Sunnudagur til sjónvarpsgláps

Ég fokking HATA þetta veður!

Í alvöru talað, á ekki að vera sumar hérna? Er einhver þjóð í HEIMINUM fyrir utan Grænland, sem þarf að þola annað eins veðurfar og við Íslendingar? Í alvöru talað!

Það er eflaust hægt að finna lönd, þar sem veturnir eru miklu verri, en er í alvöru hægt að finna land þar sem sumrin eru jafnömurleg? Kræst!


GSM símar geta verið erfið tæki. Til dæmis eru númerabirtar á öllum GSM símum. Segjum sem svo að þú viljir ná í ákveðna manneskju. Læturðu eitt símtal duga, þar sem að númerið sést á síma viðkomandi, eða hringirðu aftur og aftur og átt þá á hættu að líta út einsog geðsjúklingur þegar að viðkomandi sér 10 “missed calls” frá þér? Lífið væri einfaldara ef að enginn væri með GSM.


Annars er ég búinn að liggja í leti í dag. Ljómandi skemmtilegt alveg hreint. Kíkti útá lífið með vinum á föstudagskvöld. Ætluðum á Ólíver og vorum mættir þar um 11 leytið, en þar var gjörsamlega stappað. Þannig að við enduðum á Vegamótum. Aðsóknin á þann stað virðist algjörlega hafa hrunið eftir að Ólíver opnaði. Það var hálftómt inni alveg til klukkan 2 þegar dansgólfið byrjaði að fyllast af ofurölva 16 ára stelpum. Ljómandi skemmtilegt. Fengum okkur bara nokkra bjóra og vorum nokkuð rólegir.


Horfði á sjónvarpið í dag. Þar á meðal Newlyweds, sem er algjör snilld. Jessica Simpson er óþrjótandi uppspretta misgáfulegra kommenta.

Horfði einnig á The Apprentice. Það er eini raunveruleikaþátturinn, sem ég myndi vilja taka þátt í (kannski fyrir utan Dismissed og amerísku útgáfuna af The Bachelor). Mér finnst alltaf einsog ég hefði getað gert svo miklu, miklu betur en þetta fólk í þættinum. Þetta snýst í raun langflest um eitthvað varðandi markaðssetningu og að starta einhverju nýju, sem ég held að ég gæti staðið mig vel í.

Kláraði líka að horfa á 24, sem endaði skemmtilega.

Já, og kláraði að horfa á Return of The King. Kannski er það bara ég, en mér finnst öll þessi Lord of the Rings sería vera fáránlega ofmetin. Þetta er ágætt, en alltof langdregið. Ég held að ég hafi horft á síðustu myndina í svona 8 hlutum.

12 thoughts on “Sunnudagur til sjónvarpsgláps”

  1. Ég held ég sé búinn að horfa svona lágmark 20 sinnum á hverja af LOTR-myndunum þremur á DVD … og þá meina ég bara Extended Edition-útgáfurnar. Svona er þetta bara 🙂

    Samt sammála þér með sumarið… hver pantaði rigningu og rok alla síðustu viku?!?

  2. Já, ég held líka að við tveir séum ósammála um allt í þessum heimi nema Sea Change og aðdáun á fótboltaliðum. 🙂

  3. Það eyðileggur náttúrulega myndina að horfa á hana í 8 hlutum 😉

  4. Loksins einhver sem er sammála mér með LOTR!!

    Ég sofnaði í korter yfir fyrstu myndinni. Kannski það hafi eyðilagt eitthvað plottið fyrir mér en VÁ hvað þetta er ofmetið! Einhver múgæsingur í kringum að elska þessar langlokur!

    Og hana nú :rolleyes:

    ps.
    Varðandi veðrið, bara ef það væri nú það eina sem er að Íslandi í júli…
    Ég einmitt fór í miðbæjarrölt síðdegis í dag. Fyrir utan villuráfandi túrista í leit að öðru kaffihúsi en Kaffi París þá var líflegasti hluti bæjarins Kaffi Austurstræti þar sem voru 2 sjúkrabílar og einn löggubíll í þetta skiptið. Jú og svo kom voða skondinn svipur á túristahópana þegar 21 fallbyssuskotum var allt í einu hleypt af við höfnina.
    Og mikið vorkenndi ég þýsku hjónunum á næsta borði sem fengu 1.600 kr. reikning fyrir sitthvorn bjórinn af krana!
    …okey, nóg komið í bili 🙂

  5. Eins og Elaine úr Seinfield sagði einu sinni þegar hún talaði um að flytja úr einni skítaíbuð í aðra.. it´s like moving from Iceland to Finland.

    Annars er ég orðin forfallinn Jessicu aðdáandi (þáttanna ekki tónlistarinnar) eftir að hafa dottið einu sinni inní þetta.

    Nick: don´t you want buffalo wings
    Jessica: No I don´t eat buffalos.

  6. hmm.. mér finnst alltaf jafn fyndið að fólk skuli yfir höfuð búast við einhverju öðru en að íslensk sumur skipti skapi nokkuð ört, séu mestmegnis blaut og vindasöm..

  7. Já, þetta buffalo komment var einmitt yndislegt. Eiginlega of heimskulegt til þess að vera raunverulegt.

    Og heidi, ég er kannski ekki að búast við endalausu sólskini, en eitthvað smá væri vel þegið. Það er búin að vera rignign síðustu 20 helgar.

    Ég spila til dæmis alltaf körfubolta úti á fimmtudögum og það er búin að vera skýjað og kalt í öll skiptin. Þetta er ekki fokking eðlilegt.

    Pælingin mín var aðallega hvort það sé í alvörunni eitthvað land í þessum heimi, sem þarf að þola jafn leiðinleg sumur. Getur einhver nefnt mér það land?

  8. Ég er sammála þér með LOTR. mér hefur alltaf fundist myndirnar fáránlega ofmetnar og ég hef ekki getað séð það við LOTR sem aðrir segja að sé svo snilldarlegt o.s.frv. :rolleyes: ég reyndi að horfa á fyrstu myndina en sofnaði eftir 10 mínútur 😯

  9. Já, ég gleymdi því að í færslunni ætlaði ég að hafa “getur einhver nefnt eitthvað land annað en Grænland og Færeyjar”.

    Er það land til?

Comments are closed.