Ja hérna, Össur Skarphéðinsson, Krataforingi er [byrjaður að blogga](http://ossur.hexia.net/). Hann byrjar af krafti og það er meira að segja hægt að kommenta við allar færslur. Hægt er að nálgast RSS skrá [hér](http://web.hexia.net/roller/rss/ossur).
Össur skrifar þetta í stuttum og hnitmiðuðum bloggstíl og hann fellur ekki í þá gryfju, einsog aðrir pólitíkusar, að skrifa á heimasíður sínar einsog þeir séu að skrifa í Morgunblaðið. Björn Bjarna skrifar reyndar meira í bloggstíl, en pistlarnir hans eru alltaf svo fáránlega langir að ég gefst upp á lestrinum.
Mér líst vel á þetta framtak hjá Össuri og það sýnir vissulega kjark að hafa opið fyrir komment. Ég veit ekki hvað það er, en mér finnst stjórnmálamenn alltaf setja sig í alltof hátíðlegar stellingar í skrifum á heimasíðurnar sínar. Össur virðist vera óformlegri í þessum skrifum og fyrir vikið verður þetta að ég held skemmtilegra.
Svona við fyrsta lestur virkar síðan sæmilega áhugaverð, sem er mjög ólíkt þeim skrifum, sem tíðkast. Langflottast væri náttúrulega að fá blogg frá ungu þingmönnunum, sem væri skrifað einsog þeir væru actually yngri en fimmtugt. Ef að það væri til dæmis ekki mynd uppí horninu, þá væri erfitt að gera sér grein fyrir því (eftir lestur síðunnar) að [Dagný þingkona](http://www.xb.is/dagny/frettin.lasso?id=2367) skuli bara vera 28 ára gömul.
Væri ekki gaman að sjá bloggsíður hjá ungu þingmönnunum, sem sýndu okkur að þau væru actually einsog flest ungt fólk? Væri ekki gaman að fá blogg frá Dagnýju þar sem hún hneykslast yfir Bachelorette eða frá [Ágústi Ólafi](http://agustolafur.is/), þar sem hann talar um sætu stelpurnar á Austurvelli? Þetta fólk hlýtur að hafa um eitthvað meira spennandi að skrifa en einhverja stjórnmálafundi útí bæ. Ég efast ekki um að þessir þingmenn myndu fá fleiri heimsóknir á síðurnar sínar og myndu njóta meira fylgis ef að skrif þeirra væru ekki jafn hátíðleg.
Amen!
Þessir “krakkar” eru bara að reyna búa sér til virðulega ímynd. Vissulega væri gaman að það kæmi eitthvað djúsí frá þingmönnum, svona til tilbreytingar, en þeir verða samt að halda sig innan vissra marka. Og það er alveg óþarfi að tala og skrifa eins og gert var í Lærða skólanum., Katrín Júlíusdóttir fær prik frá mér fyrir skvísuskap, og hún er eina þingkonan(af allt of fáum mögulegum) sem ég gæti hugsað mér að bjóða í kaffi.
Fyndið hvernig Össur talar um Ingibjörgu sem ISG, pínu eins og hún sé ráðgjafafyrirtæki 🙂
Til hvers þá að vera að kjósa ungt fólk ef það er að rembast við að haga sér einsog gamalt fólk?
Ég myndi frekar kjósa ungt fólk, sem hagaði sér einsog ungt fólk, frekar en þá, sem reyna að láta einsog þeir séu sextugir. En kannski er ég bara skrítinn.
Nei þú ert ekkert skrítinn, var bara að benda á að ungir þingmenn(konur) haga sér eins og þau halda að þau “eigi” að gera, þarna þarf kannski að brjóta ís. Mér var efst í huga ákveðinn þingmaður sem ég á erfitt með að taka alvarlega vegna þess að ég man svo vel eftir honum á djamminu, en þetta fólk er víst mannlegt 🙂
Já dansmyndbandið er snilld, samt fjarlægur draumur fyrir fátækan námsmann 🙁 En minn tími mun koma.