Á rípít þessa dagana:
I’m the Ocean – Neil Young (af Mirror Ball)
Natural beauty – Neil Young (af Harvest Moon)
Landslide – Fleetwood Mac
Beverly Hills – Weezer (af óútkominni plötu Make Believe)
Speed of Sound – Coldplay (af óútkominni plötu X&Y)
Solitude Sometimes Is – Manic Street Preachers (af Lifeblood)
Ég hef átt [Mirror Ball](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/97358/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) í 10 ár, en aldrei gefið henni raunverulegan sjens. Ég keypti hana sem Pearl Jam aðdáandi, en það má segja að núna sé ég að gefa henni annan sjens sem Neil Young aðdáandi. Ég hef verið svona semi-aðdáandi Neil Young í gegnum tíðina, en það er ekki fyrr en núna síðustu mánuði, sem ég er farinn að hlusta virkilega mikið á hann.
Young er snillingur. Svo einfalt er það. Hef verið að hlusta aftur mikið á [Harvest](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/306863/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) og svo einnig [Harvest Moon](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/301333/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1), [After the Gold Rush](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/241138/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1), [American Stars ‘n’ bars](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/319684/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1) (sem inniheldur mitt uppáhaldslag með Neil Young, Like a Hurricane) og [Freedom](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/153132/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1). Allt eru þetta *frábærar* plötur. Var núna líka að redda mér [Tonight’s the Night](http://www.rollingstone.com/reviews/album/_/id/197063/neilyoung?pageid=rs.ArtistDiscography&pageregion=triple1). Er bara rétt að byrja að hlusta á hann, á ennþá gríðarlega mikið inni. Það er frábært.
Ég var á árshátíð í vinnunni í gær, en er samt búinn að vera furðu hress í dag. Ég er í stjórn starfsmannafélagsins og hafði því séð eitthvað um undirbúninginn, þrátt fyrir að ég hefði verið úti síðustu daga. Allavegana hátíðin var algjör snilld og ég skemmti mér frábærlega. Á móti Sól spiluðu fyrir dansi og þeir voru lygilega góðir í að halda starfsfólki, sem er 20-65 ára gamalt, á dansgólfinu. Mjög gott!
Fór síðan með tveim stelpum úr vinnunni á Hverfisbarinn og síðar Vegamót. Frábært kvöld og ánægjulegt að ég hafi farið á léttvínsdjamm án þess að gera einhvern skandal. Það gerir það að vakna daginn eftir mun bærilegra 🙂
Félagi minn hefur mikið verið að ýta Neil Young að mér. Hef þess vegna verið mikið að hlusta á Harvest og Neil Young (þ.e. plötuna), en eitthvað minna á Harvest Moon.
Hann er ansi góður.
Strumpakveðjur 🙂
Jammm, hann er snillingur. Mæli með After The Gold Rush þegar þú ert búinn að hlusta á Harvest.