Einsog glöggir lesendur hafa tekið eftir, þá hefur mig [langað í nýjan síma](https://www.eoe.is/gamalt/2005/06/14/23.21.24/) í talsverðan tíma. Jæja, í dags varð loksins af því að ég fékk nýjan síma
Ég hafði verið spenntastur fyrir Morotola Razr, en eftir að ég spjallaði [við netkærustuna mína](http://www.katrin.is), þá ákvað ég að kíkja á nýja Samsung símann. Og eftir smá pælingar, þá skellti ég mér á [Samsung E730](http://nordic.samsungmobile.com/eng/mobile_phone/sgh-e730/feature.jsp). Ég hef átt [E700 típuna](http://www.mobile-review.com/review/samsung-e700-en.shtml) í nærri tvö og var orðinn virkilega ánægður með Samsung. Ég varð að fá mér clam-shell síma og það virðist vera sem að Samsung séu með bestu línuna í þeim símum.
Allavegana, [nýji síminn](http://nordic.samsungmobile.com/eng/mobile_phone/sgh-e730/feature.jsp) minn er **yndislegur**. Hann hefur allt, sem mig hefur vantað. Hann lagar gallana í gamla símanum og bætir við alls konar dóti, sem ég vissi ekki að ég hefði nokkra þörf fyrir – og þrátt fyrir það er hann minni og léttari síminn minn. Ég á eftir að redda mér Bluetooth tengi fyrir Makkann minn til að sjá almennilega hverng myndirnar úr símanum koma, en mér sýnist þær vera virkilega skýrar og góðar. Svo tekur hann líka upp vídeó, sem mér finnst stórkostlega magnað og núna fæ ég öll mörkin með Liverpool send í símann.
Er ekki tæknin yndisleg? Ég elska ný tæki!
Já, og ég fæ gæsahúð þegar ég heyri byrjunina á Hoppípolla. Sigur Rós er æði!
veiiiiii til hamingju með nýja símann!!!
nú erum viði alveg eins
svoooo gaman að eiga nýtt tæki!:)
Ef þú ert ekki Bluetooth-aður þá getur þú sent myndina sem MMS á netfangið þitt. Þá færðu póst með myndinni sem viðhengi. Kostar reyndar eitthvað en reddar manni þegar maður er ekki með BT nálægt.
Jamm, ég hafði prófað það, en var of nískur til að senda þetta sem MMS 🙂
Iss, bara kaupa minna bensín 😉 :tongue: