Föstudagskvöld

Tvö kvöld í röð hef ég lent í því að vinna með laptop-tölvuna fyrir framan sjónvarpið, þar sem ég þarf að undirbúa ansi marga fundi fyrir næstu daga. Í gær var það American Idol, sem ég sat undir, en í kvöld hið íslenska.

Eru menn ekkert að grínast með það hversu miklu skemmtilegra American Idol er? Reyndar þá eru keppnirnar á sitthvoru stiginu, þannig að það skýrir smá muninn. Fyrir kvöldið í kvöld hafði ég aldrei enst í gegnum meira en 15 mínútur af þessu íslenska Idol-i, en í kvöld horfði ég á allan þáttinn. Ameríska Idol-ið er frábær skemmtun og ótrúlega fyndið, en íslenska Idol-ið nær ekki þeim hæðum. Er nokkuð sammála [Hagnaðinum](http://haukurhauks.blogspot.com/2005_01_01_haukurhauks_archive.html#110685907253428245) í áliti mínu á þessum keppnum. Ég átta mig ekki almennilega á obsessjóni Íslendinga á þessari keppni.


Annars er ég að fara út í fyrramálið til Kölnar (via London). Verð í Köln í fjóra daga, fer þá til Frankfurt og ætla svo að eyða næstu helgi í Prag.

Ég verð að komast í nettengingu vegna vinnunnar, hvort sem það er boðið uppá hana á hótelunum eður ei. Þannig að ég mun vonandi geta uppfært eitthvað á meðan á ferðinni stendur.

Já, og [þetta](http://www.ananova.com/news/story/sm_1261997.html?menu) er magnað.