Bleeeeh!

Þessi síða er að drabbast niður í algjöra meðalmennsku og skortur á nýju efni fer að verða vandræðalegur. Af einhverjum ástæðum get ég ekki fengið mig til að skrifa eitthvað. Ég er of önnum kafinn í vinnunni til að blogga um eitthvað af viti og svo utan vinnu hef ég ekki nennt að setjast niður.

Kannski er þetta bara sumarið?


Ég fór í útskrift hjá frænku minni um helgina. Fór svo með vinum hennar í annað partý, þar sem ég hitti gamlan félaga úr handboltanum. Hann var búinn að tala við mig í um 10 mínútur þegar hann fattaði að hann var að tala við *mig* en ekki 19 ára gamlan frænda minn. Mér finnst það pínkuponsu skrítið að fólk skuli ruglast á mér og frænda mínum.

Beið í biðröð á Hverfis seinna það kvöld. Ég er með VIP kort þar, sem virðist hafa tapað áhrifamætti sínum. Eftir að allir dyraverðirnir voru reknir virðast vera komnar þrjár biðraðir. Það er venjulega röðin, VIP röðin og svo einhver miðjuröð, þar sem allt freka fólkið fer. Auðvitað er svo freka-fólks röðin sú eina, sem gengur. Ég nenni ekki svona lengur. Hverfis er kominn í bann fo’sure.

Annars er ég í fínu skapi í dag. Það er gott.


En það er hins vegar ekki gott að þessi síða skuli bara vera einhver upptalning á djammi. Þarf að gera betur.

Annars, þá er nýja Oasis platan góð. Sú besta í mörg ár. Mér er alveg slétt sama þótt allir og mömmur þeirra segi að Oasis séu léleg hljómsveit, mér hefur alltaf fundist hún góð. Slide Away, Live Forever, Whatever, Wonderwall, Champagne Supernova, Masterplan og fleiri lög eru öll á meðal minna uppáhaldslaga. Síðustu plötur hafa verið drasl, en þessi nýja er góð.

Nýja Gorillaz platan er líka góð. Reyndar mjög góð. Já

3 thoughts on “Bleeeeh!”

Comments are closed.