Í janúar í einhverju mellonkollí ástandi byrjaði ég að skrifa færslu á þessa síðu um hvar ég stæði og hvað mig langaði að gera í þessu lífi. Á sunnudagskvöldum langar mig alltaf til að bæta við þá færslu, en geri samt alltaf lítið í því.
Hef aðeins sagt einum vini mínum frá efni þessarar færslu. Hann virtist skilja mig vel og þetta kom honum m.a.s. ekki svo á óvart. Kannski er það greinilegt að ég er ekki jafn sáttur við lífið og tilveruna og maður reynir að láta líta út fyrir.
Ég hef samt hikað við að setja skrifin inn á þessa síðu. Ég er nefnileag farinn að hugsa alvarlega um það hvað ég get skrifað á þessa síðu. Ég hef komist að því að fólki, sem mér líkar ekkert sérstaklega vel við, les þessa síðu nokkuð reglulega. Og eflaust líka fólk, sem líkar ekkert sérstaklega vel við mig vegna einhvers, sem hefur gerst í raunheimum.
Það finnst mér óþægilegt.
Fyrir nokkrum mánuðum skrifaði ég pottþétt miklu opinskárra um mitt einkalíf og sérstaklega hugsanir mínar um stelpur og þau áhrif, sem þær hafa á mitt líf. Mér fannst það þægilegt og ég fékk nokkra útrás með þeim skrifum. Mér var nákvæmlega sama þótt að vinir mínir, kunningjar, fjölskylda og ókunnugir læsu þetta. En þegar fólk, sem mér líkar ekki vel við, les þetta líka, þá horfir öðruvísi við. Það kom mér reyndar á óvart að viðkomandi einstaklingar skyldu lesa síðuna. En oft finnst manni einsog bara þeir sem kommenti séu að lesa, en auðvitað eru svo margir auk þeirra, sem lesa síðuna. Viðkomandi hafa aldrei kommentað á síðuna, svo það kom mér á óvart að þeir skyldu lesa hana.
Skrif mín gera mig nefnilega meira “vulnerable” því þau opinbera ansi margt um mig og innihalda sennilega fullt af hlutum, sem þeir sem mér líkar ekki vel við, geta nýtt sér gegn mér. Það þykir mér óþægilegt og þess vegna hef ég hætt við skrif á mörgum pistlum hérna.
Hingað til hefur mér einfaldlega fundist þessi síða gefa mér það mikið að það sé áhættunnar virði. Ég fæ ótrúlega mikið út úr því að skrifa hérna og enn meira út úr því, sem fólk kommentar á síðunni. Það vill maður ekki gefa eftir. Samt finnst mér einsog að undanförnu hafi ég þurft að endurskoða hvar ég dreg línurnar í skrifum mínum.
Þess vegna finnst mér einsog skrif mín séu ekki jafn góð né spennandi og þau voru fyrir einhverjum mánuðum þegar ég hugsaði minna um hverjir væru að lesa.
Og já, ef menn geta ekki lesið það af skrifunum þá [töpuðu]( https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/02/27/18.36.53/) Liverpool. Hagnaðurinn segir allt sem [segja þarf um Mourinho]( http://haukurhauks.blogspot.com/2005_02_01_haukurhauks_archive.html#110953427713216380).
æj:* skrifaðu bara eins og þig langar til að skrifa, þýðir ekkert að taka mark á fólki sem ætlar að vera svo skítlegt að nota það gegn þér sem þú skrifar á þína eigin bloggsíðu
Fín færsla hjá þér. Ég held að þetta sé eitthvað sem allir bloggarar ganga í gegnum. Árið 2004 var mér t.d. mjög erfitt persónulega og ég átti mjög erfitt með að ákveða hversu langt ég ætti að ganga í skrifum á minni síðu, eins og þú tókst eftir síðasta sumar. Á endanum ákvað ég að halda þeim málefnum algjörlega fyrir utan síðuna mína, einfaldlega af því að ég vissi að það var fólk að lesa síðuna mína sem ég hafði engan áhuga á að kæmust svona langt inn í mitt persónulega líf. Og þá á ég ekki við ókunnuga útí bæ, heldur ákveðið fólk í mínu lífi utan tölvunnar.
