Merkilegir hlutir

Í dag gerði ég nokkra merkilega hluti:

* Ég keyrði uppí Grafarvog! Jei! Það gerist varla nema við hátíðleg tilefni að ég fari þangað.

* Ég fór í klippingu. Það telst vissulega til stórtíðinda á þessari síðu, enda leiðist mér ekki að tala um hárið á mér. Núna er ég með sítt að aftan og talsvert styttra að framan. Loksins hitti ég á klippikonu, sem ég fílaði. Hún sagði að ég ætti að sættast við krullurnar mínar. Ég mun hér eftir reyna það. Mikið líður mér vel núna. Við klippikonan gátum meira að segja talað heillengi saman um afar skemmtilegan hlut, það er hárið á mér. Gaman gaman!

* Sá Liverpool vinna 3-1 á Players ásamt vini mínum. Mikið afskaplega var það gaman. Þetta er í fyrsta skipti síðan ég man eftir mér að ég horfi á leik með Liverpool í útsláttarhluta Evrópukeppni Meistaraliða/Meistaradeildarinnar. Þeir sem segja að Liverpool sé eins-manns-lið mega núna officially hoppa uppí rassgatið á sér.

Fór svo í fótbolta eftir leikinn og núna er ég alveg búinn. Ég hélt að ég sæi fram á ögn rólegri tíma í vinnu, en svo breyttist allt í dag, þannig að sumum verkefnum verður enn frekar slegið á frest. Það er ekki gott.


[Þessi hugrakki einstaklingur](http://www.coudal.com/abbavideo.php) hlustaði á Dancing Queen með Abba í fimm klukkutíma á meðan hann keyrði til kærustunnar sinnar.


Fyrir þá, sem ekki vissu, þá tilkynnist það hér með að Jay-Z er SCHNILLINGUR! Einsog vanalega þá er ég nokkrum árum á eftir í hip-hopinu og því fattaði ég ekki Jay-Z fyrr en fyrir svona 2 árum. Hef smám saman verið að vinna mig í gegnum efnið hans. Undanfarið hef ég verið að hlusta á [Unplugged](http://www.amazon.com/exec/obidos/tg/detail/-/B00005UDK5/qid=1109116747/sr=8-1/ref=pd_csp_1/102-8044272-2173707?v=glance&s=music&n=507846) plötuna með honum. Hún er æði. ÆÐI!

2 thoughts on “Merkilegir hlutir”

  1. “Þeir sem segja að Liverpool sé eins-manns-lið mega núna officially hoppa uppí rassgatið á sér.”

    Ég þarf semsagt ekki að hoppa upp í rassgatið á mér fyrst mér finnst Liverpool vera “No-Man’s-Team”. Mikið er það nú gott fyrir mig

Comments are closed.