iTunes og Podcast

[iTunes 4,9](http://www.apple.com/itunes) kom út í gær. Það merkilegasta við þessa útgáfu er að iTunes styður núna [Podcast](http://www.apple.com/podcasting/), sem er einmitt algjör snilld!

Beisiklí, þá eru Podcasts bara Mp3 skrár með ýmsu efni. Oftast gengur þetta þannig fyrir sig að maður finnur ákveðið efni í iTunes, einsog til dæmis bandaríska útvarpsþætti og gerist áskrifandi að þáttunum. Til dæmis gerðist ég í morgun áskrifandi að “The Al Franken Show”, sem er snilldarþáttur. Um leið og ég hef gerst áskrifandi, þá nær iTunes sjálfkrafa í nýjustu þættina á hverjum degi og setur þá líka á iPod-inn minn.

Þannig að á hverjum degi fæ ég fullt af skemmtilegu nýju efni inná iPod-inn minn, án nokkurrar fyrirhafnar (nema að þetta er erlent niðurhal). Í dag er hægt að velja á milli um 3000 Podcasts með alls konar efni, frá íþróttum til pólitískra spjallþátta og fræðsluþátta.

Þetta er snilld. Snilld, segi ég og skrifa!

One thought on “iTunes og Podcast”

Comments are closed.