Þetta er bara eitthvað sem allir ganga í gegnum. Mín skoðun er sú að ef þér finnst óþægilegt að setja eitthvað hér inn ættirðu að sleppa því. Það ritskoðar enginn þín skrif nema þú sjálfur, þú verður því að setja þér einhvern staðal og fylgja honum. Að mínu mati getur sá staðall aðeins verið tvenns konar – annað hvort segirðu frá öllu í þínu lífi, í sársaukafullum smáatriðum, eða þá að þú hefur þetta eingöngu “vefleiðara” þar sem þú talar á almennum nótum um atvik í þínu lífi og svo málefnin sem þú vilt fjalla um.
Þú verður svo að svara því fyrir sjálfan þig hvorn staðalinn þú notar. Ég varð að velja þann fyrri til að vernda einkalíf mitt, skil fullvel ef þú vilt ekki setja hvað sem er hérna inn.
Einnig: nafn færslunnar er snilld! Ég bókstaflega hljóp niður stigann og náði í iPodinn minn þegar ég sá þetta … yndislegt lag. 🙂
váháháhá hvað ég kannast við þetta.
og ekki að ástæðulausu að ég flutti mitt blogg fyrir ekki löngu síðan. ég fel mig það vel að ég nota ENGIN auðkennd nöfn á blogginu sem hægt er að gúggla upp.
mér finnst æðislegt að geta bloggað. um það sem mig langar til að blogga. auðvitað dregur maður mörk. en mörkin geta verið sveigjanleg. stundum getur maður verið persónulegur .. og stundum sleppt því. ég þekki alltof marga sem láta sem þeir svífi um á bleiku skýi alla daga á blogginu sínu. það er ekki “real”.
þess vegna er t.d. gaman að lesa betu. því beta leyfir manni að fylgja henni í öllum rússíbananum. maður finnur til með henni og brosir með henni. hún er æði! en á móti kemur að hún er og verður alltaf berskjölduð fyrir vikið. og hún hefur fengið mörg höggin frá nafnlausum fíflum útí bæ.
mér var einmitt alveg sama þótt einhver jón og gunna útí bæ læsu mig. en þegar mínir “óvinir”, fólk sem ég er að kljást við í mínu einkalífi les bloggið og notar það gegn manni .. þá er spurning um að draga mörkin ..
en þessi bölvaða ritskoðun er leiðinleg… en því miður nauðsynleg.
Svansson.net
Ágætis pistill, Svansson. En það er þó eitt. Það er ekki hinn óþekkti lesandi, sem angrar mig heldur frekar þeir, sem ég þekki úr mínu eigin lífi.
Mér er alveg sama hvað fólk, sem ég þekki ekki neitt, les um mig. En það horfir öðruvísi varðandi hina, sem ég þekki. Hljómar kannski skrítið, en svona er það samt
Vildi bara láta þig vita að ég hóf að lesa bloggið þitt fyrir margt löngu. Það vakti strax áhuga minn. Síðan hefur það verið daglegur viðkomustaður. Það átti líka stóran þátt í því að ég hóf sjálfur að blogga. Þá tók ég mér það bessaleyfi að setja tengil á mína síðu
Það ganga allir bloggarar í gegnum það að efast um skrif sín. Ég hef hætt tvisvar sinnum. Það er hluti af ferlinu. Sá sem efast aldrei um sjálfan sig staðnar. Í framhaldi efans þarf að stíga skrefi lengra, fara út fyrir rammann sinn. Það kostar áræðni að taka þeirri áskorun.
Haltu áfram að blogga Einar Örn. Á þínum forsendum.
Kveðja,
agust.o
Já, það er rétt. Samt ákveðin spurning um orðalag kannski. Því maður veit að það má búast við einhverjum sem maður þekkir og vill ekkert hafa fyrir lesenda úr hópi allra lesendanna.
Æi. Mér finnst skrifin þín alveg frábær. Rakst inn á síðuna þína, og hef síðan fylgst reglulega með, bæði af því að mér finnst þú einlægur í því sem þú skrifar og vegna þess að við höfum svipaðar skoðanir á ýmsu. Finnst reyndar alltaf eins og ég sé pínu að hnýsast af því að við þekkjumst ekki, en ég bara verð að fylgjast með(Held að síðan þin sé ávanabindandi). Vona bara að ég sé ekki óvelkominn gestur, sérstaklega af því að ég skrifa ekki undir nafni? Hélt kannski að rétt netfang væri nóg :confused:
ég rakst á síðuna þína þegar ég var að byrja að spá í hvort ég ætti að fá mér makka.. sem ég endaði auðvitað með að gera og sé ekki eftir 🙂 Hef svo komist að því að skoðanir þínar eru svipaðar mínum í mörgu. Það er gaman að lesa blogg og geta hugsað “já, einmitt!” .. ef þú skilur hvað ég á við… ??
Mér finnst þú bara skemmtilegur gaur .. bloggaðu eins og þú vilt.
Þakka öll kommentin. Virkilega gaman að lesa þetta frá ykkur, SB, Heidi og Ágúst. 🙂
Annars var ég auðvitað ekki að amast útí ókunnuga lesendur. Aðalmálið hjá mér er að ég er ekki viss u m hvað ég vil að fólk, sem ég *þekki* geti lesið. Af einhverjum ástæðum þá er ég hræddari við það.
En allavegana, takk.
Hæ þekki þig ekkert en finnst þú svo skemmtilegur að ég les alltaf síðuna þína. Fannst kominn tími til að þakka fyrir þessa skemmtilegu lesningu. Þú virkar mjög áhugaverður og frábær strákur!!
Ég er sennilega eins og margir, m.a. eins og “ókunnug stelpa” hér að ofan, en ég les síðuna þína reglulega þrátt fyrir að þekkja þig ekki neitt. Mér finnst þú skrifa um skemmtilega og áhugaverða hluti og það eru ekki margar svoleiðis bloggsíður í gangi hérna á Íslandi eins og einhvern tímann kom fram.
Skil samt vel hvað þú meinar varðandi skrifin og fólkið sem þú þekkir. Það væri samt mikil synd ef þú myndir hætta alveg að skrifa 🙂
Takk takk 🙂
Ég legg til eftirfarandi:
Að þú skrifir inngangspunkta úr þessari týndu færslu þinni á blað og hengir á ‘lokaða’ staði í íbúðinni. Skápnum á klósettinu, inní hurðina á fataskápnum, límiði aftan á sjónvarpsfjarstýringuna. En samt bara orð sem þú skilur samhengið í. Og nei, ekki minna þig á það þunglyndislega í þessari færslu þinni heldur það sem þú villt gera og breyta.
Takktu þér launalaust leyfi í ár og hættu algerlega að vera ábyrgur.
Gerast sjálfboðaliði utan íslandsstranda og finna sjálfan sig.
Og já, góð síða. Ekki jafn persónuleg, ennþá áhugaverð. Kannast við að færa, hætta eða læsa síðu. Hata Mourh-on og Chel$ki.
er það ekki bara þannig að þegar manni finnst maður þurfa að blogga um eitthvað persónuegt þá gerir maður það ?
Ég veit ekki alveg, fór eins persónulega og ég hef nokkurtíman gert á blogginu fyrir stuttu og fannst það allt annað en gaman, vill frekar blaðra um pælingar og spegúleringar í lífinu og tilverunni og sérstaklega hef ég gaman að samskiptum kynjana.
Ég hef nú lesið þig lengi, og finnst þú í raun ekki hafa gert þig neitt berskjaldaðan á neinn hátt, þú bara ert að skrifa það sem þú hugsar og ert í raun ekkert að gera neitt rangt og ekki get ég séð fram á að þú sért að gefa neinum neinn höggstað á þér.
Mér finnst endalaust gaman að lesa þig allaveganna og hef lúmskt gaman að því að sjá hvernig skapsveiflunar sjást í gegnum tap og vinningsleiki liverpool..
Skrifaðu bara það sem þú villt, þessu fólki sem þér er illa við á ekki að skipta neinu máli, enda vill maður ekkert vera að umgangast þannig lið. og þegar sú er rauninn, þá má það segja og gera það sem það vill, það getur ekki verið að eitthver með viti hlusti á svolleis lið held ég.
Gæti endalaust haldið áfram… en já.