Það má segja að gærkvöldið hafi markað ákveðin tímamót í mínu lífi. Í fyrsta skiptið var ég staddur í strákapartýi með vinum mínum, þar sem talað var um barnanöfn!!! Þegar þetta rann upp fyrir mér bað ég viðkomandi vinsamlegast að hætta og reyndi að skipta um umræðuefni. Í partýinu var líka gerð tillaga að ferðalagi, sem átti að fara í eftir 15 ár, það er *eftir* að börnin eru vaxin úr grasi.
Er ég orðinn svona gamall? Eða eru vinir mínir bara orðnir svona gamlir? Ég veit ekki. En samt, þá var gærkvöldið frábært. Fékk góða vini í heimsókn, við grilluðum og drukkum til miðnættis þegar við fórum niður í bæ. Enduðum á Vegamótum, þar sem var verulega fínt. Ég var kominn ágætlega í glas fyrir Vegamót en inni á staðnum var verið að hella Captain Morgan í allt fólkið, svo það varð ekki til að bæta ástandið. En samt frábært. Alltof langt síðan ég hef farið í bæinn. Alltof langt! Það var þó greinilegt að prófin eru að byrja því það var lítið af fólki og sætum stelpum á Vegmótum. Held þó alveg örugglega að [þessi gaur](http://www.imdb.com/name/nm0000579/) hafi verið á efri hæðinni í gær.
Annars barst talið að Suður-Ameríku í gær. Ég man að á Vegamótum fékk ég alveg einstaka löngun til að fara á ekta Suður-Amerískt djamm. Sat á Vegamótum mestallan tímann. Ég elska djammið einsog það var í Suður-Ameríku, þar sem var dansað allt kvöldið. Og ekki bara þessi hópdans, sem er stundaður á íslenskum stöðum, heldur bauð maður stelpum upp til að dansa salsa. Allt kvöldið. Ég verð að finna mér kærustu, sem finnst gaman að dansa og helst að búa í borg, sem er nógu stór til að geta haldið uppi almennilegum salsa klúbb.
Fór skyndilega að hugsa um gamalt djamm, veit ekki nákvæmlega af hverju, en skyndilega fannst mér Vegamót ekki vera spennandi í samanburðinum. Djammið, sem ég rifjaði upp var þegar ég hélt uppá tvítugsamfmælið mitt í Mexíkó. Ég og kærastan mín á þeim tíma, Gabriela, ákváðum að eyða afmælishelginni í Acapulco, sem er um 6 tíma keyrslu frá Mexíkóborg, þar sem ég bjó á þeim tíma.
Kvöldið, sem ég átti afmæli fórum við á stærsta klúbbinn í Acapulco. Við tókum leigubíl þangað og þegar við stigum útúr leigubílnum var lengsta röð, sem ég hef séð fyrir utan skemmtistað á ævinni. Við vorum þó varla stigin útúr bílnum þegar að dyraverðir staðarins veifuðu á okkur og hleyptu okkur fram fyrir alla. Ástæðan var sennilega blanda af því að Gaby var sæt og að ég var ljóshærður. Það að vera ljóshærður getur gert ýmsa hluti fyrir mann í þessari heimsálfu.
Staðurinn sjálfur var algjört æði með útsýni yfir Acapulco frá dansgólfinu. Einsog á flestum skemmtistöðum í Mexíkó voru allir drykkir innifaldir í miðaverðinu. Við fengum okkur því bara sæti, gáfum þjónustustelpu smá þjórfé og eftir það kom hún með eins mikið tekíla og við gátum í okkur látið. Síðan dönsuðum við allt kvöldið.
Það var það eina, sem þurfti uppá hið fullkomna djamm; góður skemmtistaður, æðisleg stelpa, smá tekíla og salsa.
Þessi tilfinning sem þú lýsir, sitjandi inná Vegamótum þegar hugurinn reikar til ‘fyrra lífs’ …
Kannast mjög vel við þetta. Ég hef búið erlendis og ferðast slatta á eigin vegum – ekkert í líkingu við þig samt – en stundum koma svona dagar þar sem mér finnst Ísland vera allt og lítið fyrir mig og mig langar til að hlaupa uppí fyrstu flugvél út, bara eitthvert. Þessar tilfinningar valda mér jafnan hugarangri, þar sem ég er mjög hamingjusamur hér heima – í góðu sambandi við æðislega stelpu og lífið í góðum farvegi – en ég held að þetta eigi einfaldlega ekkert skylt við það að mér líði illa hérna heima. Frekar það að þótt maður sé búinn að koma sér upp ákveðnu, nægjusömu lífi hér heima þá er samt ákveðinn hluti af manni – sá sem elskar að taka áhættu, að steypa sér útí óvissuna – sem er óvirkur fyrir vikið.
Svo þegar maður tekur áhættuna og stingur sér með höfuðið á undan útí hinn stóra heim gerist yfirleitt alltaf það sama: ég fyllist óstjórnlegum söknuði gagnvart lífinu og ástvinunum hér heima.
Grasið er alltaf grænna hinum megin, býst ég við … :confused:
p.s.
Þú ert ekki gamall, bara vinir þínir. Það er tímaskekkja að halda að þú verðir að vera orðinn pabbi fyrir þrítugt, segi ég og skrifa… þú hefur nógan tíma maður! 😉
Áhugaverðar pælingar… Kannast mjög vel við þessa fortíðar tilfinningu – þar sem mann langar helst að lifa sum móment uppá nýtt.
