Varðhald

Halli: [Íslensk heimska](http://www.icomefromreykjavik.com/halli/archives/000282.html)

>Ímyndið ykkur hortugheitin að Íslendingar haldi að þeir geti auðveldlega keypt sér flugmiða, klætt sig í réttu fötin og farið út í heim að berjast fyrir því sem rétt er, og ef þeir lenda í vandræðum þá segja þeir bara “nei, þú skilur ekki, ég er Íslendingur”.

>Þú ert Íslendingur að blanda þér í mál sem kosta líf tuga manna á hverjum degi. Strætóar eru sprengdir í loft upp, túristar skotnir í hnakkann, og konur pyntaðar og þeim nauðgað. Það skiptir engu máli hvort þú flytjir til Spánar að hjálpa Böskum, kaupir þér vélbyssu og felubúning og fljúgir til Írak að berjast á móti íröskum skæruliðum, eða flytjir til Amsterdam og slæst í för með hústökufólki.

Mér langar að skrifa langan pistil um fréttaflutning af þessari stelpu, sem vondu kallarnir handtóku, en ég nenni því ekki í svona góðu veðri. En pistillinn hans Halla er svosem ágætis innlegg.

6 thoughts on “Varðhald”

  1. Hérna ég mæli endilega með að þú skrifir eitthvað um þetta mál… því ekki er greinin sem þú vísaðir á upp á marga fiska…

    eiginlega bara óttalegt drasl.

    Strumpakveðjur 🙂

  2. Já, en mér fannst hún ná þeim punkti, sem ég hefði viljað koma að (og ég pikkaði út). Ef að einhver Íslendingur myndi fara að hjálpa FARC í Kólumbíu, þá þætti mér ekkert óeðlilegt að það yrði farið með hann einsog aðra menn í þeim samtökum.

    Þú getur ekki farið og stutt pólitískt samtök eða þjóð, sem hvetur til hryðjuverka og svo látið einsog þú vitir ekki neitt og sért alsaklaus *bara af því að þú ert Íslendingur*. Þú ert að blanda þér í blóðuga baráttu og færð ekkert frítt spil útá þitt þjóðerni.

    En einsog ég segi, fer frekar í útilegu en að skrifa um þetta. Það er ekki einsog það sé oft svona gott veður á Íslandi. 🙂

  3. Eigum við Íslendingar þá ekki skilið að vera í friði fyrir hryðjuverkamönnum, vegna þess að ríkisstjórnin studdi innrásina í Írak og blandaði sér þar með „í mál sem kosta líf tuga manna á hverjum degi“? Það finnst mér ansi róttæk afstaða.

  4. Ég skil ekki alveg þetta komment, Sverrir, eða réttara sagt tengingunni við færsluna. Ef ég skil þig rétt, þá er svarið mitt að víst að þessi bjána ríkisstjórn studdi stríðið í Írak, þá erum við vissulega ábyrg. Við getum ekki tekið þátt í stríðsrekstri og svo furðað okkur á að margir skuli vera fúlir útí Ísland fyrir það.

    En allavegana, þegar ég les yfir mitt eigið komment, þá kannski náði ég ekki að skýra mína afstöðu nógu vel.

    Aðallega fannst mér fréttaflutningurinn af atburðinum asnalegur. Attitúdið var að það væri svo fjarstæðukennt að einhver tvítug íslensk stelpa væri grunuð um hryðjuverk.

    En það var bara ekkert svo fjarstæðukennt. Þegar hún persónulega hefur blandað sér á áberandi hátt í blóðuga baráttu á milli tveggja þjóða, þá er eðlilegt að litið sé á hana með sömu augum og aðra stuðningsmenn Palestínu, sama frá hvaða landi þeir eru. Ef að ég færi til Ísrael og berðist með Ísraelsmönnum, þá eru litlar líkur á að mér yrði tekið eitthvað sérstaklega vel af Palestínumönnum. Það sama hlýtur að gilda um báðar hliðar. En íslenskir fjölmiðlar kokgleyptu bara frásögn stelpunnar og nenntu ekki að varpa frekari ljósi á það.

  5. Ég tók viljandi annað dæmi til að athuga hvort þú værir ekki örugglega samkvæmur sjálfum þér.

    Þú ert það.

  6. Jú, skrifaðu, mig langar að lesa hvað fólk hefur að segja um þetta mál. Flestir eru annaðhvort á því að þetta skipti engu máli, eða að “draslið” sem ég skrifaði sé of harkalegt.

Comments are closed.