[Þessi síða](http://ungvest.com/html/stelpurnar.html) er
a) Auglýsing fyrir Coke Light
b) Síða tileinkuð keppninni um Ungfrú Vesturland
Svar óskast.
[Eru](http://ungvest.com/Fanney_light_1b_300.jpg) [menn](http://ungvest.com/Iris_light_2_tilbuin.jpg) [ekkert](http://ungvest.com/stulka_light_200.jpg) [að](http://ungvest.com/stulka_8_tilraun_3.jpg) [grínast](http://ungvest.com/Heidur_light_1_450.jpg)?
Er verið að velja fallegustu kókflöskuna, eða fallegustu stelpuna?
Annars var ég í tvítugsafmæli hjá frænku minni í gær, sem var haldið á Pravda. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Hitti gamlan handboltaþjálfara, sem hélt að pabbi væri af minn og sagði að ég hefði greinilega eitthvað stækkað og breyst síðan ég var 14 ára. Magnað.
En afmælið var fínt. Ótrúlega mikið af sætum stelpum, enda frænka mín bæði Garðbæingur og Verzlingur, sem eru einmitt miklar uppsprettur af sætum stelpum.
Fyrr um kvöldið hafði ég fengið þá snilldar hugmynd að leggja mig aðeins eftir vinnu. Var nefnilega að vinna til klukkan 7 og var frekar þreyttur þegar ég kom heim. Sannfærði sjálfan mig um að ég myndi aðeins sofa í nokkrar mínútur, en ég rumskaði ekki fyrr en klukkan var orðin 11 um kvöldið. Þá dreif ég mig út og labbaði niður í bæ. Náði mér þó aldrei á strik þrátt fyrir frítt áfengi og fór heim um hálf tvö.
Einsog undanfarna laugardaga byrjaði ég daginn uppí Kringlu og ákvað svo að ég myndi ekki fá neitt samviskubit yfir því að vinna ekki neitt um helgina. Held þó að það líti út fyrir að ég þurfi að vinna eitthvað í páskafríinu. Það er ekki einsog ég hafi eitthvað merkilegra að gera, þannig að það er ágætt að nýta það í að klára hluti, sem ég hef dregið lengi.
Á morgun: [Liverpool – Everton](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/03/19/14.44.39/). Ég vorkenni öllum þeim, sem þurfa að umgangast mig næstu daga ef að Liverpool tapa þessum leik.
Já, og ég mæli aftur með Hamborgarabúllunni og Krua Thai. Búinn að borða á báðum stöðunum í vikunni og er alltaf jafn hrifinn. Svo mæli ég líka með Serrano, en það er annað mál.
Krua Thai? hvar má þann stað finna?
Krua Thai er í Tryggvagötu.
Tvær heita Hafdís, eru 19 ára og báðar frá Akranesi, hvernig er það hægt?
Magnað líka að skrifa Borgarnes vitlaust.
Borgarnes var hvergi skrifað vitlaust, enda engin frá Borgarnesi í keppninni! 😉 Það gleður ykkur kannski að fá að vita að Heiður vann þessa keppni..með miklum yfirburðum(eða það fannst mér) :biggrin2:
Ætli Ágúst eigi ekki við “Borgafjörð” … en já aðeins of mikið af kóki fyrir minn smekk, sérstaklega í keppni sem á að ganga út á heilbrigði og fegurð… væri líka flott að sjá t.d. Marlboro styrkja keppnina!
Jamm, Ágúst átti væntanlega við Borgarfjörð.
Annars er mér nokk sama hvort varan sé holl eða óholl, heldur fannst mér þetta vera of mikið einsog atriði úr Wayne’s World, þar sem vörurnar voru í fyrirrúmi, en stelpurnar algjört aukaatriði. Það lá við að sumar þeirra væru úr fókus, á meðan að fókusinn var á flöskunni.
Þær hefðu getað haft Weetabix pakka þarna fyrir mér, en það hefði ekkert verið neitt huggulegra 🙂
Já hugsið ykkur stelpur í keppni um fegurð á aldrinum 18-20 ára, úr Borgarnesi. Tek Tékkneskar klámmyndir með stelpum á sama aldri fram yfir það, þær fá örugglega líka betur borgað en einn kók-kassa.