Ég þarf nörda-aðstoð

Ok, ég er með Firefox á Makkanum. Einsog einn lesandi Liverpool bloggsins benti mér á, þá birtast engir íslenskir stafir í Firefox á Makka. Þetta þrátt fyrir að síður einsog mbl.is og katrin.is birti íslenska stafi eðlilega.

Ég veit að þetta er eitthvað stillingaratriði í Firefox og hefur eitthvað með íslensku stuðning á Mac að gera. En víst að mbl.is og fleiri vefir virka, þá hlýt ég að geta gert eitthvað líka. Veit einhver hvað málið gæti verið? Vantar eitthvað í meta upplýsingar, eða er þetta eitthvað annað?

Öll hjálp mjög vel þegin 🙂

6 thoughts on “Ég þarf nörda-aðstoð”

  1. Sæll,

    Prufaðu að bæta þessu við undir HEAD á vefnum:

    og ef til vill þessu hér:

    lang=”is” xml:lang=”is”

    á HTML-taggið sjálft, semsagt:

  2. Dóhh ….. þetta tekur ekki við HTML-töggum … prufum aftur:

    Prufaðu að bæta þessu við undir HEAD á vefnum:

    <meta http-equiv=”Content-Type” content=”text/html; charset=iso-8859-1″ />

    og ef til vill þessu hér:

    lang=”is” xml:lang=”is”

    á HTML-taggið sjálft, semsagt:

    <html lang=”is” xml:lang=”is”>

  3. Þú gætir verið með Microsoft fonta inni á vélinni, sem Office pakkinn setur alltaf inn hvort sem maður vill eða ekki. Það eru óþýddir fontar. Annars er þetta búið að koma nokkrum sinnum inn á http://www.apple.is/umraedur og lausn við þessu örugglega á nokkrum stöðum þar.

  4. Ok, takk fyrir aðstoðina, en þetta virkaði ekki, Haukur. Er búinn að setja báða hlutana inní aðalskjalið á þessari síðu, en það virkar ekki.

    Og hvað varðar hinar lausnirnar, DonPedro, þá var ég meira að leita að einhverri lausn, sem myndi leysa þetta frá síðunnar hendi, en ekki lausn til að fólk útí bæ gæti lagað þessa hluti á tölvunni hjá sér. Ég var búinn að rekast á þær pælingar áður.

    Hins vegar ef þetta virkar á mbl.is, þá finnst mér að ég ætti að geta fengið þetta til að virka á minni síðu.

  5. OK, ég fattaði hvað málið var hjá mér. Eða hver var munurinn hjá mér og mbl.is

    Ég var með letrið “Lucinda Grande” valið hjá mér. Það virðist hins vegar fara í rugl varðandi íslenska stafi í Firefox. Ef ég skipti yfir í eitthvað annað letur, til dæmsi Verdana, þá verður þetta allt í lagi.

    Ætla því að fikta mig áfram með Makka pælingarnar, sem þú sendir, DonPedro.

Comments are closed.