Þegar maður ferðast mikið verður maður hálf rótlaus – ég eiginlega verð að hafa einhver plön um flakk í framtíðinni því þá veit ég að einhver ný og spennandi ævintýri eru handan við hornið 🙂 …þá virðist líka auðveldara að “díla við” þessa fortíðartilfinningu.
Ég var einu sinni spurð hver væri ástæðan fyrir öllu þessu flakki mínu. Viðkomandi sá aðeins 2 mögulegar ástæður: annaðhvort að ég væri að flýja eitthvað eða að sækja í eitthvað. Auðvitað vil ég meina að ég sé að sækja í að kynnast nýjum menningarheimum, enda lærir maður ótrúlega margt við að ferðast. Aftur á móti getur það líka verið svolítið overwhelming að vera á Íslandi, sérstaklega þegar það er endalaus pressa á manni um að koma upp börnum og búi eins fljótt og hægt er! Þannig að einhvernveginn hefur það líka áhrif, þó ég myndi kannski ekki beint kalla það að “flýja” undan einhverju.
jæja nú er ég alveg að missa mig í þessu blaðri… held ég sé alveg búin að gleyma hvað pointið var með þessu commenti… hehe… hefði kannski frekar átt að tjá mig á mínu eigin bloggi – rakst bara á þessa síðu hjá þér og hef haft gaman af að lesa ferðalaga-pælinga bloggin 🙂 Skemmtileg síða hjá þér!
ps. en hva, rosalega hlýturu að vera kröfuharður. Ég sá ekki betur en að það væru fullt af sætum stelpum á Vegamótum í gær! :þ
Erum við ekki jafn gamlir? Þeas þú og vinir þínir? Auðvitað erum við að eldast -hvað er að því? Og allur aldur hefur sinn sjarma og allt það. Það er í raun bara 2 í stöðuinni: 1) Agnúast yfir því að við séum að eldast eða 2) sjá sjarmann við það að verða pr-frændi. Enda mjög mikilvægt að viðhalda PR nafninu 🙂
Já, auðvitað PR. Enda var ég ekkert að kvarta 🙂 Það að maður minnist á aldurinn þarf ekki að túlka á neikvæðan hátt.
Ég var ekkert að agnúast yfir þessu, heldur fannst mér þetta bara skondin breyting og við hlógum að þessu á laugardaginn.
Takk Pála fyrir hrósið. Hvar er annars síðan þín?
Og Kristján og Pála, nokkuð skemmtilegar pælingar hjá ykkur. Ég tengdi þetta reyndar ekkert mikið flakk pælingum, heldur aðallega að ég sakna þess að dansa alvöru dans 🙂
Og Pála, held að maður sé miklu frekar að sækja í eitthvað frekar en að flýja eitthvað.
En allavegana, þetta átti alls ekki að vera eitthvað neikvætt einsog Jens virðist hafa lesið. 🙂
Dans/flakk … flakk/dans … hver er munurinn? Taktlausir Íslendingar gera hvort eð er lítið annað en að ‘gangá staðnum’ þegar út á dansgólfið er komið… :laugh:
🙂
Jammm, skil samt vel flakk pælingarnar. Er maður ekki alltaf í einhverju baráttu á milli hins skynsama einstaklings og hins ævintýragjarna? Ég veit að það á allavegana 100% við mig. 🙂
Skil vel togstreituna á milli hins skynsama og ævintýragjarna einstaklings. Er að úldna í skólanum og þrái ekkert meira en að fara bara á flakk, en það er ekki nógu skynsamlegt 🙁
Og já það vantar skemmtilegan dansstað hérna á Íslandi. Það er fátt skemmtilegra en að gleyma sér í léttri sveiflu, en því miður er dansmenning íslendinga frekar lítilfjörleg.
Að lokum, þessi saga þín frá Suður-Ameríku,, damn mig langar líka. 🙂
jisús pétur. það eru 5-6 ár síðan stelpupartýin voru farin að snúast um hvort maður ætti eða ætti ekki að fara í ríkið fyrir börnin sín … þá vorum við 20-21s árs … ég man að ég flúði inní eldhús og hélt áfram að drekka þar í þögninni :laugh:
Síðan eeeer í vinnslu þannig að ég er ekkert mikið að auglýsa sko! Kemur bara í ljós seinna þegar ég er orðin aðeins betri í þessu MT dæmi… :biggrin:
Já leiðinda skynsemi alltaf… get ekki beðið eftir að klára þennan blessaða skóla og komast eitthvað útí buskann í lengri tíma! En fær maður þá ekki bara móral yfir að vera ekki að vinna eins og aðrir “skynsamir Íslendingar”? hmmm… :confused: Ég afsaka mig bara með að maður sé nú baaara ungur einu sinni! Sem betur fer þarf ég amk ekki að hafa áhyggjur yfir að borga af neinu, enda varð tryggingasölumaðurinn sem hringdi í mig einhverntíman voða hissa á að ég ætti ekkert til að tryggja, komin á “þennan aldur”(!?!) “uuu nei hvorki bíll né íbúð en geturu nokkuð tryggt góðar minningar?” (var næstum því búin að missa það útúr mér en ákvað að sleppa því :biggrin:)
En varðandi salsa – þá sé ég ekki alveg fyrir mér fulla íslendinga í salsa snúning á einhverjum þannig stað… efast einhvernveginn um að það myndi verða neitt svipað og þú talar um… en væri samt örugglega stemming 🙂 (oh pant fara til s-ameríku líka helst í gær!)