru nefnilega bæði í fréttunum í kvöld. Ok, ég myndi frekar fara í Húsasmiðjuna til að hang out þar sem líkurnar hafa aukist til muna að hitta Jón Ásgeir, sem er nú ansi sjarmerandi(Baugur Group á nú Húsasmiðjuna með öllu) Og Elko, veit ekki hvort þeir hafi vit á eldhúsáhöldum en þeir hafa svo sannarlega vit á auglýsingarsálfræði…. Hafa semsagt gert sér grein fyrir að neytendur eru ekkert að kanna hvað tilboðsvörurnar kostuðu upphaflega,, sem gerir þeim kleift að ýkja afsláttinn umtalsvert. Já Íslendingar eru góðir í að spara með því að spreða á útsölum 🙂 Ég væri alveg til í að það væri eins og ein verslun þar sem fantasíu hugmynd Kristjáns Atla væri raungerð, allavega myndi ég eiga viðskipti við hana, Það er bara eitthvað við stráka í smíðabuxum :blush:
Hooters?
Draumur karla uppfylltur. Spurning um að opna sambærilega veitingahúsakeðju fyrir konur? Gætum stórgrætt á því.
Jói Fel yrði kokkur, þarf vart að taka það fram. 🙂
hehe nei ég hef ekki komið inní húsasmiðjuna í mörg ár og rétt hjá einari, þú eyðilagðir algjörlega fantasíuna mína..
annars er ég að spá í að opna hooters hugbúnaðarhús.. hvernig er það kristján, myndiru ekki frekar kaupa hugbúnað af forritunarstelpum með stór brjóst sem forrita berar að ofan heldur en einhverjum sveittum illa lyktandi nördum sem borða hor?