You know that feeling you get

  • Ég þegar ég kom heim af djamminu
    á föstdudaginn

Orð fá því varla lýst hversu hræðilega þunnur ég var í gær.

Ég var vakinn klukkan 9, og svo aftur klukkan 9.15 og 9.30 vegna vesens uppá Serrano. Ein stelpan var veik og gekk illa að finna einhvern í hennar stað. Ég sé vanalega um slík mál, en þar sem ég hélt að ég væri *að deyja*, þá reyndi ég að koma mér útúr því.

Loks klukkan 11 kom ég mér uppúr rúminu, borðaði morgunmat og eyddi svo tímanum í eitthvað tilganslaust drasl áður en ég kom mér niður á Ölver til að [horfa á Liverpool](https://www.eoe.is/liverpool/gamalt/2005/08/20/16.03.25/). Hamborgararnir á Ölveri eru ekki þeir bestu í heimi, en ég hélt þó að mér myndi líða betur við að borða hann. Hins vegar varð mér eiginlega bara óglatt og ég var nálægt því að fara heim í hálfleik. Það að ég sleppi því að horfa á Liverpool leik væri merkilegur hlutur. En ég harkaði þetta af mér.

Til að bæta gráu ofan á svart kom það svo upp að ég þurfti að vinna síðasta klukkutímann uppá Serrano. Starfsfólk staðarins lét mig vita að ég liti hræðilega út, svo sennilega hef ég ekki verið neitt sérstaklega hress í afgreiðslunni. Þegar ég var búinn að vinna fór ég heim og nánast beint að sofa. Var enn illt í maganum og með fáránlegan hausverk, þrátt fyrir að hafa borðað *6 Excedrin töflur* yfir daginn. Vaknaði við flugeldasýninguna og svo aftur klukkan 8 í morgun. Var þá *ennþá* með hausverk. Ég hef aldrei upplifað annað eins. Oh the humanity!


Ástæðan fyrir þessu öllu var að ég var í óvissuferð með vinnunni á föstudaginn. Við fórum á einhvern bóndabæ þar sem við kepptum í fulltaf þrautum og borðuðum svo í hlöðunni. Allt mjög gaman og ég skemmti mér ljómandi vel.

Fórum svo nokkur niður í miðbæ eftir þetta. Nánar tiltekið á Cafe Ólíver. Það er erfitt að gleyma fortíðinni í Reykjavík, smæð borgarinnar er oft nærri því óbærileg. Ég tel mig ekkert hafa verið með neitt rooosalega mörgum stelpum, en samt voru *tvær* stelpur, sem ég hef verið með, á sama tíma staddar á sama dansgólfinu. Fyrirgefið, en mér finnst það magnað.

Ég veit aldrei almennilega hvað mér finnst um það að hitta fyrrverandi á djamminu. Hvort er betra að þær líti æðislega út eða hræðilega. Ég hitti fyrir einhverju síðan stelpu, sem ég reyndi við en án árangurs fyrir talsverðum tíma. Þegar ég sá hana hafði hún breyst fáránlega mikið og ég gat ekki ímyndað mér hvað ég sá við hana einu sinni. Einhvern veginn þá leið mér betur við það. Veit ekki af hverju. Varla var það hreinræktuð illkvittni, en mér leið þó einsog við værum loksins *jöfn*.

Svo eru það fyrrverandi kærustur, sem eru enn fáránlega sætar. Veit ekki hvort er betra, að manns fyrrverandi líti vel eða illa út. Ef þær líta vel út þá getur maður sagt við sig: Vá, djöfull var ég góður að ná í þessa stelpu. En þá kemur líka svekkelsi yfir því að hlutirnir hafi ekki gengið upp. Ef þær líta illa út, þá getur maður verið feginn því að þetta hafi endað, en líka hissa á því hvað maður var að gera. Hef líka oft velt því fyrir mér hvernig þær líta á mig. Þegar ég kom heim, þá leit ég alveg ólýsanlega hræðilega út. Ég var við það að taka mynd af mér til að geta rifjað það upp hvenær á ævinni ég leit verst út. Ég held semsagt að það hafi verið klukkan 5.30 á laugardagsmorgun.

Og jájá, auðvitað snýst ekki allt um útlit.

But I digress.

Allavegana, ég skemmti mér nokkuð vel. Endaði svo einsog oft áður á Purple Onion. Labbaði svo heim. Þegar ég kom heim um klukkan 5 var skrítni kallinn í blokkinn inní ruslageymslu að skoða eitthvað. Hvað hann var að gera inní ruslageymslu klukkan 5 á laugardagsmorgni, veit ég ekki. Var að spá í að stoppa og spyrja hann, en hætti við.


Í dag vaknaði ég svo klukkan 8, enn með hausverk en er búinn að fá mér tvær Excedrin í viðbót og núna held ég að hausverkurinn sé loksins að fara. Það er gott, því ég er hroðalega leiðinlegur þegar ég er með hausverk.

10 dagar í frí… and counting.

6 thoughts on “You know that feeling you get”

  1. Ég veit það lítur illa út að ég skuli spyrja að þessu, en ég verð að spyrja þar sem það er sjaldan að ég er gataður á svona málum.

    En … hvaða staður er Purple Onion??? Og hvar er hann? Ég man ekki eftir að hafa heyrt á hann minnst. :blush: :confused:

  2. Purple Onion er matsölustaður. Selur mið-austurlenskan mat. Staðsettur í Hafnarstræti þar sem Nonnabiti var einu sinni.

  3. Hmm já, ég hef upplifað það sama, nema það var á Prikinu og þær voru sex.

    Ef einhverntímann var rétta mómentið fyrir hópmynd…

Comments are closed.