Gleraugnakaup

Ok, ég keypti mér semsagt gleraugu í vikunni. Fékk mér Oakley gleraugu. Ég er verulega sáttur við þau og er svona aðeins að venjast þeirri tilhugsun að vera með gleraugu.

Ég þarf þó alls ekki að vera með þau daglega. Einungis þegar ég er að horfa á sjónvarpið, á fundum og slíkt. Svo er aldrei að vita nema maður tefli þessum gleraugum fram sem leynivopni í viðræðum við bankastjóra og aðra virðulega menn í þeirr von að ég líti út fyrir að vera eldri og gáfaðari en ég er í raun. Allavegana, svona lít ég út í dag (smellið til að fá eeeennn stærri mynd) 🙂


Það er svo sem ekki oft, sem ég rekst á nýjar bloggsíður, sem ég bæti við [RSS](https://www.eoe.is/rss/) listann minn. En þessi síða:  [Magga H og hausinn hennar](http://maggabest.blogspot.com/) er snilld.


Spurning dagsins: Af hverju eru aldrei sætar stelpur í Vesturbæjarlauginni (a.m.k. ekki þegar ég er þar). AF HVEJRUUUUUUUU?

4 thoughts on “Gleraugnakaup”

  1. Flott gleraugu, flott rödd, flottur strákur, hvað getur maður sagt? (smá Idol komment)
    🙂 Já Magga er þrusa. Það geta ekki allir skrifað skemmtilega um inngróna tánögl :laugh:

  2. 🙂 Jamm, einmitt það sem hún og aðrir góðir bloggarar hafa er að geta skrifað skemmtilega um ekki neitt. Það gerist nefnilega svo lítið í lífi venjulegs fólks að það þarf að vera góðir pennar til að gera það áhugavert. Hún nær því.

Comments are closed.