Ferðin til Istanbúl var *stórkostleg*.
Ætla að reyna að setja inn ferðasögu hérna, en þangað til það gerist þá er hér [stutt myndband af Liverpool stuðningsmönnum syngjandi You’ll never walk alone](https://www.eoe.is/stuff/never-walk-ataturk.avi) í lok leiksins. Ógleymanleg stund. Röddin mín var algjörlega ónýt á þessum punkti, þannig að ég fæ sennilega engin verðlaun fyrir söng þegar ég kem inní lagið. En mikið var þetta yndislegt 🙂
Hef nánast ekkert sofið undanfarna daga. Dagurinn í vinnunni í dag var því alveg hræðilegur. Gat aðeins lagt mig eftir vinnu, þannig að ég er smám saman að ná heilsunni aftur.
*gæsahúð*
úff já….GÆSAHÚÐ!!! 😯